Umfjöllun: Fylkir sigraði lánlausa Framara 27. júlí 2009 19:00 Fylkismaðurinn Kjartan Ágúst Breiðdal átti góðan leik í kvöld. Mynd/Anton Það var gola og nokkuð kalt þegar Fylkismenn tóku á móti Fram í kvöld í Árbænum. Leikurinn á Fylkisvellinum var ekki nema fjörutíu sekúndna gamall þegar Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylkismönnum yfir með skalla eftir aukaspyrnu Kjartans Ágústs Breiðdal. Ekki óskabyrjun Framara sem héldu þó haus og fengu nokkur færi á næstu mínútum en Fjalar Þorgeirsson var vandanum vaxinn í marki Fylkis. Um miðjan hálfleikinn eða á 20. mínútu átti Pape Mamadou Faye góðan sprett inn í teig Fram og gaf fyrir en boltinn hafði viðkomu í hönd Auðuns Helgasonar og víti dæmt. Valur Fannar fór á punktinn og skoraði af öryggi. Framarar voru meira með boltann það sem eftir lifði hálfleiks en náðu þó ekki að skora. Þorvaldur Örlygsson hefur látið sína menn heyra það í hálfleik því þeir komu mun grimmari til leiks eftir leikhlé. Fjalar Þorgeirsson átti góðan leik í kvöld. Hann bjargaði sínum mönnum ítrekað með frábærum vörslum. Ber þar hæst að nefna skot frá Almarri Ormarssyni sem var fast niðri í vinstra hornið en Fjalar kastaði sér eins og köttur niður og varði boltann. Ótrúleg tilþrif. Á 90. mínútu náðu Framarar að komast framhjá Fjalari þegar hann brá sér í skógarferð eftir hornspyrnu. Hinn ungi Guðmundur Magnússon skoraði með skalla og minnkaði muninn fyrir fram. Það dugði þó ekki til og sigur fylkismanna staðreynd. Eftir leikinn sitja Fylkismenn í þriðja sæti deildarinnar en framarar í því sjöunda. Fylkir – Fram 2-11-0 Ingimundur Níels Óskarsson (1.) 2-0 Valur Fannar Gíslason (21.) 2-1 Guðmundur Magnússon (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 1028 Dómari: Magnús Þórisson (6) Skot (á mark): 9-10 (6-7) Varin skot: Fjalar 6 - Hannes 4. Horn: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 7-11 Rangstöður: 3-3Fylkir (4-3-3):Fjalar Þorgeirsson 8 ML Andrés Már Jóhannesson 7 Kristján Valdimarsson 7 Ólafur Stígsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Ingimundur Níels Óskarsson 7 Theódór Óskarsson 6 (78 Kjartan Baldvinsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 6 (82 Davíð Þór Ásbjörnsson -) Pape Mamadou Faye 6 (68. Albert Brynjar Ingason 5)Fram (4-4-2):Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Auðun Helgason 5 Samuel Tillen 6 (74. Joseph Tillen -) Heiðar Geir Júlíusson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Paul McShane 7 Hjálmar Þórarinsson 6 (74. Guðmundur Magnússon -) Almarr Ormarsson 6 (74. Björn Orri Hermannsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins sem fór fram í kvöld: Fylkir - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Það var gola og nokkuð kalt þegar Fylkismenn tóku á móti Fram í kvöld í Árbænum. Leikurinn á Fylkisvellinum var ekki nema fjörutíu sekúndna gamall þegar Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylkismönnum yfir með skalla eftir aukaspyrnu Kjartans Ágústs Breiðdal. Ekki óskabyrjun Framara sem héldu þó haus og fengu nokkur færi á næstu mínútum en Fjalar Þorgeirsson var vandanum vaxinn í marki Fylkis. Um miðjan hálfleikinn eða á 20. mínútu átti Pape Mamadou Faye góðan sprett inn í teig Fram og gaf fyrir en boltinn hafði viðkomu í hönd Auðuns Helgasonar og víti dæmt. Valur Fannar fór á punktinn og skoraði af öryggi. Framarar voru meira með boltann það sem eftir lifði hálfleiks en náðu þó ekki að skora. Þorvaldur Örlygsson hefur látið sína menn heyra það í hálfleik því þeir komu mun grimmari til leiks eftir leikhlé. Fjalar Þorgeirsson átti góðan leik í kvöld. Hann bjargaði sínum mönnum ítrekað með frábærum vörslum. Ber þar hæst að nefna skot frá Almarri Ormarssyni sem var fast niðri í vinstra hornið en Fjalar kastaði sér eins og köttur niður og varði boltann. Ótrúleg tilþrif. Á 90. mínútu náðu Framarar að komast framhjá Fjalari þegar hann brá sér í skógarferð eftir hornspyrnu. Hinn ungi Guðmundur Magnússon skoraði með skalla og minnkaði muninn fyrir fram. Það dugði þó ekki til og sigur fylkismanna staðreynd. Eftir leikinn sitja Fylkismenn í þriðja sæti deildarinnar en framarar í því sjöunda. Fylkir – Fram 2-11-0 Ingimundur Níels Óskarsson (1.) 2-0 Valur Fannar Gíslason (21.) 2-1 Guðmundur Magnússon (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 1028 Dómari: Magnús Þórisson (6) Skot (á mark): 9-10 (6-7) Varin skot: Fjalar 6 - Hannes 4. Horn: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 7-11 Rangstöður: 3-3Fylkir (4-3-3):Fjalar Þorgeirsson 8 ML Andrés Már Jóhannesson 7 Kristján Valdimarsson 7 Ólafur Stígsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Ingimundur Níels Óskarsson 7 Theódór Óskarsson 6 (78 Kjartan Baldvinsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 6 (82 Davíð Þór Ásbjörnsson -) Pape Mamadou Faye 6 (68. Albert Brynjar Ingason 5)Fram (4-4-2):Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Auðun Helgason 5 Samuel Tillen 6 (74. Joseph Tillen -) Heiðar Geir Júlíusson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Paul McShane 7 Hjálmar Þórarinsson 6 (74. Guðmundur Magnússon -) Almarr Ormarsson 6 (74. Björn Orri Hermannsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins sem fór fram í kvöld: Fylkir - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira