Umfjöllun: KR-ingar fóru illa með Þróttara og skoruðu fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:15 KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson. Mynd/Stefán KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti