Fleiri fréttir

Tim Cahill: Þetta sýnir baráttuandann í okkar liði

Everton-maðurinn Tim Cahill átti mikinn þátt í því að liðið náði að tryggja sér dramatískt 3-3 jafntefli á móti Manchester United í dag með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Tim Cahill skoraði það fyrra og lagði upp það síðara.

Zola: Ég gerði mistök

Gianfranco Zola ætlar að reyna að læra af mistökunum sem hann gerði í stuttri stjóratíð sinni hjá West Ham en Ítalinn góðlegi var rekinn frá Upton Park eftir tímabilið. Gianfranco Zola ætlar að mæta á leik West Ham og Chelsea á Upton Park í dag.

Tvö mörk Everton í uppbótartíma tryggðu 3-3 jafntefli við United

Everton náði jafntefli á móti Manchester United með ótrúlegum hætti en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma þegar stefndi í ekkert annað en öruggan sigur Manchester United á Goodison Park í hádegisleiknum í enska boltanum. Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörkin tvö fyrir Everton á innan við mínútu.

Mancini: Set annaðhvort Jó í liðið eða spila sjálfur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gæti þurft að stilla Jó upp í framlínu liðsins á móti Blackburn Rovers í dag þar sem að þrír framherjar liðsins, Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor og Mario Balotelli, eru allir meiddir.

Lampard verður ekki með á móti West Ham í dag

Frank Lampard er ekki orðinn góður af meiðslum sínum og verður ekki með Chelsea-liðinu á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlo Ancelotti, stóri Chelsea, staðfesti þetta í gær.

Rooney ekki í hópnum hjá Manchester United á móti Everton

Wayne Rooney verður ekki með Manchester United á móti sínu gamla félagi í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park eftir hálftíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla framherjann sinn í leiknum.

Given fékk ekki að fara frá Man. City

Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja.

Rodwell verður frá fram að jólum

Miðjumaðurinn efnilegi hjá Everton, Jack Rodwell, mun ekki geta spilað með liðinu aftur fyrr en um jólin vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Aston Villa.

Hodgson þolir ekki lygasögur umboðsmanna

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er mjög reiður út í umboðsmann Hollendingsins Rafael van der Vaart en hann segir umbann hafa logið til um áhuga Liverpool á leikmanninum.

Ræði aldrei einkalíf leikmanna

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var fljótur að þagga niður í þeim blaðamönnum sem vildu spyrja hann út í einkalíf Wayne Rooney í dag.

Houllier ekki viss um hvenær hann tekur við Aston Villa liðinu

Gerard Houllier er ekki viss um hvenær hann sest í stjórastólinn hjá Aston Villa þótt að hann sé búinn að gera þriggja ára samning við félagið. Franska knattspyrnusambandið á enn eftir að losa hann undan samningi sínum þar sem hann hefur gengt stöðu tæknilegs ráðgjafa.

Roque Santa Cruz kemst ekki í Evrópulið Manchester City

Það er hörð samkeppnin í liði Manchester City eftir að hver stórstjarnan á fætur annarri hefur verið keypt til liðsins. Roque Santa Cruz hefur fengið að kynnast því þar sem að hann kemst ekki í 25 manna hóp liðsins fyrir keppni í Evrópudeildinni.

Bobby Zamora búinn að gera samning við Fulham til 2014

Bobby Zamora, framherji Fulham, er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Zamora fór á kostum með Fulham á síðasta tímabil þar sem hann skoraði 19 mörk og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og ná tólfta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Defoe fór í ökklaaðgerð og verður frá í þrjá mánuði

Tottenham er nú búið að fá slæmar fréttir af framherja sínum Jermain Defoe þrjá daga í röð. Hann meiddist í leik með enska landsliðinu á þriðjudag, á miðvikudaginn var talið að hann yrði frá í sex vikur en í gær kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í þrjá mánuði.

Neville: Ber virðingu fyrir Liverpool en virðir aldrei City

Það þekkja allir sem fylgjast með enska boltanum hatur Gary Neville á Liverpool. Nú hefur þessi reynslubolti í liði Manchester United ýtt undir nágrannaerjurnar við Manchester City með því að segjast aldrei geta borið virðingu fyrir hinu Manchester-liðinu ekki frekar en öðrum félögum sem nota peninga til að búa til skyndi-árangur.

Redknapp vill fá Englending sem landsliðsþjálfara

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að taka við enska landsliðinu. Hann hefur nú gert það aftur og viðurkennt að það yrði erfitt að segja nei ef kallið kæmi eftir EM 2012.

