Umfjöllun: KR-ingar fóru illa með Þróttara og skoruðu fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:15 KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson. Mynd/Stefán KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira