Enski boltinn

Ferdinand verður í hópnum hjá Man. Utd á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio er hér á bekknum með Becks á HM.
Rio er hér á bekknum með Becks á HM.

Rio Ferdinand verður í leikmannahópi Man. Utd á morgun er liðið sækir Everton heim. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, staðfesti það í dag.

Ferdinand meiddist í undirbúningi enska landsliðsins fyrir HM og hefur ekkert spilað síðan. Varnarmaðurinn er allur að koma til og hefur verið að leika vel með varaliði félagsins.

Enn er óljóst hvort Wayne Rooney verði í byrjunarliði United í leiknum en Ferguson hefur ekki tekið ákvörðun um það. Margir hafa áhyggjur af því að hann geti misst stjórn á skapi sínu í leik þar sem hann mun fá að heyra það ítrekað og óritskoðað úr stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×