Umfjöllun: KR-ingar fóru illa með Þróttara og skoruðu fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:15 KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson. Mynd/Stefán KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira