Umfjöllun: Sjö sigurleikir í röð hjá FH Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2009 00:01 Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH. Mynd/Stefán Íslandsmeistarar FH eru á svakalegri siglingu í Pepsi-deildinni og unnu sinn sjöunda leik í röð þegar Þróttur kom í heimsókn. Lokatölur í Krikanum 4-0 fyrir FH. FH-ingar voru lengi að brjóta baráttuglaða Þróttara niður og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir 43 mínútna leik. Eftir markið féll Þrótturum allur ketill í eld og þeir áttu aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturunum í síðari hálfleik. Það var synd því fram að fyrsta markinu varðist liðið vel og skipulega. Skyndisóknir liðsins voru einnig ágætar og þeir náðu oftar en ekki að klára sínar sóknir með skotum. Í hálfleik misstu þeir sinn besta varnarmann í leiknum, Hauk Pál Sigurðsson, af velli vegna meiðsla og það riðlaði nokkuð varnarleik liðsins. Þess utan virtust leikmenn liðsins missa trúna á verkefninu í síðari hálfleik og ljóst að liðið er brothætt og sjálfstraustið ekki mikið. Magnús Már var nokkuð skapandi í þeirra liði en fékk lítinn stuðning frá félögum sínum. Lykilmaðurinn Dennis Danry var heillum horfinn og Hjörtur Júlíus ekki mikið meira en áhorfandi í framlínunni. Sindri Snær varði afar vel í markinu og gat lítið gert við mörkunum fjórum. FH-ingar sýndu mikla þolinmæði og karakter í kvöld. Létu það ekkert slá sig út af laginu þó það tæki tíma að skora. Héldu haus og bættu við sinn leik. Þeir uppskáru síðan ríkulega að lokum. Vörnin hafði það náðugt lengstum, miðjan afar sterk og sóknarlínan alltaf stórhættuleg. Matthías með tvö mörk og að spila vel. Mikið í boltanum og lifandi. Davíð kom sterkur inn eftir því sem leið á leikinn og nafnarnir Atli Guðnason og Björnsson voru síógnandi. FH-liðið er á mikilli siglingu, hefur mikið sjálfstraust og það verður ekki auðvelt verk að stöðva liðið miðað við formið sem þeir virðast vera í. Framundan er þó erfiður tími hjá félaginu er það tekur þátt í Evrópukeppni ofan á allt og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að leysa þann árlega hausverk. FH-Þróttur 4-01-0 Matthías Vilhjálmsson (43.) 2-0 Atli Guðnason (56.) 3-0 Matthías Vilhjálmsson (86.) 4-0 Atli Viðar Björnsson (90.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 970.Dómari: Valgeir Valgeirsson 7.Skot (á mark): 24-11 (14-5)Varin skot: Daði 5 – Sindri 8Horn: 6-5Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 7-1 FH (4-3-3)Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Tommy Nielsen 6 Pétur Viðarsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (75., Björn Daníel Sverrisson -)Matthías Vilhjálmsson 8 – Maður leiksins(88., Tryggvi Guðmundsson -) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 7 Alexander Söderlund 5 (84., Matthías Guðmundsson -) Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 8 Jón Ragnar Jónsson 4 Kristján Ómar Björnsson 4 Haukur Páll Sigurðsson 6 (46., Kristinn Steinar Kristinsson 4) Birkir Pálsson 4 Hallur Hallsson 4 Dennis Danry 3 Magnús Már Lúðvíksson 6 (79., Ingvi Sveinsson -) Morten Smidt 5 Trausti Eiríksson 2 (70., Vilhjálmur Pálmason 4) Leikurinn var í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: FH - Þróttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Matthías: Danry gaf mér viljandi olnbogaskot Umdeilt atvik átti sér stað í leik FH og Þróttar í kvöld. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik féll FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson til jarðar á miðjum vellinum og fjarri boltanum. 21. júní 2009 22:15 Matthías Vilhjálmsson: Við erum góðir „Ég fann mig vel í kvöld er að komast í toppstand. Liðið er líka að spila allt vel og við höfum ekki fengið á okkur mark núna í fjórum leikjum í röð. Það er líka aldrei leiðinlegt að skora," sagði FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson og glott við tönn. 21. júní 2009 22:02 Heimir Guðjónsson: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en boltinn gekk ekki nógu hratt á milli. Menn voru að nota of mikið af snertingum og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 4-0 sigur hans manna á Þrótti í kvöld. 21. júní 2009 21:48 Gunnar Oddsson: Buðum til veislu „Fyrri hálfleikur var allt í lagi en það var slæmt að fá mark á sig á þessum tíma. Við buðum svo hreinlega til veislu í síðari hálfleik. Gáfum frá okkur boltann á vondum stöðum og seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður," sagðu Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-0 tap hans manna gegn FH. 21. júní 2009 21:55 Heimir: Ekkert ósætti á milli okkar Tryggva Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson er enn úti í kuldanum hjá FH-ingum. Hann fékk aðeins að spila í tvær mínútur í kvöld. 21. júní 2009 22:10 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eru á svakalegri siglingu í Pepsi-deildinni og unnu sinn sjöunda leik í röð þegar Þróttur kom í heimsókn. Lokatölur í Krikanum 4-0 fyrir FH. FH-ingar voru lengi að brjóta baráttuglaða Þróttara niður og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir 43 mínútna leik. Eftir markið féll Þrótturum allur ketill í eld og þeir áttu aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturunum í síðari hálfleik. Það var synd því fram að fyrsta markinu varðist liðið vel og skipulega. Skyndisóknir liðsins voru einnig ágætar og þeir náðu oftar en ekki að klára sínar sóknir með skotum. Í hálfleik misstu þeir sinn besta varnarmann í leiknum, Hauk Pál Sigurðsson, af velli vegna meiðsla og það riðlaði nokkuð varnarleik liðsins. Þess utan virtust leikmenn liðsins missa trúna á verkefninu í síðari hálfleik og ljóst að liðið er brothætt og sjálfstraustið ekki mikið. Magnús Már var nokkuð skapandi í þeirra liði en fékk lítinn stuðning frá félögum sínum. Lykilmaðurinn Dennis Danry var heillum horfinn og Hjörtur Júlíus ekki mikið meira en áhorfandi í framlínunni. Sindri Snær varði afar vel í markinu og gat lítið gert við mörkunum fjórum. FH-ingar sýndu mikla þolinmæði og karakter í kvöld. Létu það ekkert slá sig út af laginu þó það tæki tíma að skora. Héldu haus og bættu við sinn leik. Þeir uppskáru síðan ríkulega að lokum. Vörnin hafði það náðugt lengstum, miðjan afar sterk og sóknarlínan alltaf stórhættuleg. Matthías með tvö mörk og að spila vel. Mikið í boltanum og lifandi. Davíð kom sterkur inn eftir því sem leið á leikinn og nafnarnir Atli Guðnason og Björnsson voru síógnandi. FH-liðið er á mikilli siglingu, hefur mikið sjálfstraust og það verður ekki auðvelt verk að stöðva liðið miðað við formið sem þeir virðast vera í. Framundan er þó erfiður tími hjá félaginu er það tekur þátt í Evrópukeppni ofan á allt og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að leysa þann árlega hausverk. FH-Þróttur 4-01-0 Matthías Vilhjálmsson (43.) 2-0 Atli Guðnason (56.) 3-0 Matthías Vilhjálmsson (86.) 4-0 Atli Viðar Björnsson (90.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 970.Dómari: Valgeir Valgeirsson 7.Skot (á mark): 24-11 (14-5)Varin skot: Daði 5 – Sindri 8Horn: 6-5Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 7-1 FH (4-3-3)Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Tommy Nielsen 6 Pétur Viðarsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (75., Björn Daníel Sverrisson -)Matthías Vilhjálmsson 8 – Maður leiksins(88., Tryggvi Guðmundsson -) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 7 Alexander Söderlund 5 (84., Matthías Guðmundsson -) Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 8 Jón Ragnar Jónsson 4 Kristján Ómar Björnsson 4 Haukur Páll Sigurðsson 6 (46., Kristinn Steinar Kristinsson 4) Birkir Pálsson 4 Hallur Hallsson 4 Dennis Danry 3 Magnús Már Lúðvíksson 6 (79., Ingvi Sveinsson -) Morten Smidt 5 Trausti Eiríksson 2 (70., Vilhjálmur Pálmason 4) Leikurinn var í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: FH - Þróttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Matthías: Danry gaf mér viljandi olnbogaskot Umdeilt atvik átti sér stað í leik FH og Þróttar í kvöld. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik féll FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson til jarðar á miðjum vellinum og fjarri boltanum. 21. júní 2009 22:15 Matthías Vilhjálmsson: Við erum góðir „Ég fann mig vel í kvöld er að komast í toppstand. Liðið er líka að spila allt vel og við höfum ekki fengið á okkur mark núna í fjórum leikjum í röð. Það er líka aldrei leiðinlegt að skora," sagði FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson og glott við tönn. 21. júní 2009 22:02 Heimir Guðjónsson: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en boltinn gekk ekki nógu hratt á milli. Menn voru að nota of mikið af snertingum og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 4-0 sigur hans manna á Þrótti í kvöld. 21. júní 2009 21:48 Gunnar Oddsson: Buðum til veislu „Fyrri hálfleikur var allt í lagi en það var slæmt að fá mark á sig á þessum tíma. Við buðum svo hreinlega til veislu í síðari hálfleik. Gáfum frá okkur boltann á vondum stöðum og seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður," sagðu Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-0 tap hans manna gegn FH. 21. júní 2009 21:55 Heimir: Ekkert ósætti á milli okkar Tryggva Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson er enn úti í kuldanum hjá FH-ingum. Hann fékk aðeins að spila í tvær mínútur í kvöld. 21. júní 2009 22:10 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Matthías: Danry gaf mér viljandi olnbogaskot Umdeilt atvik átti sér stað í leik FH og Þróttar í kvöld. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik féll FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson til jarðar á miðjum vellinum og fjarri boltanum. 21. júní 2009 22:15
Matthías Vilhjálmsson: Við erum góðir „Ég fann mig vel í kvöld er að komast í toppstand. Liðið er líka að spila allt vel og við höfum ekki fengið á okkur mark núna í fjórum leikjum í röð. Það er líka aldrei leiðinlegt að skora," sagði FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson og glott við tönn. 21. júní 2009 22:02
Heimir Guðjónsson: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en boltinn gekk ekki nógu hratt á milli. Menn voru að nota of mikið af snertingum og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 4-0 sigur hans manna á Þrótti í kvöld. 21. júní 2009 21:48
Gunnar Oddsson: Buðum til veislu „Fyrri hálfleikur var allt í lagi en það var slæmt að fá mark á sig á þessum tíma. Við buðum svo hreinlega til veislu í síðari hálfleik. Gáfum frá okkur boltann á vondum stöðum og seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður," sagðu Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-0 tap hans manna gegn FH. 21. júní 2009 21:55
Heimir: Ekkert ósætti á milli okkar Tryggva Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson er enn úti í kuldanum hjá FH-ingum. Hann fékk aðeins að spila í tvær mínútur í kvöld. 21. júní 2009 22:10