Enski boltinn

Lampard verður ekki með á móti West Ham í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Mynd/GettyImages
Frank Lampard er ekki orðinn góður af meiðslum sínum og verður ekki með Chelsea-liðinu á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlo Ancelotti, stóri Chelsea, staðfesti þetta í gær.

Frank Lampard þurfti að fara í aðgerð vegna kviðsslits og var eins og John Terry, fyrirliði Chelsea-liðsins, ekki með enska landsliðinu í tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM.

John Terry er orðinn góður af sínum meiðslum og spilar leikinn. Chelsea er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu með markatölunni 14-0.

„John er klár í slaginn en Lampard þarf meiri tíma," sagði Carlo Ancelotti. „Lampard æfði með okkur í vikunni og stóð sig vel en hann þarf engu að síður meiri tíma. Hann verður kannski með Meistaradeildinni í vikunni en spilar ekki á móti West Ham," sagði ítalski stjórinn.

„Þessir tveir leikmenn þurftu nauðsynlega á hvíld á halda til þess að ná sér góðum. Terry vann út úr sínum vandamálum á þessum tveimur vikum en Lampard þurfti að fara í aðferð. Það var samt gott hjá honum að geta byrjað að æfa aðeins sjö dögum eftir hana en auðvitað viljum við gefa honum meiri tíma til að verða hundrað prósent," sagði Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×