Íslenski boltinn

Haraldur Freyr á leið í Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Haraldur í leik með U21 landsliðinu gegn Þýskalandi árið 2003.
Haraldur í leik með U21 landsliðinu gegn Þýskalandi árið 2003.

Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag.

Haraldur hefur æft með Keflavík síðan samningi hans við Apollon Limassol á Kýpur var rift. Haraldur lék síðast með Keflavík 2004 en hélt síðan til Noregs í atvinnumennsku áður en hann hélt til Kýpur. Hann á tvo A-landsleiki að baki, báða lék hann 2005.

Erlend félög hafa sýnt Haraldi áhuga en hann stefnir væntanlega aftur út eftir tímabilið hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×