Enski boltinn

Pulis segist vera of ungur til að taka við velska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Pulis, stóri Stoke City.
Tony Pulis, stóri Stoke City. Mynd/AFP
Tony Pulis, stóri Stoke City í ensku úrvalsdeildinni, segir það of snemmt á sínum þjálfaraferli að taka við velska landsliðinu en John Toshack sagði af sér sem þjálfari Wales í dag.

Pulis sem er velskur, er 52 ára gamall og hefur setið í stjórastólnum hjá Stoke City síðan 2006. Undir hans stjórn hefur félagið náð stöðugleika í ensku úrvalsdeildinni.

Tony Pulis sagði jafnframt að hann sé spenntur fyrir að þjálfa velska landsliðið en það sé ekki komið að því ennþá.

„Það væri mikill heiður fyrir mig að vera boðið að þjálfa velska landsliðið eins og það væri líka fyrir alla Englendinga," sagði Tony Pulis og nefndi jafnfram að þeir ættu bara að bjóða Harry Redknapp starfið.

„Ég er bara ekki tilbúinn að fórna því að þjálfa lið í ensku úrvalsdeildinni þar sem það reynir mikið á þig og þú færð að glíma við nýja hluti á hverjum degi. Ég er það ungur að ég er ekki tilbúinn að gefa slíkt starf frá mér strax," sagði Pulis.

Pulis hrósaði fráfarandi þjálfara, John Toshack, fyrir að hafa tekið mikið af ungum leikmönnum inn í liðið sem hann telur að geti lagt grunninn að góðum árangri í framtíðinni.

„Það er til góðir velskir knattspyrnumenn og ef nýr þjálfari nær góðum úrslitum í byrjun þá ætti liðið að fá sjálfstraustið á nýjan leik," sagði Pulis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×