Enski boltinn

Arsenal lánar brasilískan framherja til Spánar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal hefur ákveðið að lána brasilískan framherjann Wellington til spænska liðsins Levante út þetta tímabil. Wellington er aðeins 18 ára gamall og var í 17 ára landsliði Brasilíu á HM 2009.

Wellington hefur ekki fengið atvinnuleyfi í Englandi þar sem er enn svo ungur og það er ekki heldur öruggt að hann fái atvinnuleyfi í næstu framtíð vegna reglna hjá enska knattspyrnusambandinu og FIFA.

Arsenal sagði í yfirlýsingu að félagið sé sannfært um að þetta skref muni hjálpa Wellington í að vera betri fótboltamaður en hann þykir mjög efnilegur leikmaður.

Wellington Alves da Silva eins og hann heitir fullu nafni kom til Arsenal frá Fluminense 31. desember 2009 en hann er fæddur í Rio de Janeiro árið 1993.

Wellington getur bæði spilað sem vængmaður og sem framherji. Hann skoraði 5 mörk í 11 leikjum með 17 ára landsliði Brasilíu frá 2008 til 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×