Enski boltinn

Rooney spilar með Red Bulls við hlið Thierry Henry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney.
John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney. Mynd/AFP
John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tækifæri til að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta tímabili því hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í dag.

Rooney var valinn New York Red Bulls í annarri umferð nýliðavalsins og mun því spila við hlið Frakkans Thierry Henry sem kom til Bandaríkjanna frá Barcelona fyrir síðasta tímabil.

Rooney, sem er 20 ára miðjumaður, lék áður með enska 3. deildarliðinu Macclesfield Town en hann var í unglingaliðum Everton frá 1996 til 2002 eða þar til að hann var tólf ára. Hann hafði verið í herbúðum Macclesfield Town síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×