Fleiri fréttir United var tveimur mínútum frá titlinum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi að líklega hafi Manchester United verið tveimur mínútum frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn í dag. Chelsea tryggði sér sigur á Watford á elleftu stundu með marki Salomon Kalou og stjórinn sagði að líklega hefði jafntefli þýtt að lið sitt hefði ekki geta náð United að stigum. 31.3.2007 21:00 Ferguson: Einn besti leikur okkar í vetur Sir Alex Ferguson var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið burstaði Blackburn 4-1 eftir að fara 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik. 31.3.2007 20:54 Wenger: Liverpool átti meira en skilið að vinna Arsene Wenger stjóri Arsenal sagði Liverpool hafa verðskuldað 4-1 sigurinn á hans mönnum í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði varnarleik sinna manna hafa verið skelfilegan. 31.3.2007 20:48 Kalou tryggði Chelsea sigur á elleftu stundu Framherjinn Salomon Kalou var hetja Chelsea í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur á botnliði Watford í ensku úrvalsdeildinni. Kalou skoraði sigurmark meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og því er munurinn á Chelsea og Man Utd enn sex stig eftir leiki dagsins. 31.3.2007 18:16 Vidic frá í mánuð Manchester United varð fyrir miklu áfalli í dag þegar varnarmaðurinn sterki Nemanja Vidic datt illa í leiknum gegn Blackburn og fór úr axlarlið. Hann verður frá í einar fjórar vikur vegna þessa og verður því væntanlega ekki mikið meira með liði United á mikilvægum lokasprettinum í vor. 31.3.2007 16:16 United hrökk í gang í síðari hálfleik Manchester United heldur stöðu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið burstaði Blackburn 4-1 í dag eftir að hafa verið undir á heimavelli í hálfleik. West Ham vann gríðarlega mikilvægan sigur á Middlesbrough á heimavelli 2-0 og Hermann Hreiðarsson fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Charlton mikivæg 3 stig í botnbaráttunni. 31.3.2007 15:59 West Ham í góðum málum - United undir Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham er í góðum málum gegn Middlesbrough og hefur yfir 2-0 gegn Middlesbrough. Manchester United er undir 1-0 á heimavelli gegn Blackburn og Portsmouth er yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham. Markaskorara má finna á boltavaktinni. 31.3.2007 14:52 Eggert Magnússon: Lækkum ekki miðaverð Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að lækka miðaverð á leiki West Ham þó nokkur önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hafi gripið til þess ráðs að undanförnu. Nokkur félög hafa þar að auki ákveðið að frysta miðaverð fyrir næstu leiktíð, en Eggert segir stuðningsmenn West Ham vera með næst hæstu meðaltekjur stuðninsmanna í ensku úrvalsdeildinni og því sjái hann ekki ástæðu til að lækka verðið. 31.3.2007 14:32 Ólíklegt að West Ham verði refsað Að öllum lílindum verða ekki dregin stig í refsiskyni af West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og gefið hefur verið í skyn. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur undanfarið rannsakað leikmannaskipti Argentínumannanna Javier Mascherano og Carlos Tevez frá Brasilíu til West Ham í ágúst síðastliðnum en þar þykir ekki allt með felldu. 31.3.2007 14:29 Crouch með þrennu í stórsigri Liverpool Peter Crouch sneri aftur í lið Liverpool með tilþrifum í dag þegar hann skoraði þrennu í stórsigri liðsins á Arsenal á Anfield 4-1. Daniel Agger var einnig á skotskónum fyrir heimamenn en William Gallas minnkaði muninn fyrir Arsenal. 31.3.2007 13:53 Robben í hnéuppskurð Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben verður tæplega meira með Chelsea á leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð á hné. Ákveðið var að hann færi undir hnífinn eftir að hann kom úr landsleikjunum með Hollendingum á föstudaginn. Þessi tíðindi hafa skiljanlega vakið litla hrifningu hjá knattspyrnustjóra Chelsea, sem þykir blóðugt að fá hann meiddan heim eftir að hann spilaði 90 mínútur fyrir þjóð sína á miðvikudag. 31.3.2007 12:52 Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn leggjalangi Peter Crouch sem skoraði bæði mörk heimamanna sem eru komnir í vænlega stöðu. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar en Arsenal í þriðja. 31.3.2007 12:31 Riise lýstur gjaldþrota í Liverpool Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur verið lýstur gjaldþrota af dómstól í Bítlaborginni vegna þess að hann skuldar um 100 þúsund pund, eða jafnvirði um 13 milljóna dala. 30.3.2007 11:39 Van Persie varla meira með á tímabilinu Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur líklegt að Hollendingurinn Robin van Persie verði frá það sem eftir er leiktímabils vegna meiðsla. Van Persie slasaðist á rist þegar hann jafnaði leikinn í viðureign Arsenal og Manchester United í janúar síðastliðnum. 30.3.2007 10:57 Barwick kemur McClaren til varnar Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að þó stuðningsmenn enska landsliðsins hafi fullan rétt til að tjá sig, sé stór munur á gagnrýni og svívirðingum. Stuðningsmenn enska liðsins hafa heimtað höfuð Steve McClaren á fati eftir ósannfærandi spilamennsku liðsins undanfarið. 29.3.2007 19:00 Allardyce útilokar ekki að selja Anelka Sam Allardyce stjóri Bolton segir ekki útilokað að félagið selji framherjann Nicolas Anelka í sumar. Anelka vill ólmur fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og er því ekki hrifinn af því að vera mikið lengur hjá Bolton. Anelka er enda vanur að stoppa stutt þegar hann skiptir um félög. 29.3.2007 18:45 Verð í sigurvímu í hálfan mánuð Framherjinn David Nugent segist eiga von á því að verða í sigurvímu næsta hálfa mánuðinn eftir að hann afrekaði að skora mark í sínum fyrsta landsleik fyrir aðallið Englendinga gegn Andorra í gærkvöld. Nugent leikur með Preston í ensku 1. deildinni. 29.3.2007 18:15 Eggert sér ekki eftir neinu Breska blaðið The Sun hefur eftir Eggerti Magnússyni að hann sjái alls ekki eftir því að hafa keypt úrvalsdeildarliðið West Ham þó útlit sé fyrir að það falli í 1. deild í vor. Hann segir að viðskiptahliðin á félaginu hafi komið sér á óvart. 29.3.2007 14:16 Ribery til Arsenal í sumar? Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur lengi verið einn eftirsóttasti knattspyrnumaður Evrópu. Nú er hann sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal og gengur til liðs við Lundúnaliðið í sumar. The Times greinir frá þessu í dag. 29.3.2007 11:59 Hermann Hreiðars: Við getum bjargað okkur Hermann Hreiðarsson segir lið sitt Charlton vel geta bjargað sér frá falli í 1. deildina á Englandi. Liðið virtist dæmt til að falla úr úrvalsdeildinni fyrir áramót, en hefur heldur rétt úr kútnum á síðustu vikum undir stjórn Alan Pardew. 28.3.2007 12:45 90% svarenda vildu reka McClaren Breska blaðið Sun birti í dag niðurstöðu úr skoðanakönnun sem það framkvæmdi eftir leik Englendinga og Ísraela á dögunum. Þar var spurt hvort landsliðsþjálfarinn Steve McClaren væri rétti maðurinn til að stýra liðinu og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Tæplega 90% aðspurðra vildu að hann yrði rekinn og aðeins 232 af 2055 vildu að hann yrði áfram í starfi. 27.3.2007 20:37 Neville frá í sex vikur? Breskir fjölmiðlar fullyrtu í dag að Gary Neville, fyrirliði Manchester United, yrði frá keppni í að minnsta kosti sex vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í leik gegn Bolton fyrir tíu dögum síðan. Þetta þýddi að Neville missti af mjög mikilvægum leikjum United á lokasprettinum í vor, þar sem framundan eru mikilvægir leikir í deild, bikar og Evrópukeppni. 