Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júlí 2009 13:15 Óli Stefán Flóventsson. Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira