Fleiri fréttir

Hólmar Örn: Gaman að koma aftur á sinn gamla heimavöll

Hólmar Örn Rúnarsson miðjumaður FH-inga sagðist í samtali við blaðamann vera ósáttur við það að missa niður forskot á seinusti andartökum leiksins en að sama skapi þótt honum gaman að koma aftur á sinn gamla heimavöll og kljást við fyrrum liðsfélaga.

Gummi Ben: Þetta var þolinmæðisvinna

Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks var hress að leik loknum. "Þetta var nauðsynlegt eftir tvö töp í byrjun að ná í þrjá punkta. Þetta var smá strögl en menn sýndu þolinmæði og voru ekkert að flýta sér um of. “

Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma.

Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma.

Andri Marteinsson: Stóðumst prófið þrátt fyrir tap

Andri Marteinsson þjálfari Víkings, var alls ekki ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn KR í gærkvöld. „Þetta var ákveðið próf sem við þreyttum hér í dag. Mér fannst við standa okkur vel þó við höfum tapað. Mínir menn gerðu hluti sem var fyrir þá lagt og þeir lögðu sig fram,“ sagði Andri.

Rúnar Kristinsson: Vorum mun betri

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum hæst ánægður með stigin þrjú sem KR sótti í Víkina. „Frábær stig að sækja hingað á Víkingsvöll. Það er erfitt að koma hingað og mæta vel skipulögðu Víkingsliði. Við þurftum eins og alltaf að gefa okkur alla í leikinn. Við sækjum ekki þrjú stig í neinum leik í Íslandsmótinu án þess að hafa fyrir því. Ég er mjög ánægður með að sækja þrjú stig hingað og halda hreinu,“ sagði Rúnar.

Þorvaldur: Menn voru að leggja sig fram hér í kvöld

„Ég er nokkuð ánægður að hafa haldið markinu hreinu og náð í þetta fyrsta stig,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn við Fylkismenn í kvöld. Fram gerði markalaust jafntefli við Fylki í Árbænum í nokkuð bragðdaufum leik.

Ólafur: Jafntefli sanngjörn úrslit

„Mér fannst við ekki verðskulda neitt annað en eitt stig út úr þessum leik,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. Fylkir gerði 0-0 jafntefli við Fram í heldur tíðindalitlum leik.

Jón Orri: Ætluðum okkar þrjú stig hér í kvöld

„Það er vissulega jákvætt að fá sitt fyrsta stig , en virkilega svekkjandi að ná ekki í þau öll,“ sagði Jón Orri Ólafsson, leikmaður Fram, eftir jafnteflið í Árbænum í kvöld.

Halldór Orri: Heimavallargryfja hvað?

"Það er varla hægt að kalla þetta gryfju þegar þeir hafa ekki spilað neinn leik hérna, án þess þó að gera lítið úr Þórsurum," sagði Halldór Orri Björnsson, stjörnumaður, spakur eftir sigurinn á Þór í kvöld.

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna

Íslandsmeistarar Breiðabliks fögnuðu fyrsta sigri sínum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu vel og innilega í kvöld en Grindvíkingar fóru tómhentir heim. Marki undir og manni fleiri þurftu Blikar að vera þolinmóðir í aðgerðum sínum og þolinmæðin skilaði að lokum árangri.

Umfjöllun: Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli

Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn.

Umfjöllun: KR vann Reykjavíkurslaginn í Víkinni

KR gerði góða ferð í Víkina í kvöld þar sem liðið vann 2-0 sigur á Víkingum í miklum baráttuleik sem þó var aldrei grófur. KR var 1-0 yfir í hálfleik. KR er komið á toppinn í Pepsi-deildinni með sigrinum.

Umfjöllun: Grétar tryggði Keflavík stig gegn FH

Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig.

Yfirlýsing frá Val: Valur hefur í engu brotið reglur KSÍ

Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunnar fjölmiðla um formlega kvörtun KR-inga til KSÍ vegna afskipta þjálfara Vals af Ingólfi Sigurðssyni, Ingólfur er samningsbundinn KR en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Vals, hafi skipt sér fullmikið af máli Ingólfs sem vill losna frá KR.

Saka Frey um óheiðarleg vinnbrögð

Hinn 18 ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðsson, setti allt á loft upp í Vesturbænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sér frá KR.

Guðjón: Fór í Val til að bæta mig sem fótboltamann

Valsmaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er besti leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Guðjón Pétur átti mjög góðan leik í 2-0 sigri Vals í Grindavík og skoraði flottasta mark umferðarinnar. Guðjón er búin að skora í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum i Valsbúningum og Valsmenn eru einir á toppnum með fullt hús.

Stórhættulegt að kalla dómara "steik"

Íslenskir dómarar virðast taka það mjög nærri sér að vera kallaðir "steik". Það hefur nú gerst í annað sinn að leikmaður fær rauða spjaldið fyrir að kalla dómara steik.

Völsungur verður að kaupa varabúning

Þó svo Völsungur frá Húsavík hafi fagnað bikardrættinum í dag, er liðið dróst gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks, þá skapaði drátturinn einnig ákveðið vandamál fyrir félagið.

KR-ingar vilja ekki lána Ingólf í Pepsi-deildina

Ingólfur Sigurðsson staðfesti það við Íþróttadeild Stöðvar 2 að hann vilji losna frá KR sem allra fyrst. Ingólfur setti inn harðorða færslu á twitter-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann ráðlagði ungum leikmönnum að halda sig frá KR. Ingólfur tók færsluna út tíu mínútum síðar en þá var hún komin út um allt.

Eyjamenn fá til sín sterkan miðjumann

Eyjamenn hafa ekki farið í felur með það að þeir vilja styrkja hópinn enn meira fyrir sumarið. Nú rétt í þessu var Bryan Hughes að semja við lið ÍBV, en hann lék til að mynda með Birmingham í átta ár.

Bikarmeistarar FH drógust gegn strákunum hans Óla Þórðar

Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla í fótbolta og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. 20 lið stóðu eftir þegar annarri umferð lauk í gærkvöldi og liðin tólf úr Pepsi-deild karla bættust síðan við í pottinn.

Pepsimörkin: Mörkin úr 2. umferð og rafmögnuð tónlist

Það er nóg um að vera í Pepsideild karla í fótbolta þessa dagana en 2. umferð lauk í gær og sú 3. fer fram á miðvikudaginn. Öll mörkin og tilþrifin úr leikjum helgarinnar voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gær og er hægt að sjá samantekt af því helsta með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Gunnar Jarl má ekki tjá sig í fjölmiðlum

Vísir hafði samband við Gunnar Jarl Jónsson knattspyrnudómara vegna ummæla Willums Þórs Þórssonar, þjálfara Keflavíkur, eftir leik liðsins gegn KR í gær.

Rúnar: Ásættanlegt stig

„Þetta er ásættanlegt stig sem við erum að fá hér í kvöld,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.

Willum: Sorgleg frammistaða hjá Gunnari

„Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld.

Kristján: Spiluðum skynsamlega

Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna var að vonum sáttur með 2-0 sigur sinna manna í rokinu í Grindavík í kvöld en Valsmenn eru eina liðið með fullt hús eftir tvær umferðir í Pepsi-deild karla.

Gunnleifur: Mun betra liðið

Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki FH-inga í dag enda var varnarlína FH-inga virkilega sterk gegn Blikum í kvöld.

Umfjöllun: Óskar Örn tryggði KR jafntefli í blálokin

Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur.

Bein netútvarpslýsing frá KR - Keflavík á visir.is

Þrír leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla í fótbolta og lýkur þar með 2. umferð. Fylgst verður með gangi mála í öllum leikjum kvöldsins á Boltavaktinni á visir.is og leikur FH og Breiðabliks verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Sjá næstu 50 fréttir