27.3.2007 18:23 Rossi vill klára samninginn hjá Man Utd Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi hjá Manchester United segist vilja klára samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa verið í láni í allan vetur. Hann fékk lítið sem ekkert að spila með Newcastle þar sem hann var í láni fram að áramótum og er nú að gera góða hluti með Parma í heimalandinu. 27.3.2007 18:01 Mido íhugar að fara frá Tottenham Framherjinn Mido hjá Tottenham segist vilja fara frá félaginu ef hann fái ekki að spila meira en verið hefur í vetur. Mido er sem stendur fjórði framherjinn í goggunarröð þjálfarans Martin Jol á eftir þeim Dimitar Berbatov, Robbie Keane og Jermain Defoe. 27.3.2007 17:56 Arsenal og Chelsea sektuð Arsenal og Chelsea voru í dag sektuð um 100,000 pund hvort vegna ólátanna sem urðu á úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum. Bæði félög fengu líka aðvörun frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins, en uppúr sauð undir lok leiksins og setti það dökkan blett á annars ágætan leik. 27.3.2007 14:27 Úrslitaleikurinn verður á Wembley Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag formlega að úrslitaleikurinn í enska bikarnum í vor færi fram á nýja Wembley leikvangnum í London þann 19. maí. Afhending mannvirkisins hefur tafist mikið og farið langt fram úr fjárhagsáætlun, en nú er útlit fyrir að enskir þurfi ekki lengur að halda úrslitaleiki sína í Cardiff eins og verið hefur. 27.3.2007 14:22 Yfirtakan í Liverpool formlega komin í gegn Fyrirtæki Bandaríkjamannanna George Gillett og Tom Hicks hefur nú formlega klárað yfirtökuna í enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Félagið heitir Kop Football Limited og á nú 98,6% hlut í Liverpool. 27.3.2007 14:19 Foster ætlaði að hætta Ben Foster, markvörður Man. Utd. og enska landsliðsins, segist hafa íhugað alvarlega að leggja hanskana á hilluna skömmu áður en Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa sig. Foster, sem hefur staðið sig frábærlega sem lánsmaður hjá Watford í vetur, var á mála hjá Stoke áður þar sem hann fékk engin tækifæri. 26.3.2007 19:45 Ronaldo: Ég er einn af þeim bestu Cristiano Ronaldo leiðist ekki að tala um eigið ágæti sem knattspyrnumaður þessa dagana. Ekki er langt síðan hann titlaði sjálfan sig sem “of góðan” og eftir að hafa skorað tvö mörk fyrir Portúgal gegn Belgum um helgina sagði Ronaldo við portúgalska fjölmiðla að hann væri einn af besti leikmönnum í heimi. 26.3.2007 15:30 Fabregas: Tímabilið er klúður Cesc Fabregas, hinn 19 ára gamli miðjumaður Arsenal, hefur viðurkennt að tímabilið í ár hafi verið klúður. Fabregas segir það óásættanlegt fyrir lið á borð við Arsenal að eiga ekki möguleika á neinum titlum á þessum tímapunkti leiktíðarinnar. 26.3.2007 14:30 Man. Utd. á eftir Deco og Richards? Ensku slúðurblöðin greina frá því í morgun að Alex Ferguson ætli að fá þá Deco, leikmann Barcelona, og Micah Richards hjá Manchester City til Old Trafford á næstu leiktíð. Deco er sagður orðinn leiður á tilverunni í Katalóníu og vill nýja áskorun, en Richards yrði aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að fara frá Man. City yfir til erkifjendanna í Man. Utd. 25.3.2007 20:00 Arsenal fylgist með viðræðum Klose og Werder Bremen Forráðamenn Arsenal eru sagðir fylgjast vel með gangi mála í viðræðum Miroslav Klose og Werder Bremen um nýjan samning þýska landsliðsmannsins við félagið. Enn sem komið er hefur viðræðunum þokast hægt áfram og segja nokkur ensku blaðanna í morgun að Arsenal hyggist bjóða fimm milljónir punda í Klose ef samningar náist ekki. 25.3.2007 16:30 Adebayor var hótað lífláti Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, er ekki viss um hvort hann hafi hug á að spila fyrir þjóð sína aftur eftir að hafa fengið lífslátshótanir fyrir landsleik Togo og Sierra Leone í Afríkukeppninni í gær. Adebayor segir að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað hinu versta ef hann hefði ekki spilað leikinn. 