Enski boltinn

Houllier ekki viss um hvenær hann tekur við Aston Villa liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier. Mynd/
Gerard Houllier er ekki viss um hvenær hann sest í stjórastólinn hjá Aston Villa þótt að hann sé búinn að gera þriggja ára samning við félagið. Franska knattspyrnusambandið á enn eftir að losa hann undan samningi sínum þar sem hann hefur gengt stöðu tæknilegs ráðgjafa.

Gerard Houllier þarf að ganga frá sínum málum við franska sambandið áður en hann getur farið að einbeita sér að nýja starfinu hjá Aston Villa.

Það sem er öruggt að Gerard Houllier mun ekki stjórna liði Aston Villa á móti Stoke á mánudaginn kemur og hann er ekki viss um að hann geti stýrt liðinu á móti Bolton laugardaginn á eftir.

Hinn 63 ára gamli Houllier er nú að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem að hann stýrði Liverpool-liðinu á árunum 1998 til 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×