Fleiri fréttir

Þrír fyrirliðar í Pepsi-deildinni í banni í næsta leik

Þrír fyrirliðar eru meðal þeirra fjórtán leikmanna úr Pepsi-deild karla sem voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í dag. Þetta eru þeir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur og Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.

Fengu árs bann fyrir að ráðast á dómara

Tveir leikmenn 3. deildarliðsins Afríku voru í dag dæmdir í eins árs keppnisbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir réðust á dómara sem dæmdi leik Afríku og Ýmis á Leiknisvelli í gær.

Gunnar Oddsson: Ég er þjálfari liðsins í dag

„Það er óbreytt ástand," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, þegar Vísir náði í hann áðan og spurði út í stöðu mála. Gunnar sagði við fjölmiðla í gær að hann væri að íhuga sína framtíð hjá félaginu eftir tapleik gegn KR.

Gunnar Már: Crewe er spennandi kostur

„Ég veit ekki alveg hvar málin standa," segir Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sem er sterklega orðaður við Crewe í enskum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, segist vera nálægt því að krækja í Gunnar.

Hringir út hjá Þrótturum

Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs.

Haraldur Freyr á leið í Keflavík

Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag.

Ingimundur: Fylkir er frábær klúbbur

Ingimundur Níels Óskarsson hefur heldur betur slegið í gegn með Fylkismönnum í sumar. Hann kom sínum mönnum á bragðið í kvöld með marki á fyrstu mínútunni, sínu áttunda marki í deildinni.

Óli Þórðar: Fjalar á heima í landsliðinu

Ólafur Þórðarson segir að Fjalar Þorgeirsson eigi vel heima í íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Fjalar átti góðan leik þegar Fylkir sigraði Fram fyrr í kvöld.

Ásmundur: Eitt stig betra en ekkert

„Við hefðum getað komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már skallaði beint á markvörðinn. Eftir það duttum við aðeins niður," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið í Grindavík.

Jósef Kristinn: Líkaminn fylgdi ekki hausnum

„Ég er mjög ósáttur við þetta. Við vorum gjörsamlega á hælunum í seinni hálfleik," sagði Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Fjölni í botnbaráttuslag í kvöld. „Við vorum eiginlega stuðningsmönnum okkar til skammar í seinni hálfleiknum,"

Eto'o stefnir á að vinna Meistaradeildina með Inter

Framherjinn Samuel Eto'o er stórhuga fyrir fyrirhuguð félagsskipti sín frá Barcelona til Inter en búist er við því að Kamerúnmaðurinn skrifi undir samning við Ítalíumeistarana á næsta sólarhring.

Hafþór Ægir: Tapa sjaldan fyrir KR

Hafþór Ægir Vilhjálmsson leikur í kvöld sinn fyrsta leik í búningi Þróttar þegar liðið tekur á móti KR í Pepsi-deildinni. Hafþór er lánaður frá Val út tímabilið og mætti hann á sína fyrstu æfingu hjá félaginu í gær.

Mæta sigurreifir á Þjóðhátíð í aðeins annað skiptið á níu árum

Leikmenn karlaliðs ÍBV munu örugglega mæta í stuði á Þjóðhátið í Eyjum þetta árið eftir tvo sigra liðsins í síðustu tveimur leikjum. ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni í gær og hafði unnið dramatískan 4-3 sigur á Blikum fjórum dögum fyrr. Það er langt frá því að gerast á hverju sumri að knattspyrnumenn í Eyjum vinni síðasta leik fyrir Verslunarmannahelgi.

Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld

Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik.

Soffía kemur inn í EM-hópinn fyrir Hörpu

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar.

Heimir Hallgríms: Framfarir á liðinu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við sína menn í leikslok. „Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur, fimm leikir án þess að tapa, fyrsti leikurinn sem við fáum ekki á okkur mark og mér finnst sjáanlegar framfarir á liðinu.”

Bjarni: Var grimm ákvörðun

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir leikinn í kvöld. „Þessi leikur fauk bara burt, það eina sem skilur þessi tvö lið að er þetta eina mark. Við hefðum nú alveg getað jafnað og kannski komist yfir í leiknum en stangirnar voru Eyjamönnum hliðhollar í kvöld.”

Heimir Guðjónsson: Sýndum fádæma kæruleysi

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var jafn ósáttur við leik FH í lok fyrri hálfleiks og upphafi þessi síðari gegn Breiðablik í kvöld og hann var ánægður með fyrsta hálftímann og sigurinn í leiknum.

Ólafur Kristjánsson: Lítil uppskera

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks neitaði því ekki að fallbarátta blasi við Blikum fari liðið ekki að safna stigum hið snarasta.

Umfjöllun: Eyjamenn lönduðu sigri á Stjörnunni

Það var leiðindaveður í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni í miklum baráttuleik sem endaði með 1-0 sigri Eyjamanna. Aðstæður voru afar leiðinlegar í kvöld en hávaðarok stóð á annað markið svo ekki var við neinum sambabolta að búast.

Hafþór Ægir lánaður í Þrótt

Hafþór Ægir Vilhjálmsson er kominn til Þróttar á láni frá Val út tímabilið. Hafþór Ægir er uppalinn hjá ÍA en hann gekk í raðir Vals eftir tímabilið 2006.

Dennis Siim í hóp hjá FH í kvöld

Tveir leikir eru í Pepsi-deild karla í kvöld. ÍBV og Stjarnan eigast við í nýliðaslag klukkan 19:15 og FH tekur á móti Breiðabliki klukkan 20 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Andri tryggði ÍBV sigur í síðasta leik fyrir Þjóðhátíð

Andri Ólafsson, fyrirliði Eyjamanna, tryggði ÍBV sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið vann 1-0 sigur á Stjörnunni í uppgjöri nýliðanna á Hásteinsvellinum í Eyjum. Heimamenn mæta því brosandi á Þjóðhátíð í ár.

Halldór Orri: Væri fínt að spila við Þrótt í hverri viku

„Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur,“ segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.

Verður vítakeppni á Valsvellinum?

Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin.

Forskot Selfyssinga minnkaði bara um eitt stig

Selfoss er með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir að þrettándu umferðinni lauk í kvöld með þremur leikjum. Baráttan um annað sætið jafnaðist enn meira í kvöld.

KR-konur skoruðu sjö mörk í Keflavík í kvöld

KR-konur fóru á kostum og skoruðu sjö mörk í Keflavík í síðasta leik 12. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. KR-liðið komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar en Keflavík er áfram á botninum.

Garner skoraði þriðja mark ÍBV en ekki Gústi

Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í gær. Augustine Nsumba skoraði sigurmark ÍBV sem vann 4-3 útisigur. Flestir fjölmiðlar skráðu jöfnunarmark Eyjamanna einnig á Nsumba.

Sjá næstu 50 fréttir