Enski boltinn

Scholes og Ancelotti bestir í ágúst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Paul Scholes, leikmaður Man. Utd, og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, voru valdir menn ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea var á ótrúlegu flugi í upphafi leiktíðar. Vann fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 14-0. Þar af voru tveir 6-0 leikir.

Scholes var að hljóta þessi verðlaun í fjórða skiptið á ferlinum. Slíkum árangri hafa náð menn eins og Dennis Bergkamp, Thierry Henry, Alan Shearer, Frank Lampard og Cristiano Ronaldo.

Wayne Rooney og Steven Gerrard hafa oftast verið valdir menn mánaðarins eða fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×