25.3.2007 15:16 Terry segir McLaren hafa verið brjálaðan John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur greint frá því að þjálfarinn Steve McLaren hafði verið æfur út í leikmenn liðsins eftir markalausa jafnteflið gegn Ísrael í gær. Terry kveðst ánægður með hárblástur McLaren og segir leikmann hafa átt skammarræðuna skilið. 25.3.2007 14:39 Corradi: Manchester City er martröð Ítalski sóknarmaðurinn Bernardo Corradi fer ekki fögrum orðum um stjóra sinn Stuart Pearce í enskum fjölmiðlum í morgun og lýsir sínu fyrsta tímabili á Englandi sem “lifandi martröð”. Corradi kom til Manchester City frá Valencia síðasta sumar og hefur átt erfitt uppdráttar í ensku deildinni. Hann segir Pearce skorta tekníska þekkingu til að ná árangri. 25.3.2007 13:24 McLaren: Við verðum að skora mörk Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki ánægður með framgöngu sinna manna fyrir framan marka Ísraela í viðureign þjóðanna í undankeppni EM í gærkvöldi. Enska liðið var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum lengst af en gekk illa að skapa sér færi gegn vel skipulagðri vörn Ísraela. 25.3.2007 13:00 Defoe vill fá fleiri tækifæri Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur viðurkennt að hann sé svekktur með hversu fá tækifæri hann hafi fengið með enska landsliðinu í gegnum tíðina. Búist er við því að það verði Andy Johnson sem spili við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu enska liðsins gegn Ísrael í dag, sem þýðir að Defoe þarf að taka sér sæti á bekknum - eins og svo oft áður. 24.3.2007 16:21 55 þúsund manns mættu á Wembley 55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma. 24.3.2007 15:08 Owen fer ekki fet Glenn Roeder, þjálfari Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle, en enski sóknarmaðurinn var sagður óánægður í enskum fjölmiðlum um að liðið spili ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og þarf kraftaverk til að komast í Evrópukeppni en Roeder segir Owen ekki óánægðan í herbúðum liðsins. 24.3.2007 13:20 Terry vill meiri samheldni John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins verði að spila fyrir þjóð sína á sama hátt og þeir spili fyrir félagslið sín. Enska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum sínum en það mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. 24.3.2007 13:02 Pearce vill meiri aura Stuart Pearce stjóri Manchester City hefur kallað á stjórn félagsins að dæla meiri peningum í liðið svo það geti verið samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur valdið vonbrigðum í vetur og er það í fallbaráttu. 22.3.2007 19:00 Redknapp sektaður Harry Redknapp stjóri Portsmouth var í dag sektaður og aðvaraður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar sinnar eftir leik liðsins við Manchester City í síðasta mánuði. 22.3.2007 18:45 Rijkaard í stað Mourinho strax í vor? Enska blaðið Independent segir að Hollendingurinn Frank Rijkaard sé efstur á óskalista Romans Abramovic sem næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Það er ekki bara í tilhugalífi Romans sem gustar því sambúðin við Jose Mourniho þykir stormasöm. Jason Burt blaðamaður Independent reiknar með því að Abramovic reki Mourinho í sumar. 22.3.2007 11:36 Benítez fer hvergi Bandaríkjamennirnir Gillett og Hicks sem keyptu Liverpool á dögunum sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um knattspyrnustjórann Rafa Benitez. Benitez er eftirsóttur og forystumenn Real Madríd sagðir ólmir vilja fá hann til þess að stýra Madrídarskútunni. 22.3.2007 10:11 Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. 22.3.2007 08:01 Sjá næstu 50 fréttir
United var tveimur mínútum frá titlinum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi að líklega hafi Manchester United verið tveimur mínútum frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn í dag. Chelsea tryggði sér sigur á Watford á elleftu stundu með marki Salomon Kalou og stjórinn sagði að líklega hefði jafntefli þýtt að lið sitt hefði ekki geta náð United að stigum. 31.3.2007 21:00
Ferguson: Einn besti leikur okkar í vetur Sir Alex Ferguson var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið burstaði Blackburn 4-1 eftir að fara 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik. 31.3.2007 20:54
Wenger: Liverpool átti meira en skilið að vinna Arsene Wenger stjóri Arsenal sagði Liverpool hafa verðskuldað 4-1 sigurinn á hans mönnum í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði varnarleik sinna manna hafa verið skelfilegan. 31.3.2007 20:48
Kalou tryggði Chelsea sigur á elleftu stundu Framherjinn Salomon Kalou var hetja Chelsea í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur á botnliði Watford í ensku úrvalsdeildinni. Kalou skoraði sigurmark meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og því er munurinn á Chelsea og Man Utd enn sex stig eftir leiki dagsins. 31.3.2007 18:16
Vidic frá í mánuð Manchester United varð fyrir miklu áfalli í dag þegar varnarmaðurinn sterki Nemanja Vidic datt illa í leiknum gegn Blackburn og fór úr axlarlið. Hann verður frá í einar fjórar vikur vegna þessa og verður því væntanlega ekki mikið meira með liði United á mikilvægum lokasprettinum í vor. 31.3.2007 16:16
United hrökk í gang í síðari hálfleik Manchester United heldur stöðu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið burstaði Blackburn 4-1 í dag eftir að hafa verið undir á heimavelli í hálfleik. West Ham vann gríðarlega mikilvægan sigur á Middlesbrough á heimavelli 2-0 og Hermann Hreiðarsson fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Charlton mikivæg 3 stig í botnbaráttunni. 31.3.2007 15:59
West Ham í góðum málum - United undir Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham er í góðum málum gegn Middlesbrough og hefur yfir 2-0 gegn Middlesbrough. Manchester United er undir 1-0 á heimavelli gegn Blackburn og Portsmouth er yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham. Markaskorara má finna á boltavaktinni. 31.3.2007 14:52
Eggert Magnússon: Lækkum ekki miðaverð Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að lækka miðaverð á leiki West Ham þó nokkur önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hafi gripið til þess ráðs að undanförnu. Nokkur félög hafa þar að auki ákveðið að frysta miðaverð fyrir næstu leiktíð, en Eggert segir stuðningsmenn West Ham vera með næst hæstu meðaltekjur stuðninsmanna í ensku úrvalsdeildinni og því sjái hann ekki ástæðu til að lækka verðið. 31.3.2007 14:32
Ólíklegt að West Ham verði refsað Að öllum lílindum verða ekki dregin stig í refsiskyni af West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og gefið hefur verið í skyn. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur undanfarið rannsakað leikmannaskipti Argentínumannanna Javier Mascherano og Carlos Tevez frá Brasilíu til West Ham í ágúst síðastliðnum en þar þykir ekki allt með felldu. 31.3.2007 14:29
Crouch með þrennu í stórsigri Liverpool Peter Crouch sneri aftur í lið Liverpool með tilþrifum í dag þegar hann skoraði þrennu í stórsigri liðsins á Arsenal á Anfield 4-1. Daniel Agger var einnig á skotskónum fyrir heimamenn en William Gallas minnkaði muninn fyrir Arsenal. 31.3.2007 13:53
Robben í hnéuppskurð Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben verður tæplega meira með Chelsea á leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð á hné. Ákveðið var að hann færi undir hnífinn eftir að hann kom úr landsleikjunum með Hollendingum á föstudaginn. Þessi tíðindi hafa skiljanlega vakið litla hrifningu hjá knattspyrnustjóra Chelsea, sem þykir blóðugt að fá hann meiddan heim eftir að hann spilaði 90 mínútur fyrir þjóð sína á miðvikudag. 31.3.2007 12:52
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn leggjalangi Peter Crouch sem skoraði bæði mörk heimamanna sem eru komnir í vænlega stöðu. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar en Arsenal í þriðja. 31.3.2007 12:31
Riise lýstur gjaldþrota í Liverpool Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur verið lýstur gjaldþrota af dómstól í Bítlaborginni vegna þess að hann skuldar um 100 þúsund pund, eða jafnvirði um 13 milljóna dala. 30.3.2007 11:39
Van Persie varla meira með á tímabilinu Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur líklegt að Hollendingurinn Robin van Persie verði frá það sem eftir er leiktímabils vegna meiðsla. Van Persie slasaðist á rist þegar hann jafnaði leikinn í viðureign Arsenal og Manchester United í janúar síðastliðnum. 30.3.2007 10:57
Barwick kemur McClaren til varnar Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að þó stuðningsmenn enska landsliðsins hafi fullan rétt til að tjá sig, sé stór munur á gagnrýni og svívirðingum. Stuðningsmenn enska liðsins hafa heimtað höfuð Steve McClaren á fati eftir ósannfærandi spilamennsku liðsins undanfarið. 29.3.2007 19:00
Allardyce útilokar ekki að selja Anelka Sam Allardyce stjóri Bolton segir ekki útilokað að félagið selji framherjann Nicolas Anelka í sumar. Anelka vill ólmur fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og er því ekki hrifinn af því að vera mikið lengur hjá Bolton. Anelka er enda vanur að stoppa stutt þegar hann skiptir um félög. 29.3.2007 18:45
Verð í sigurvímu í hálfan mánuð Framherjinn David Nugent segist eiga von á því að verða í sigurvímu næsta hálfa mánuðinn eftir að hann afrekaði að skora mark í sínum fyrsta landsleik fyrir aðallið Englendinga gegn Andorra í gærkvöld. Nugent leikur með Preston í ensku 1. deildinni. 29.3.2007 18:15
Eggert sér ekki eftir neinu Breska blaðið The Sun hefur eftir Eggerti Magnússyni að hann sjái alls ekki eftir því að hafa keypt úrvalsdeildarliðið West Ham þó útlit sé fyrir að það falli í 1. deild í vor. Hann segir að viðskiptahliðin á félaginu hafi komið sér á óvart. 29.3.2007 14:16
Ribery til Arsenal í sumar? Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur lengi verið einn eftirsóttasti knattspyrnumaður Evrópu. Nú er hann sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal og gengur til liðs við Lundúnaliðið í sumar. The Times greinir frá þessu í dag. 29.3.2007 11:59
Hermann Hreiðars: Við getum bjargað okkur Hermann Hreiðarsson segir lið sitt Charlton vel geta bjargað sér frá falli í 1. deildina á Englandi. Liðið virtist dæmt til að falla úr úrvalsdeildinni fyrir áramót, en hefur heldur rétt úr kútnum á síðustu vikum undir stjórn Alan Pardew. 28.3.2007 12:45
90% svarenda vildu reka McClaren Breska blaðið Sun birti í dag niðurstöðu úr skoðanakönnun sem það framkvæmdi eftir leik Englendinga og Ísraela á dögunum. Þar var spurt hvort landsliðsþjálfarinn Steve McClaren væri rétti maðurinn til að stýra liðinu og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Tæplega 90% aðspurðra vildu að hann yrði rekinn og aðeins 232 af 2055 vildu að hann yrði áfram í starfi. 27.3.2007 20:37
Neville frá í sex vikur? Breskir fjölmiðlar fullyrtu í dag að Gary Neville, fyrirliði Manchester United, yrði frá keppni í að minnsta kosti sex vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í leik gegn Bolton fyrir tíu dögum síðan. Þetta þýddi að Neville missti af mjög mikilvægum leikjum United á lokasprettinum í vor, þar sem framundan eru mikilvægir leikir í deild, bikar og Evrópukeppni. 27.3.2007 18:23
Rossi vill klára samninginn hjá Man Utd Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi hjá Manchester United segist vilja klára samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa verið í láni í allan vetur. Hann fékk lítið sem ekkert að spila með Newcastle þar sem hann var í láni fram að áramótum og er nú að gera góða hluti með Parma í heimalandinu. 27.3.2007 18:01
Mido íhugar að fara frá Tottenham Framherjinn Mido hjá Tottenham segist vilja fara frá félaginu ef hann fái ekki að spila meira en verið hefur í vetur. Mido er sem stendur fjórði framherjinn í goggunarröð þjálfarans Martin Jol á eftir þeim Dimitar Berbatov, Robbie Keane og Jermain Defoe. 27.3.2007 17:56
Arsenal og Chelsea sektuð Arsenal og Chelsea voru í dag sektuð um 100,000 pund hvort vegna ólátanna sem urðu á úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum. Bæði félög fengu líka aðvörun frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins, en uppúr sauð undir lok leiksins og setti það dökkan blett á annars ágætan leik. 27.3.2007 14:27
Úrslitaleikurinn verður á Wembley Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag formlega að úrslitaleikurinn í enska bikarnum í vor færi fram á nýja Wembley leikvangnum í London þann 19. maí. Afhending mannvirkisins hefur tafist mikið og farið langt fram úr fjárhagsáætlun, en nú er útlit fyrir að enskir þurfi ekki lengur að halda úrslitaleiki sína í Cardiff eins og verið hefur. 27.3.2007 14:22
Yfirtakan í Liverpool formlega komin í gegn Fyrirtæki Bandaríkjamannanna George Gillett og Tom Hicks hefur nú formlega klárað yfirtökuna í enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Félagið heitir Kop Football Limited og á nú 98,6% hlut í Liverpool. 27.3.2007 14:19
Foster ætlaði að hætta Ben Foster, markvörður Man. Utd. og enska landsliðsins, segist hafa íhugað alvarlega að leggja hanskana á hilluna skömmu áður en Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa sig. Foster, sem hefur staðið sig frábærlega sem lánsmaður hjá Watford í vetur, var á mála hjá Stoke áður þar sem hann fékk engin tækifæri. 26.3.2007 19:45
Ronaldo: Ég er einn af þeim bestu Cristiano Ronaldo leiðist ekki að tala um eigið ágæti sem knattspyrnumaður þessa dagana. Ekki er langt síðan hann titlaði sjálfan sig sem “of góðan” og eftir að hafa skorað tvö mörk fyrir Portúgal gegn Belgum um helgina sagði Ronaldo við portúgalska fjölmiðla að hann væri einn af besti leikmönnum í heimi. 26.3.2007 15:30
Fabregas: Tímabilið er klúður Cesc Fabregas, hinn 19 ára gamli miðjumaður Arsenal, hefur viðurkennt að tímabilið í ár hafi verið klúður. Fabregas segir það óásættanlegt fyrir lið á borð við Arsenal að eiga ekki möguleika á neinum titlum á þessum tímapunkti leiktíðarinnar. 26.3.2007 14:30
Man. Utd. á eftir Deco og Richards? Ensku slúðurblöðin greina frá því í morgun að Alex Ferguson ætli að fá þá Deco, leikmann Barcelona, og Micah Richards hjá Manchester City til Old Trafford á næstu leiktíð. Deco er sagður orðinn leiður á tilverunni í Katalóníu og vill nýja áskorun, en Richards yrði aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að fara frá Man. City yfir til erkifjendanna í Man. Utd. 25.3.2007 20:00
Arsenal fylgist með viðræðum Klose og Werder Bremen Forráðamenn Arsenal eru sagðir fylgjast vel með gangi mála í viðræðum Miroslav Klose og Werder Bremen um nýjan samning þýska landsliðsmannsins við félagið. Enn sem komið er hefur viðræðunum þokast hægt áfram og segja nokkur ensku blaðanna í morgun að Arsenal hyggist bjóða fimm milljónir punda í Klose ef samningar náist ekki. 25.3.2007 16:30
Adebayor var hótað lífláti Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, er ekki viss um hvort hann hafi hug á að spila fyrir þjóð sína aftur eftir að hafa fengið lífslátshótanir fyrir landsleik Togo og Sierra Leone í Afríkukeppninni í gær. Adebayor segir að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað hinu versta ef hann hefði ekki spilað leikinn. 25.3.2007 15:16
Terry segir McLaren hafa verið brjálaðan John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur greint frá því að þjálfarinn Steve McLaren hafði verið æfur út í leikmenn liðsins eftir markalausa jafnteflið gegn Ísrael í gær. Terry kveðst ánægður með hárblástur McLaren og segir leikmann hafa átt skammarræðuna skilið. 25.3.2007 14:39
Corradi: Manchester City er martröð Ítalski sóknarmaðurinn Bernardo Corradi fer ekki fögrum orðum um stjóra sinn Stuart Pearce í enskum fjölmiðlum í morgun og lýsir sínu fyrsta tímabili á Englandi sem “lifandi martröð”. Corradi kom til Manchester City frá Valencia síðasta sumar og hefur átt erfitt uppdráttar í ensku deildinni. Hann segir Pearce skorta tekníska þekkingu til að ná árangri. 25.3.2007 13:24
McLaren: Við verðum að skora mörk Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki ánægður með framgöngu sinna manna fyrir framan marka Ísraela í viðureign þjóðanna í undankeppni EM í gærkvöldi. Enska liðið var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum lengst af en gekk illa að skapa sér færi gegn vel skipulagðri vörn Ísraela. 25.3.2007 13:00
Defoe vill fá fleiri tækifæri Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur viðurkennt að hann sé svekktur með hversu fá tækifæri hann hafi fengið með enska landsliðinu í gegnum tíðina. Búist er við því að það verði Andy Johnson sem spili við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu enska liðsins gegn Ísrael í dag, sem þýðir að Defoe þarf að taka sér sæti á bekknum - eins og svo oft áður. 24.3.2007 16:21
55 þúsund manns mættu á Wembley 55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma. 24.3.2007 15:08
Owen fer ekki fet Glenn Roeder, þjálfari Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle, en enski sóknarmaðurinn var sagður óánægður í enskum fjölmiðlum um að liðið spili ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og þarf kraftaverk til að komast í Evrópukeppni en Roeder segir Owen ekki óánægðan í herbúðum liðsins. 24.3.2007 13:20
Terry vill meiri samheldni John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins verði að spila fyrir þjóð sína á sama hátt og þeir spili fyrir félagslið sín. Enska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum sínum en það mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. 24.3.2007 13:02
Pearce vill meiri aura Stuart Pearce stjóri Manchester City hefur kallað á stjórn félagsins að dæla meiri peningum í liðið svo það geti verið samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur valdið vonbrigðum í vetur og er það í fallbaráttu. 22.3.2007 19:00
Redknapp sektaður Harry Redknapp stjóri Portsmouth var í dag sektaður og aðvaraður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar sinnar eftir leik liðsins við Manchester City í síðasta mánuði. 22.3.2007 18:45
Rijkaard í stað Mourinho strax í vor? Enska blaðið Independent segir að Hollendingurinn Frank Rijkaard sé efstur á óskalista Romans Abramovic sem næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Það er ekki bara í tilhugalífi Romans sem gustar því sambúðin við Jose Mourniho þykir stormasöm. Jason Burt blaðamaður Independent reiknar með því að Abramovic reki Mourinho í sumar. 22.3.2007 11:36
Benítez fer hvergi Bandaríkjamennirnir Gillett og Hicks sem keyptu Liverpool á dögunum sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um knattspyrnustjórann Rafa Benitez. Benitez er eftirsóttur og forystumenn Real Madríd sagðir ólmir vilja fá hann til þess að stýra Madrídarskútunni. 22.3.2007 10:11
Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. 22.3.2007 08:01