Enski boltinn

Carragher er ánægður með Hodgson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er afar ánægður með frammistöðu nýja stjórans, Roy Hodgson, á leikmannamarkaðnum. Hodgson hefur nælt í nokkra þekkta leikmenn þó svo hann hafi ekki úr miklu fjármagni að spila.

Carragher er sérstaklega ánægður með að Hodgson hafi tekist að halda Gerrard og Torres hjá félaginu þó svo Javier Mascherano hafi farið til Barcelona.

"Ég tel Hodgson hafa staðið sig mjög vel. Hvort þessi kaup eigi eftir að skila sér mun tíminn leiða í ljós. Það þýðir ekkert að gagnrýna þessi kaup fyrr en eftir jól," sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×