Enski boltinn

Bobby Zamora búinn að gera samning við Fulham til 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Zamora.
Bobby Zamora. Mynd/AFP
Bobby Zamora, framherji Fulham, er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Zamora fór á kostum með Fulham á síðasta tímabil þar sem hann skoraði 19 mörk og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og ná tólfta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 29 ára gamli Bobby Zamora lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Ungverjum í vináttulandsleik í ágúst en hefur ekki spilað að undanförnu vegna meiðsla á mjöðm. Hann missti þess vegna af leikjum Englands við Búlgaríu og Sviss í undankeppni EM.

Zamora hefur verið í herbúðum Fulham síðan að hann kom þangað frá West Ham í júlí 2008. Hann kostaði Fulham 4.8 milljónir punda og hefur 26 mörk í 94 leikjum í búningi Fulham-liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×