Íslenski boltinn

Hringir út hjá Þrótturum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Oddsson.
Gunnar Oddsson.

Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs.

Finnbogi Hilmarsson formaður knattspyrnudeildar og varaformaðurinn Sigurður Sveinbjörnsson hafa ekki svarað símtölum og ekki heldur Gunnar Oddsson sjálfur.

Vísir náði tali af Ásmundi Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra, en hann er í leyfi og benti á Finnboga. „Ég veit að það er búið að vera mikið að gera hjá honum í dag," sagði Ásmundur. Þróttur er í neðsta sæti Pepsi-deildar karla, fjórum stigum á eftir næstu liðum.

„Þetta lítur ekki vel út og það þarf klárlega að vera mikil breyting á ef ekki á illa fara," sagði Gunnar Oddsson í viðtali strax eftir 1-5 tap gegn KR í gær. „Mín staða hlýtur að vera mjög slæm eftir þetta tap. Maður hlýtur að íhuga það vel að hætta með liðið eftir svona leik."

Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú yfir stjórnarfundur hjá Þrótti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×