Enski boltinn

Rodwell verður frá fram að jólum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Miðjumaðurinn efnilegi hjá Everton, Jack Rodwell, mun ekki geta spilað með liðinu aftur fyrr en um jólin vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Aston Villa.

Hinn 19 ára gamli Rodwell skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið í sumar og var búinn að koma sér í byrjunarliðið í upphafi timabilsins.

Hann var þá meðal annars í sigtinu hjá Man. Utd en kaus frekar að spila áfram með Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×