Enski boltinn

Redknapp vill fá Englending sem landsliðsþjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að taka við enska landsliðinu. Hann hefur nú gert það aftur og viðurkennt að það yrði erfitt að segja nei ef kallið kæmi eftir EM 2012.

Redknapp er talinn líklegasti arftaki Fabio Capello hjá veðbönkum á Englandi.

"Ef ég á að segja eins og er þá sit ég ekki heima á hverju kvöldi og hugsa um landsliðsþjálfarastarfið. Ég hef samt alltaf sagt að það sé erfitt að hafna þessu starfi ef maður er Englendingur," sagði Redknapp sem vill fá enskan þjálfara í stólinn.

"Ég skil ekki af hverju enskir þjálfarar eru að puða þetta ef þeir eiga svo aldrei raunhæfan möguleika á að þjálfa landsliðið. Ég vil sjá Englending stýra liðinu og þá er ég ekki bara að tala um sjálfan mig. Það er til fullt af enskum þjálfurum sem gætu vel ráðið við starfið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×