Fleiri fréttir

Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi

„Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni.

Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu

„Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld.

Heimir Hallgrímsson: Ætluðum að halda hreinu

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV sá markmið sitt fyrir leikinn á Hlíðarenda hverfa eftir aðeins átta sekúndur þegar Pétur Georg Markan skoraði fyrra mark Vals í kvöld.

KR mætir Larissa frá Grikklandi

Þá er búið að draga í aðra umferð Evrópudeildar UEFA. Bikarmeistarar KR drógust gegn gríska liðinu Larissa.

Fram til Wales - Keflvíkingar í sólina

Í morgun var dregið í fyrsta skipti í hinum nýja Evrópubikar en tvö íslensk lið voru í pottinum í fyrstu umferðinni. KR er í annarri umferð.

FH til Kasakstan

Það er varla hægt að segja að Íslandsmeistarar FH hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í morgun.

Guðmundur aftur til Keflavíkur

Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í fyrra, Guðmundur Steinarsson, snýr aftur í raðir Keflavíkur þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný þann 15. júlí. Þetta staðfestir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Víkurfréttir.

Matthías: Danry gaf mér viljandi olnbogaskot

Umdeilt atvik átti sér stað í leik FH og Þróttar í kvöld. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik féll FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson til jarðar á miðjum vellinum og fjarri boltanum.

Lúkas Kostic: Sýndum mikinn karakter

Lúkas Kostic þjálfari Grindavíkur fagnaði innilega eftir leikinn gegn Fylki enda fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan í maí staðreynd og liðið komið úr fallsæti.

Matthías Vilhjálmsson: Við erum góðir

„Ég fann mig vel í kvöld er að komast í toppstand. Liðið er líka að spila allt vel og við höfum ekki fengið á okkur mark núna í fjórum leikjum í röð. Það er líka aldrei leiðinlegt að skora," sagði FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson og glott við tönn.

Gunnar Oddsson: Buðum til veislu

„Fyrri hálfleikur var allt í lagi en það var slæmt að fá mark á sig á þessum tíma. Við buðum svo hreinlega til veislu í síðari hálfleik. Gáfum frá okkur boltann á vondum stöðum og seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður," sagðu Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-0 tap hans manna gegn FH.

Heimir Guðjónsson: Hefðum getað skorað fleiri mörk

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en boltinn gekk ekki nógu hratt á milli. Menn voru að nota of mikið af snertingum og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 4-0 sigur hans manna á Þrótti í kvöld.

Auðun: Afar kærkomið

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn.

Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa.

Umfjöllun: Sjö sigurleikir í röð hjá FH

Íslandsmeistarar FH eru á svakalegri siglingu í Pepsi-deildinni og unnu sinn sjöunda leik í röð þegar Þróttur kom í heimsókn. Lokatölur í Krikanum 4-0 fyrir FH.

Draumurinn að fá tækifæri erlendis

Steinþór Freyr Þorsteinsson er leikmaður fyrstu sjö umferða Pepsi-deildar karla að mati blaðamanna Fréttablaðsins. Leikmönnum er gefin einkunn fyrir frammistöðu sína í hverjum leik og fékk Steinþór langhæstu meðaleinkunnina fyrir fyrsta þriðjung mótsins eða 7,57. Óvenjulegt er að leikmenn séu með yfir sjö í meðaleinkunn.

Maður þroskast hægt og rólega í þessu starfi

Fylkir vann á fimmtudag einhvern ótrúlegasta sigur í sögu íslenskrar knattspyrnu er liðið mætti Stjörnunni í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla. Lið Fylkis var nær meðvitundarlaust í upphafi leiks og lenti fljótlega þrem mörkum undir.

Meiðslin ekki alvarleg

Fjalar Þorgeirsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Fylkis og Stjörnunnar í bikarkeppni karla á fimmtudagskvöldið.

Dregið í 16-liða úrslit VISA bikars karla á mánudag

Síðustu leikjunum í 32-liða úrslitum VISA bikars karla í fótbolta lauk í gærkvöldi þegar ellefu leikir fóru fram. Það liggur því ljóst fyrir hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar á mánudaginn.

Myndasyrpa úr leik Gróttu og KR

Vesturbæingar og Seltirningar fjölmenntu á Gróttuvöll í kvöld þar sem fyrsti KSÍ-leikur nágrannaliðanna Gróttu og KR fór fram.

KR hefur titilvörnina í kvöld.

32-liða úrslit í VISA-bikar karla klárast í kvöld þegar fram fer fjöldi leikja og margir þeirra eru afar áhugaverðir.

Fram marði Njarðvík

Úrvalsdeildarlið Fram skreið inn í sextán liða úrslit Visa-bikarkeppninnar í kvöld með naumum sigri á Njarðvík, 2-1.

Viljum vera við toppinn eins lengi og hægt er

Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, er leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Stjörnunnar á Fram á sunnudagskvöldið.

Pepsi-deild kvenna: Valur og Breiðablik með sigra

Valur og Breiðablik leiðast hönd í hönd á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir leiki kvöldsins. Bæði lið unnu örugga sigra í kvöld og eru með 19 stig í efsta sætinu. Valur á toppnum með betri markatölu.

Björgólfur lagður inn á sjúkrahús

Björgólfur Takefusa, leikmaður KR, þurfti að dvelja á sjúkrahúsi eina nótt eftir að hann meiddist á æfingu með KR fyrir skemmstu.

Steinþór og Bjarni bestir

Steinþór Freyr Þorsteinsson og Bjarni Jóhannsson, báðir úr Stjörnunni, voru í dag valdir besti leikmaður og besti þjálfari fyrstu sjö umferðanna í Pepsi-deild karla.

Eitt af því fáa í lífinu sem ég sé virkilega eftir

„Ég veit ekki hvað ég var að spá. Þetta gerðist í einhverri bræði. Ég var ekki að reyna að hitta neinn, kastaði bara frá mér flöskunni í bræði,“ sagði Keflvíkingurinn Haraldur Bjarni Magnússon sem varð uppvís að því að kasta hálfs lítra kókflösku inn á KR-völlinn á sunnudagskvöld. Hún lenti rétt hjá KR-ingnum Prince Rajcomar.

Fáum stundum háðsglósur frá áhorfendum

Það vakti óneitanlega athygli að íþróttafréttamennirnir Hjörtur Hjartarson og Guðmundur Benediktsson voru báðir á skotskónum með sínum liðum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið.

Sjá næstu 50 fréttir