Umfjöllun: KR-ingar fóru illa með Þróttara og skoruðu fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:15 KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson. Mynd/Stefán KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira