Enski boltinn

Theo Walcott gæti verið frá í allt að sex vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott sést hér borinn útaf í leiknum í Sviss.
Theo Walcott sést hér borinn útaf í leiknum í Sviss. Mynd/AP
Ökklameiðsli Theo Walcott frá því í landsleik Englendinga í Sviss á þriðjudaginn eru það alvarleg að hann gæti verið frá í allt að sex vikur.

Theo Walcott lék aðeins í níu mínútur í 3-1 sigri Englendinga í Basel en hann meiddist í aðdraganda þess þegar Wayne Rooney kom enska liðinu í 1-0.

Theo Walcott fór beint upp á sjúkrahús þar sem voru teknar myndir af ökklanum. Hann er enn einn sóknarmaður Arsenal til að setjast á meiðslalistann því þar eru einnig Robin van Persie og Nicklas Bendtner.

„Ég hélt að þetta væri annaðhvort þrír til fjórir dagar eða fjórar til sex vikur. Því miður verða þetta fjórar til sex vikur," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Við hefðum samt getað fengið verri fréttir því um tíma óttuðumst við að þetta væru enn alvarlegri meiðsli. Nú kemur þetta til með að snúast um þolinmæði og endurhæfingu," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×