Fleiri fréttir

Bjarni: Vantaði meiri grimmd

„Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag.

Andri: Sáttur með stigið hérna

„Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Helgi: Frábært að vera á toppnum

„Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Valskonur meistarar meistaranna fimmta árið í röð

Íslands- og bikarmeistarar Vals eru meistarar meistaranna í kvennafótboltanum eftir 3-1 sigur á Þór/KA í Meistarakeppni kvenna í Kórnum í dag. Valskonur voru manni færri síðasta hálftímann í leiknum.

Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum

Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins.

Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum

Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum.

Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum

Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.

Rúnar fann réttu stöðuna fyrir mig

Rúnar Kristinsson breytti miklu þegar hann tók við liði KR síðasts sumar og eitt af því sem hann breytti var að færa Kjartan Henry Finnbogason til á vellinum. Rúnar færði hann aðeins aftar á völlinn, en Kjartan Henry hefur samt sem áður raðað inn mörkum í nýrri stöðu.

Víkingur í samstarf við West Brom

Víkingur tilkynndi á heimasíðu sinni í dag að félagið hefði gert samstarfssamning við enska úrvalsdeildarfélagið West Bromwich Albion.

Ölgerðin: Það má ekki kalla Peppa Pepsi kallinn

Ölgerðin hefur látið hanna lukkudýr Pepsi-deildarinnar og ber hann nafnið „Pepsi-dósin“ og gælunafnið er „Peppi“. KSÍ kynnti kappann sem Peppa Pepsi-karl en það féll ekki í kramið hjá mönnum í Ölgerðinni sem sáu sig tilneydda til að ítreka rétt nafn nýja lukkutröllsins.

Robbie kominn til Grindavíkur

Skoski reynsluboltinn og framherjinn Robbie Winters skrifaði undir samning við Grindavík í morgun og gildir samningurinn út þessa leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Grindavík.

Björn Jónsson æfir með FH þessa dagana

Björn Jónsson, 21 árs gamall Skagamaður og fyrrum leikmaður Heerenveen í Hollandi, æfir þessa dagana með FH-ingum en þetta kemur fram á heimasíðu Stuðningsmanna FH-liðsins, fhingar.net.

Fjalar í Fylkismarkið - Bjarni fingurbrotinn

Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, er fingurbrotinn og leikur því ekki með liðinu næstu vikurnar. Fjalar Þorgeirsson mun því endurheimta sæti sitt í byrjunarliðinu.

Tommy Nielsen verður með FH á móti Blikum

Tommy Nielsen er búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann að undanförnu og verður hann því með FH-liðinu þegar þeir fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á sunnudaginn. Þetta kemur fram í frétt á Stuðningsmannasíðu FH-inga.

Þórsarar keyrðu heim: Vont en það venst

Pepsi-deildar lið Þórs var ekki komið heim fyrr en 4 í nótt eftir leik liðsins gegn Víkingi. Liðið varð að keyra heim með rútu og þetta var ekki síðasta rútuferð liðsins í sumar.

Pepsimörkin: Markasúpa gærkvöldsins krydduð með Skálmöld

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum þar sem að KR-ingar lögðu Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-2. Víkingar unnu Þór 2-0. Öll mörkin má sjá hér í markasúpunni sem sýnd var í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær - og súpan er krydduð með tónlist frá hljómsveitinni Skálmöld.

Kjartan Henry: Þetta var baráttusigur

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fór mikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og var ekki fjarri því að fullkomna þrennuna er hann átti skot í stöng. Það var þess utan dæmt víti á hann þannig að Kjartan var afar áberandi í leiknum.

Bjarni Fel.: Ég er aldrei hlutdrægur

Goðsögnin Bjarni Felixson var mættur á Kópavogsvöll í kvöld en Bjarni var þar mættur til þess að lýsa leik Breiðabliks og KR í KR-útvarpinu.

Arnar Már: Áttum meira skilið

Arnar Már Björgvinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í efstu deild í kvöld og stóð sig vel. Var ógnandi og fiskaði vítaspyrnu.

Umfjöllun: KR skellti Íslandsmeisturunum

Kjartan Henry Finnbogason var stjarna leiks Breiðabliks og KR í kvöld. Hann skoraði tvö mörk, lék vel og fékk þess utan dæmt á sig víti. Það kom ekki að sök því KR vann leikinn, 2-3.

Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara

Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum.

Sama sagan og í fyrra hjá Fylkismönnum

Fylkismenn gengu stigalausir af velli í Kórnum í gærkvöldi þrátt fyrir að yfirspila Grindvíkinga fyrstu 35 mínútur leiksins og komast í 2-0 í leiknum. Eins og svo oft í fyrra misstu Fylkismenn hinsvegar dampinn, fengu á sig þrjú mörk á síðustu 46 mínútum leiksins og töpuðu leiknum 2-3.

Tryggvi með þrettán mörk í ellefu leikjum í 1. umferð

Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmark ÍBV á móti Fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í gær en þetta mikilvæga mark hans kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þetta er langt frá því að vera fyrsta Íslandsmótið hjá Tryggva þar sem hann er á skotskónum í 1. umferð.

Markaveisla úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi

Pepsi-deild karla fór af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum þar sem að ÍBV, Valur, Keflavík og Grindavík fögnuðu öll góðum sigrum. Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi tóku menn saman skemmtilega syrpu með því helsta sem gerðist í leikjunum fjórum í gær.

KR-útvarpið að hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld

KR-ingar leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í kvöld og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á staðnum þegar KR-liðið heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvellinum. Útvarp KR sem er á FM 98,3 mun hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld.

Valsmenn lögðu meistaraefnin

FH var spáð titlinum í Pepsi-deild karla á flestum vígstöðum fyrir mótið í ár en liðið tapaði fyrir Val í fyrstu umferðinni í gær.

Dramatík í innanhúsboltanum

Grindavík sneri vonlausri stöðu sér í hag er liðið vann 3-2 sigur á Fylki í Kórnum í Kópavogi en þá fór fram fyrsti leikur í efstu deild karla innan dyra.

Willum Þór: Þetta féll okkar megin

Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja.

Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út

Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði

Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“

Heimir: Verðum að mæta grimmari til leiks

"Við byrjuðum þennan leik svosem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld.

Heimir: Gaman í lokin

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár.

Sjá næstu 50 fréttir