Enski boltinn

Kuszczak vill verða númer eitt hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Tomasz Kuszczak segir að hann muni fara frá Manchester United ef hann verður ekki aðalmarkvörður liðsins eftir að Edwin van der Sar leggur hanskana á hilluna.

Kuszczak hefur verið á milli stanganna í síðustu þremur leikjum United í fjarveru van der Sar sem hefur verið frá vegna flensu.

United hefur undanfarin misseri verið með augastað á nokkrum markvörðum og í haust keypti liðið Danann Anders Lindegaard frá Álasundi í Noregi.

„Ég vil ekki hljóma hrokafullur en ég tel að ég sé nógu góður til þess," sagði Kuszczak við enska fjölmiðla. „Ég hef rætt við stjórann [Alex Ferguson] nokkrum sinnum og hann sagði að við myndum sjá til hvað gerist í lok tímabilsins."

„Ég veit að þangað til verð ég að nýta þau tækifæri sem ég fæ og spila vel. Ef Sir Alex telur að ég sé ekki nógu góður verð ég að leita mér að öðru félagi."

Kuszczak gekk í raðir United árið 2007 eftir að hafa verið í láni hjá félaginu í eitt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×