Umfjöllun: Fjörugt jafntefli hjá Val og Keflavík á Vodafonevellinum Ragnar Vignir skrifar 27. júlí 2009 18:15 Keflvíkingurinn Guðjón Árni Antoníusson. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson Valur og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli i fjörugum og skemmtilegum leik á Vodafonevellinum í kvöld. Sóknarleikur var ráðandi í leiknum og bæði lið buðu áhorfendum upp á hina bestu skemmtu. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og Guðmundur Steinarsson átti gott skot strax á fyrstu mínútu sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði vel. Kjartan var kominn aftur í mark Vals á kostnað Haraldar Björnssonar. Valsmenn skoruðu hinsvegar úr sínu fyrsta færi og þar var Pétur Markan að verki. Eftir góða sókn Vals komst Pétur einn í gegn og skoraði örugglega framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. Keflvíkingar voru ekki lengi að jafna. Eftir slæm mistök í rangstöðuspili Vals komst Haukur Ingi Guðnason einn gegn Kjartani og gerði engin mistök og skoraði á nærhornið. Ljóst var að stefndi í hörkuleik á Vodafonevellinum. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og mikill sóknarhugur í báðum liðum. Á átjándu mínútu dró aftur til tíðinda. Helgi Sigurðsson var með knöttinn á teigboganum og var að leita eftir opnu skoti, loks lét Helgi bara vaða á markið, Lasse Jörgensen misreiknaði boltann í miklum vindi og inn fór knötturinn. Valsmenn því komnir yfir aftur og með yfirhöndina í leiknum. Eftir þetta sóttu Keflvíkingar mjög og ógnuðu með góðum skotum sem gáfu af sér hornspyrnu sem gestirnir náðu þó ekki að nýta sem skildi. Undir lok fyrri hálfleiks áttu Helgi Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson báðir sláarskot. Fyrri hálfleikur var einn sá skemmtilegasti sem blaðamaður hefur séð í sumar og gaman að sjá sóknartilburði beggja liða. Gestirnir byrjuðu sterkari í seinni hálfleik og voru líklegri til að skora. Guðmundur Steinarsson átti gott skot með vinstri úr markteig Vals en Kjartan Sturluson sýndi glæsileg tilþrif í markvörslunni. Þegar áleið hálfleikinn jókst sóknarþungi Keflvíkinga og raun bara spurning hvenær þeir myndu jafna. Á sjötugustu mínútu kom Jóhann B. Guðmundsson inná hjá Keflavík, og það tók hann aðeins tvær mínútur að jafna fyrir sitt lið. Eftir aukaspyrnu Keflavíkur tókst Valsmönnum ekki að hreinsa teiginn og boltinn barst til Jóhanns sem þrumaði boltanum í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Kjartan í markinu. Eftir markið sóttu gestirnir mun meira án þess að skapa sér opið færi, það vantaði alltaf þessa síðustu sendingu til að opna teiginn vel. Undir lokin var mikil spenna í leiknum og bæði lið leituðu eftir sigurmarkinu. Það kom bara ekki og niðurstaðan 2-2 í opnum og skemmtilegum leik. Valur-Keflavík 2-2 1-0, Pétur Markan 3´ 1-1, Haukur Ingi Guðnason 5´ 2-1, Helgi Sigurðsson 18´ 2-2, Jóhann B. Guðmundsson. 70´. Vodafonevöllurinn Hlíðarenda. Áhorfendur: 1342 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 7 Skot (á mark): 13 (4)- 14(6) Varið: Kjartan 4- Lasse 6 Aukaspyrnur: 10-12 Horn: 7-8 Rangstöður: 6-4 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 7 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6 (85., Arnar Sveinn Geirsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Ian Jeffs 7 Viktor Unnar Illugason 6 (60., Marel Baldvinsson 5) Helgi Sigurðsson 6 Pétur Markan 7 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 5 (70., Jóhann B. Guðmundsson 7)Símun Eiler Samuelsen 8 - Maður leiksins Haukur Ingi Guðnason 6 (20., Stefán Örn Arnarsson 5) Guðmundur Steinarsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Valur og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli i fjörugum og skemmtilegum leik á Vodafonevellinum í kvöld. Sóknarleikur var ráðandi í leiknum og bæði lið buðu áhorfendum upp á hina bestu skemmtu. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og Guðmundur Steinarsson átti gott skot strax á fyrstu mínútu sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði vel. Kjartan var kominn aftur í mark Vals á kostnað Haraldar Björnssonar. Valsmenn skoruðu hinsvegar úr sínu fyrsta færi og þar var Pétur Markan að verki. Eftir góða sókn Vals komst Pétur einn í gegn og skoraði örugglega framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. Keflvíkingar voru ekki lengi að jafna. Eftir slæm mistök í rangstöðuspili Vals komst Haukur Ingi Guðnason einn gegn Kjartani og gerði engin mistök og skoraði á nærhornið. Ljóst var að stefndi í hörkuleik á Vodafonevellinum. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og mikill sóknarhugur í báðum liðum. Á átjándu mínútu dró aftur til tíðinda. Helgi Sigurðsson var með knöttinn á teigboganum og var að leita eftir opnu skoti, loks lét Helgi bara vaða á markið, Lasse Jörgensen misreiknaði boltann í miklum vindi og inn fór knötturinn. Valsmenn því komnir yfir aftur og með yfirhöndina í leiknum. Eftir þetta sóttu Keflvíkingar mjög og ógnuðu með góðum skotum sem gáfu af sér hornspyrnu sem gestirnir náðu þó ekki að nýta sem skildi. Undir lok fyrri hálfleiks áttu Helgi Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson báðir sláarskot. Fyrri hálfleikur var einn sá skemmtilegasti sem blaðamaður hefur séð í sumar og gaman að sjá sóknartilburði beggja liða. Gestirnir byrjuðu sterkari í seinni hálfleik og voru líklegri til að skora. Guðmundur Steinarsson átti gott skot með vinstri úr markteig Vals en Kjartan Sturluson sýndi glæsileg tilþrif í markvörslunni. Þegar áleið hálfleikinn jókst sóknarþungi Keflvíkinga og raun bara spurning hvenær þeir myndu jafna. Á sjötugustu mínútu kom Jóhann B. Guðmundsson inná hjá Keflavík, og það tók hann aðeins tvær mínútur að jafna fyrir sitt lið. Eftir aukaspyrnu Keflavíkur tókst Valsmönnum ekki að hreinsa teiginn og boltinn barst til Jóhanns sem þrumaði boltanum í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Kjartan í markinu. Eftir markið sóttu gestirnir mun meira án þess að skapa sér opið færi, það vantaði alltaf þessa síðustu sendingu til að opna teiginn vel. Undir lokin var mikil spenna í leiknum og bæði lið leituðu eftir sigurmarkinu. Það kom bara ekki og niðurstaðan 2-2 í opnum og skemmtilegum leik. Valur-Keflavík 2-2 1-0, Pétur Markan 3´ 1-1, Haukur Ingi Guðnason 5´ 2-1, Helgi Sigurðsson 18´ 2-2, Jóhann B. Guðmundsson. 70´. Vodafonevöllurinn Hlíðarenda. Áhorfendur: 1342 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 7 Skot (á mark): 13 (4)- 14(6) Varið: Kjartan 4- Lasse 6 Aukaspyrnur: 10-12 Horn: 7-8 Rangstöður: 6-4 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 7 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6 (85., Arnar Sveinn Geirsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Ian Jeffs 7 Viktor Unnar Illugason 6 (60., Marel Baldvinsson 5) Helgi Sigurðsson 6 Pétur Markan 7 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 5 (70., Jóhann B. Guðmundsson 7)Símun Eiler Samuelsen 8 - Maður leiksins Haukur Ingi Guðnason 6 (20., Stefán Örn Arnarsson 5) Guðmundur Steinarsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira