Enski boltinn

Tim Cahill: Þetta sýnir baráttuandann í okkar liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tim Cahill og Mikel Arteta tryggðu Everton jafntefli í dag.
Tim Cahill og Mikel Arteta tryggðu Everton jafntefli í dag. Mynd/AFP
Everton-maðurinn Tim Cahill átti mikinn þátt í því að liðið náði að tryggja sér dramatískt 3-3 jafntefli á móti Manchester United í dag með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Tim Cahill skoraði það fyrra og lagði upp það síðara.

„Þetta var ótrúlegt ef við lítum á öll færin sem við gáfum og öll færin sem við nýttum ekki. Þetta var samt líklega sanngjörn úrslit en þetta sýnir baráttuandann í okkar liði," sagði Tim Cahill.

„Við gáfum Manchester United færi á okkur og þeir skoruðu úr þeim. Tim Howard var frábær í markinu og við hefðum tapað leiknum án hans. Leikmennirnir mínir voru meiriháttar og við sýndum í þessum leik að við höldum alltaf áfram," sagði David Moyes, stjóri Everton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×