Parker framlengdi við West Ham

Scott Parker er svo sannarlega ekki á förum frá West Ham eins og stuðningsmenn félagsins óttuðust heldur er hann búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Defoe missir af fyrstu leikjum Tottenham í Meistaradeildinni

Jermain Defoe verður ekki með Tottenham-liðinu næstu sex vikurnar vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik með enska landsliðinu í Sviss á þriðjudaginn. Defoe var að vona það eftir leikinn að meiðslin væru ekki alvarleg en annað kom á daginn.

Marseille reyndi að kaupa Drogba frá Chelsea í sumar

Franska liðið Marseille hefur skýrt frá því að liðið reyndi að kaupa Didier Drogba, markakóng ensku úrvalsdeildarinnar, frá Chelsea í sumar. Drogba er einn allra besti framherji heims og því vpru engar líkur að Chelsea væri til í að selja hann.

Hleb byrjar ferilinn hjá Birmingham á meiðslalistanum

Aleksandr Hleb, nýi miðjumaðurinn hjá Birmingham City, mun ekki spila sinn fyrsta leik með liðinu á sunndaginn þegar Birmingham mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Fyrirliði Hvít-Rússa meiddist í leik með landsliði sínu í undankeppni EM í gær.

Kuyt ætlar að reyna að ná Evrópuleiknum á móti sínu gamla liði

Dirk Kuyt er ákveðinn í því að ná að spila Evrópuleikinn á móti sínum gömlu felögum í FC Utrecht en leikurinn fer fram í Hollandi 30. september. Kuyt meiddist illa á öxl á æfingu hollenska landsliðsins og átti af þeim sökum að vera frá í fjórar vikur.

Gérard Houllier búinn að gera þriggja ára samning við Aston Villa

Gérard Houllier hefur samþykkt þriggja ára samning um að gerast knattspyrnstjóri Aston Villa samkvæmt frétt hjá Guardian en enskir miðlar höfðu fyrir nokkru birt fréttir um að allt stefndi í það að þessi fyrrum stjóri Liverpool snéri aftur í ensku úrvalsdeildina.

Robin van Persie kemur ekki til baka fyrr en um miðjan október

Robin van Persie, framherji Arsenal, verður lengur frá en í fyrstu var talið en Hollendingurinn snjalli meiddist á ökkla í 2-1 sigri á Blackburn 28. ágúst. Samkvæmt nýjasta mati læknaliðs Arsenal verður hann frá keppni í það minnsta fram í miðjan október.

Vermaelen: Cesc Fabregas er með Barcelona í sínu DNA

Thomas Vermaelen, varnarmaður Arsenal og liðsfélagi Cesc Fabregas, segir að Fabregas sé með Barcelona í sínu DNA. Hinn 23 ára fyrirliði Arsenal hefur verið orðaður við Barcelona liðið í allt sumar en Arsene Wenger var ekki tilbúinn að láta hann fara.

John Terry og Frank Lampard með Chelsea um helgina

Fyrirliðar Chelsea-liðsins, John Terry og Frank Lampard, gætu báðir spilað með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en þeir misstu af landsleikjum Englendinga í dag og á föstudaginn vegna meiðsla.

Gerard Houllier tekur væntanlega við Aston Villa á morgun

Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool og Lyon, mun væntanlega taka við stjórastöðunni hjá Aston Villa á morgun en hinn 63 ára gamli Frakki fór í viðtal vegna starfsins eins og þeir Kevin McDonald og Alan Curbishley. Enski fjölmiðlar sameinast um að eigna Houllier stöðuna.

Davids sagður hafa slegið konu í bíó

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids, sem leikur með Crystal Palace þessa dagana, hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir að slá konu utan undir í bíóhúsi.

Ancelotti vill fylgja í fótspor Ferguson

Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar gaman af því þessa dagana að orða Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, við landslið. Hann þurfti að sverja af sér áhuga á ítalska landsliðinu um daginn og nú er verið að spyrja hann út í enska landsliðið.

Carragher er ánægður með Hodgson

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er afar ánægður með frammistöðu nýja stjórans, Roy Hodgson, á leikmannamarkaðnum. Hodgson hefur nælt í nokkra þekkta leikmenn þó svo hann hafi ekki úr miklu fjármagni að spila.

Shawcross er ósáttur með eineltið hjá Arsene Wenger

Ryan Shawcross, varnarmaður Stoke og nýr liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen, er mjög ósáttur við einelti Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem heldur því fram að hann og Robert Huth stundi það að meiða mótherja sína viljandi.

Sjá næstu 50 fréttir