Fleiri fréttir

Ferguson: Chelsea mun misstíga sig

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur litlar áhyggjur af minnkandi forskoti sinna manna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en eftir tap liðsins gegn Portsmouth í gær munar aðeins þremur stigum á Man. Utd. og Chelsea. Ferguson býst fastlega við því að Chelsea eigi eftir að tapa stigum í þeim leikjum sem eftir eru.

Beckham segir Ronaldo að vera áfram hjá Man. Utd.

David Beckham hefur ráðlagt portúgalska vængmanninum Cristiano Ronaldo að fara ekki frá Manchester United þar sem hann sé með knattspyrnustjóra þar sem kann best allra að höndla leikmenn sem hafa lent í mótlæti, líkt og því sem Ronaldo varð fyrir eftir leik Englands og Portúgals á HM í sumar.

Neill: Eggert seldi mér hugsjón sína

Lucas Neill, hinn ástralski varnarmaður West Ham, segir að ef hugsjón og áætlanir Eggert Magnússonar með West Ham gangi eftir muni ekki líða á löngu þar til stórliðin fjögur í Englandi munu fá einn keppinaut til viðbótar – West Ham.

Man. Utd. tapaði óvænt fyrir Portsmouth

Manchester United mistókst nú síðdegis að auka forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný en þá tapaði liðið óvænt fyrir Portsmouth á útivelli, 2-1. Aðeins þremur stigum munar nú á Man. Utd. og Chelsea og bendir margt til þess að um hálfgerðan úrslitaleik um titilinn verði að ræða þegar liðin mætast innbyrðis í næsta mánuði.

Benitez hafði litla trú á Finnan í fyrstu

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að hann hafði stórar efasemdir um að írski bakvörðurinn Steve Finnan væri nægilega góður fyrir Liverpool þegar hann tók við liðinu fyrir tæpum þremur árum. Benitez segir Finnan hafa sýnt gríðarlegar framfarir síðan þá og telur hann nú lykilmann í sínu liði.

Wenger: Þetta er ótrúlegt

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, átti bágt með að skilja hvernig lærisveinar hans fóru að því að tapa á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa haft fádæma yfirburði nánast allan leikinn. Wenger segir úrslitin “ótrúleg” en Alan Curbishley, stjóri Charlton, hrósaði varnarleik sinna manna í hástert.

West Ham lagði Arsenal á útivelli

Íslendingaliðið West Ham vann frækinn og jafnframt gríðarlega mikilvægan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og er liðið nú aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark Reading í 2-1 tapi liðsins gegn Liverpool en hann og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn fyrir lið sitt í dag.

Mourinho ánægður með sigurgöngu Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er afar ánægður með hvernig lærisveinar sínir eru að spila um þessar mundir en með sigrinum á Tottenham í dag heldur liðið áfram að pressa á Man. Utd. í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Mourinho segir Man. Utd. heppið að hafa sleppt við heimsókn til Stamford Bridge um næstu helgi.

Ferguson: Örlögin eru í okkar höndum

Alex Ferguson var á heimspekilegu nótunum á blaðamannafundi fyrir leik Man. Utd. og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði að örlög liðsins í ár væru í höndum síns og leikmanna liðsins. Ferguson fullyrðir að ef leikmenn náði að forðast það að fara á taugum á lokasprettinum sé meistaratitilinn þeirra.

Munurinn kominn niður í þrjú stig

Aðeins þremur stigum munar á Man. Utd. og Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en síðarnefnda liðið bar sigurorð af grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham í dag, 1-0. Það var portúgalski varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Man. Utd. á leik til góða gegn Portsmouth síðar í dag.

Curbishley vill halda Tevez

Knattspyrnustjóri West Ham, Alan Curbishley, hefur greint frá því að hann vilji halda argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez í herbúðum liðsins á næsta ári, jafnvel þó að West Ham falli úr úrvalsdeildinni. Eftir erfiða byrjun hefur Tevez verið að spila mjög vel í síðustu leikjum liðsins.

Everton valtaði yfir Fulham

Everton lögðu Fulham sannfærandi á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. Carlos Bocanegra kom Fulham yfir snemma leiks en það varð ekki til annars en að kveikja duglega í Evertonmönnum sem settu þrjú mörk áður en hálfleikurinn var úti. Það voru Lee Carsley, Alan Stubbs og James Vaughan sem skoruðu mörkin.

Charlton ekki lengur í fallsæti

Charlton lyftu sér úr fallsæti með markalausu jafntefli gegn Manchester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var fátt um fína drætti í leiknum sem einkenndist af varnarleik á báða bóga. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Charlton. Charlton eru fyrir vikið með jafn mörg stig og Sheffield United og sama markamun en hafa skorað meira og eru því í sautjánda sæti en Sheffield í því átjánda.

Terry segir að Chelsea geti enn unnið titilinn

John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea er sannfærður um að liðið eigi enn möguleika á að ná Manchester United og standa uppi sem Englandsmeistarar þriðja árið í röð. Chelsea er sem stendur sex stigum á eftir Manchester. Chelsesa mætir Tottenham á morgun en Tottenham hafa verið á mikilli siglingu undanfarið.

Wenger styður tillögur Benitez

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist styðja hugmyndir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um að leyfa varaliðum stóru félaganna að spila í neðri deildunum á Englandi. Jose Mourinho hefur einnig vakið máls á þessu, en varalið stóru félaganna í Evrópu spila mörg hver í neðri deildunum á meginlandinu.

Kromkamp: Þetta er búið

Jan Kromkamp, leikmaður PSV Eindhoven, viðurkennir að einvígið við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sé þegar búið þó liðin eigi eftir að mætast öðru sinni á Anfield í Liverpool. Enska liðið vann öruggan sigur í fyrri leiknum í Hollandi í gærkvöld, 3-0.

Forlan hafnaði tilboði frá Sunderland

Framherjinn Diego Forlan hjá Villarreal segist hafa hafnað tilboði frá fyrrum félaga sínum Roy Keane um að ganga í raðir Sunderland í sumar. Forlan er samningsbundinn spænska liðinu til ársins 2010 og var markakóngur á Spáni leiktíðina 2004-05.

Duff er ekki á förum frá Newcastle

Glenn Roeder knattspyrnustjóri segir ekkert til í þeim orðrómi að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff sé á förum frá Newcastle í sumar. Bresku blöðin héldu því fram að hann færi jafnvel til Sunderland ef liðið næði að vinna sér sæti í úrvalsdeild.

Eggert vill halda Tevez

Eggert Magnússon segist ólmur vilja halda framherjanum Carlos Tevez í herbúðum West Ham ef liðið sleppur við fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann segir Argentínumanninn loksins vera kominn í nógu gott form fyrir úrvalsdeildina, enda hafi það sést á spilamennsku hans í undanförnum leikjum.

Mourinho: Við erum hættir að spreða

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að það sé liðin tíð að liðið spreði milljörðum í leikmenn eins og tíðkaðist fyrr í stjórnartíð hans. Stjórinn segir að einmitt þess vegna muni félagið ekki kaupa spænska framherjann David Villa frá Valencia í sumar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram.

Agbonlahor fær nýjan samning

Enski ungmennalandsliðsmaðurinn Gabriel Agbonlahor hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Aston Villa. Hann er tvítugur og skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli við Everton í gærkvöldi. Agbonlahor er vængmaður og hefur hann komið mjög á óvart með aðalliði Villa í vetur.

Mourinho: Þetta er búið að vera frábært tímabil

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann muni alltaf líta til baka á keppnistímabilið sem frábæra leiktíð, jafnvel þó liðið vinni ekki fleiri titla í ár. Hann segist afar stoltur af frammistöðu leikmanna sinna í vetur þar sem meiðsli lykilmanna hafa sett stórt strik í reikninginn hjá tvöföldum Englandsmeisturunum.

Tottenham ekki refsað

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham mun ekki þurfa að blæða fyrir atvikið sem varð á leik liðsins gegn Chelsea í enska bikarnum á dögunum, þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Enska knattspyrnusambandið lét rannsaka atvikið og ákvað að refsa félaginu ekki fyrir slaka öryggisgæslu.

Flamini vill fara frá Arsenal

Miðjumaðurinn Mathieu Flamini, sem verið hefur í herbúðum Arsenal frá árinu 2004, segist vilja fara frá félaginu. Leikmaðurinn sagði blaðamönnum í heimalandi sínu að hann vildi reyna fyrir sér hjá öðru liði því hann væri þreyttur á að halda ekki föstu sæti í liði Arsenal.

Benitez fær að versla vel í sumar

Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, muni fá allt að 40 milljónir punda til að kaupa leikmenn í sumar. Hann fundaði með eigendum félagsins um síðustu helgi og kom brosandi út af þeim fundi þar sem honum var lofað fjármunum til að styrkja liðið verulega.

Jafnt hjá Villa og Everton

Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aston Villa og Everton skildu jöfn 1-1 á Villa Park. Joleon Lescott kom gestunum yfir í upphafi leiks en Gabriel Agbonlahor jafnaði fyrir Villa í lokin. Heimamenn hafa ekki unnið leik síðan í byrjun febrúar en eru að mestu sloppnir við falldrauginn. Everton situr í sjöunda sætinu.

Rooney hefur ekki áhyggjur af markaskorun

Wayne Rooney hjá Manchester United segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hafi aðeins skorað 3 mörk í síðustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum. Hann segir mestu máli skipta að liði sínu gangi vel og að það sé í toppsætinu.

Vidic er viðbeinsbrotinn

Nú hefur verið staðfest endanlega að varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United er viðbeinsbrotinn eins og óttast var í fyrstu. Þetta þýðir að leikmaðurinn verður frá keppni í að minnsta kosti 4-5 vikur og því verður að teljast ólíklegt að hann geti hjálpað liði sínu mikið á lokasprettinum í vor.

Breska pressan slúðrar enn um brottför Mourinho

Nokkur af bresku slúðurblöðunum eru uppfull af því í dag að dagar Jose Mourinho séu taldir hjá Chelsea. Roman Abramovic eigandi átti í gær 15 mínútna fund með öllum helstu forráðamönnum félagsins og hafa bresku blöðin slegið því upp á síðum sínum í dag að efni fundarins hafi verið að ráða nýjan þjálfara og að jafnvel verði fleiri en einn maður ráðinn í verkefnið.

300 milljónir punda fara í St. James´ Park

Forráðamenn Newcastle hafa tilkynnt áform sín um að verja 300 milljónum punda í endurbætur á heimavelli liðsins. Þar er stefnt á að koma 60,000 manns í sæti og reisa á glæsilegt lúxushótel við hlið vallarins. Fjármagn í verkefnið kemur alfarið frá félaginu sjálfu segir í fréttatilkynningu, en þetta mun ekki hafa áhrif á leikmannakaup liðsins.

Framkvæmdir á Stanley Park hefjast í maí

Liverpool hefur nú formlega fengið grænt ljós á að hefja framkvæmdir vegna Stanley Park leikvangsins, sem verður nýr heimavöllur liðsins. Eigendur félagsins áttu fund með borgaryfirvöldum í Liverpool og í kjölfarið er reiknað með því að byggingavinna hefjist í júní. Þetta útilokar formlega að grannarnir Liverpool og Everton reisi leikvang saman eins og talið er að hafi komið til greina. Stefnt er að opnun leikvangsins árið 2010.

Ensku leikmennirnir voru skelfingu lostnir

Enski landsliðsmaðurinn Luke Young segir að nokkrir af leikmönnum liðsins sem ekki tóku þátt í leiknum við Andorra á dögunum hafi óttast um öryggi sitt á leiknum við Andorra á miðvikudaginn.

Tottenham í sjötta sæti eftir fimmta sigurinn í röð

Tottenham vann í dag verðskuldaðan sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni 1-0 með marki Robbie Keane úr vítaspyrnu. Hafi vítaspyrnudómurinn verið umdeildur, voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fóru að venju illa með fjölda dauðafæra. Tottenham er komið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð og mætir Chelsea í næstu umferð. Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum.

Ívar byrjar gegn Tottenham

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem sækir Tottenham heim á White Hart Lane klukkan 15. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading.

McClaren: Ég læt ekki flæma mig burt

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki ætla að láta neikvæða gagnrýni og hatursfulla stuðningsmenn flæma sig á brott úr starfi. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að segja starfi sínu lausu á erfiðri síðustu viku.

Hughes: United verður ekki stöðvað

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið verði ekki stöðvað á leið sinni að enska meistaratitlinum eftir stórsigur á lærisveinum hans í gær, 4-1.

Tottenham yfir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Reading í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé en vítaspyrnudómurinn var nokkuð loðinn. Leikurinn hefur verið fjörlegur og ættu bæði lið með öllu að hafa skorað 2-3 mörk hvort.

Sjá næstu 50 fréttir