Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júlí 2009 13:15 Óli Stefán Flóventsson. Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira