Umfjöllun: Óskar Örn tryggði KR jafntefli í blálokin Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2011 18:15 Óskar Örn Hauksson. Mynd/Vilhelm Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Keflvíkurliðið bakkaði mikið eftir að þeir komust yfir. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin þurftu greinilega smá tíma til að fóta sig. KR-ingar virkuðu samt sem áður ákveðnari og eftir um fimmtán mínútna leik fengu heimamenn fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason slapp einn í gegn eftir virkilega fína stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni, en Kjartan skaut naumlega framhjá. Nokkrum mínútum síðar vildi KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, virtist keyra niður Guðmund Reyni Gunnarsson, leikmann KR, innan vítateigs. Mjög umdeilt atvik, en Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og dæmdi einungis hornspyrnu. Eftir hálftíma leik fengu gestirnir fyrsta færið sitt í leiknum, en það var af dýrari gerðinni. Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, fékk boltann í lappirnar eftir skrautlegt skógarhlaup frá Hannesi Halldórssyni, markverði KR, en skot hans fór rétt yfir. Strax í kjölfarið geystust KR-ingar í sókn, Óskar Örn Hauksson spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga, og náði fínu skoti að markinu sem Ómar Jóhannsson varði vel. Staðan var því 0-0 í hálfleik og útlit fyrir fjörugri síðari hálfleik. Síðar hálfleikurinn hófst rétt eins og sá fyrri og liðin lengi í gang. Keflvíkingar hresstust við þegar leið á síðari hálfleikinn og eftir um korters leik þá kom fyrsta mark leiksins. Hilmar Geir Eiðsson skoraði virkilega laglegt mark eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Eftir mark Keflvíkinga fóru heimamenn í KR í gang og allt annað að sjá spilamennsku liðsins. Það ætlaði samt sem áður að reynast erfitt fyrir KR-inga að jafna metinn en tíu mínútum fyrir lok leiksins komst Guðjón Baldvinsson í algjört dauðafæri. Guðjón fékk boltann rétt fyrir framan mark Keflvíkinga, en náði ekki nægilega góðu skoti á markið og Ómar Jóhannesson varði vel í marki Keflvíkinga. Það var síðan á 90.mínútu leiksins þegar KR-ingar náðu loksins að skora og jafna leikinn. Þar var að verki óskar örn Hauksson sem kom boltanum framhjá Ómari í markinu eftir laglegt skot með hægri fæti. Keflvíkingar voru alls ekki sáttir við Gunnar Jarl ,dómara leiksins, en leikmaður liðsins lá óvígur eftir inn í vítateignum þegar jöfnunarmark KR kom. Keflvíkingar vildu síðan fá vítaspyrnu í restina þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, var sloppinn einn í gegn og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, leikmaður KR, náði að tækla leikmanninn niður. KR-ingar vildu meina að hann hafi aðeins tekið boltann og Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu. Umdeilt atvik undir lok leiksins, en jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða. KR 1 – 1 Keflavík - tölfræðin í leiknum0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Gunnar Jarl Jónsson - 6 Skot (á mark): 9 - 4 (5-1) Varin skot: Hannes 0– 4 Ómar Horn: 6 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 14 – 7 Rangstöður: 1- 1KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 * maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Guðjón Baldvinsson 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86. Grétar Ólafur Hjartarson - ) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (76. Magnús Sverrir Þorsteinsson - ) Magnús Þórir Matthíasson 6 Guðmundur Steinarsson 7 (88. Bojan Stefán Ljubicic - ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Keflvíkurliðið bakkaði mikið eftir að þeir komust yfir. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin þurftu greinilega smá tíma til að fóta sig. KR-ingar virkuðu samt sem áður ákveðnari og eftir um fimmtán mínútna leik fengu heimamenn fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason slapp einn í gegn eftir virkilega fína stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni, en Kjartan skaut naumlega framhjá. Nokkrum mínútum síðar vildi KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, virtist keyra niður Guðmund Reyni Gunnarsson, leikmann KR, innan vítateigs. Mjög umdeilt atvik, en Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og dæmdi einungis hornspyrnu. Eftir hálftíma leik fengu gestirnir fyrsta færið sitt í leiknum, en það var af dýrari gerðinni. Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, fékk boltann í lappirnar eftir skrautlegt skógarhlaup frá Hannesi Halldórssyni, markverði KR, en skot hans fór rétt yfir. Strax í kjölfarið geystust KR-ingar í sókn, Óskar Örn Hauksson spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga, og náði fínu skoti að markinu sem Ómar Jóhannsson varði vel. Staðan var því 0-0 í hálfleik og útlit fyrir fjörugri síðari hálfleik. Síðar hálfleikurinn hófst rétt eins og sá fyrri og liðin lengi í gang. Keflvíkingar hresstust við þegar leið á síðari hálfleikinn og eftir um korters leik þá kom fyrsta mark leiksins. Hilmar Geir Eiðsson skoraði virkilega laglegt mark eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Eftir mark Keflvíkinga fóru heimamenn í KR í gang og allt annað að sjá spilamennsku liðsins. Það ætlaði samt sem áður að reynast erfitt fyrir KR-inga að jafna metinn en tíu mínútum fyrir lok leiksins komst Guðjón Baldvinsson í algjört dauðafæri. Guðjón fékk boltann rétt fyrir framan mark Keflvíkinga, en náði ekki nægilega góðu skoti á markið og Ómar Jóhannesson varði vel í marki Keflvíkinga. Það var síðan á 90.mínútu leiksins þegar KR-ingar náðu loksins að skora og jafna leikinn. Þar var að verki óskar örn Hauksson sem kom boltanum framhjá Ómari í markinu eftir laglegt skot með hægri fæti. Keflvíkingar voru alls ekki sáttir við Gunnar Jarl ,dómara leiksins, en leikmaður liðsins lá óvígur eftir inn í vítateignum þegar jöfnunarmark KR kom. Keflvíkingar vildu síðan fá vítaspyrnu í restina þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, var sloppinn einn í gegn og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, leikmaður KR, náði að tækla leikmanninn niður. KR-ingar vildu meina að hann hafi aðeins tekið boltann og Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu. Umdeilt atvik undir lok leiksins, en jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða. KR 1 – 1 Keflavík - tölfræðin í leiknum0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Gunnar Jarl Jónsson - 6 Skot (á mark): 9 - 4 (5-1) Varin skot: Hannes 0– 4 Ómar Horn: 6 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 14 – 7 Rangstöður: 1- 1KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 * maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Guðjón Baldvinsson 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86. Grétar Ólafur Hjartarson - ) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (76. Magnús Sverrir Þorsteinsson - ) Magnús Þórir Matthíasson 6 Guðmundur Steinarsson 7 (88. Bojan Stefán Ljubicic - )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira