Enski boltinn

Gerrard spáir því að Houllier nái góðum árangri með Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Gerard Houllier.
Steven Gerrard og Gerard Houllier. Mynd/GettyImages
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur trú á því að gamli stjórinn hans, Gerard Houllier, nái góðum árangri með Aston Villa en Frakkinn skrifaði undir nýjan þriggja ára samning í vikunni og tekur við af Martin O'Neill.

„Aston Villa er búið að fá mjög góðan stjóra," sagði Steven Gerrard sem lék sinn fyrsta leik undir stjórn Gerard Houllier árið 1999.

„Hann hefur ekki getað beðið eftir því að komast aftur í ensku úrvalsdeildina," sagði Gerard en Houllier sat í stjórastól Liverpool árunum 1998 til 2004.

„Ég held ennþá góðu sambandi við Houllier. Hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri og ég lærði mjög mikið af honum. Ég veit best hversu mikið hann elskar fótbolta," sagði Gerrard.

„Það hefur ekki komið mér mikið á óvart að Aston Villa vildi fá hann því hann er topp stjóri. Við áttum saman frábært ár 2001. Hann kom sterkur inn hjá Liverpool og breytti fullt af hlutum. þar liggur styrkleiki hans," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×