Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júlí 2009 13:15 Óli Stefán Flóventsson. Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira