Viljum vera við toppinn eins lengi og hægt er Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2009 06:00 Halldór Orri Björnsson hefur verið atkvæðamikill í leikjum Stjörnunnar til þessa. Mynd/Valli Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, er leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Stjörnunnar á Fram á sunnudagskvöldið. Það var þriðji taplausi leikur Stjörnunnar í röð eftir að liðið tapaði stórt fyrir FH í Kaplakrika, 5-1. En Garðbæingar létu ekki slá sig út af laginu og hafa haldið sínu striki og gott betur. Liðið er til að mynda það eina sem hefur bæði skorað og náð stigi í Keflavík til þessa. Þar var einmitt Halldór að verki en hann er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk, rétt eins og Blikinn Alfreð Finnbogason og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki. Arnar Már Björgvinsson, félagi Halldórs hjá Stjörnunni, er markahæstur með sex mörk. „Nei, það þýðir ekkert að slaka á," sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið. „Það er bara þriðjungur búinn af þessu móti og því nóg eftir. Við viljum halda okkur við toppinn eins lengi og við getum." Hann segist ekki hafa óttast að Stjörnumenn misstu dampinn í landsleikjafríinu sem nú er nýlokið. „Nei, ég leit á þetta bara sem kærkomið tækifæri til að hvíla þreytta fætur eftir mikla keyrslu í upphafi móts. Bjarni (Jóhannsson þjálfari) gaf okkur sem erum búnir að spila mikið gott frí og var með æfingaleik fyrir hina. Það virðist hafa gefið góða raun, allavega miðað við fyrsta leikinn." Það er mikið búið að fjalla um sóknarkraft Stjörnunnar en fyrirfram var reiknað með því að Stjarnan myndi bæði skora mörg mörk en fá einnig mörg á sig. Annað hefur komið á daginn og hefur Stjarnan fengið aðeins níu mörk á sig - þar af fimm í áðurnefndum leik gegn FH. „Við skoruðum mörg mörk á undirbúningstímabilinu en fengum þá mörg á okkur líka. En þá vantaði líka Tryggva (Bjarnason). Hann var frá í nánast allan vetur en síðan hann kom aftur hefur varnarleikurinn jafnt og þétt verið að slípast til. Í dag þurfum við í sókninni engar áhyggjur að hafa af vörninni. Við erum með afar traustan markvörð og varnarlínu. Það gefur okkur hinum meira frelsi í sóknarleiknum." Stjarnan mætir næst Fylki í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar en þessi lið hafa þegar mæst í deildinni. Þá vann Stjarnan 2-1 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri í 80 mínútur. „Þeir vilja sjálfsagt leiðrétta eitthvað úr þeim leik en við ætlum okkur að slá þá út úr þessari keppni." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, er leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Stjörnunnar á Fram á sunnudagskvöldið. Það var þriðji taplausi leikur Stjörnunnar í röð eftir að liðið tapaði stórt fyrir FH í Kaplakrika, 5-1. En Garðbæingar létu ekki slá sig út af laginu og hafa haldið sínu striki og gott betur. Liðið er til að mynda það eina sem hefur bæði skorað og náð stigi í Keflavík til þessa. Þar var einmitt Halldór að verki en hann er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk, rétt eins og Blikinn Alfreð Finnbogason og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki. Arnar Már Björgvinsson, félagi Halldórs hjá Stjörnunni, er markahæstur með sex mörk. „Nei, það þýðir ekkert að slaka á," sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið. „Það er bara þriðjungur búinn af þessu móti og því nóg eftir. Við viljum halda okkur við toppinn eins lengi og við getum." Hann segist ekki hafa óttast að Stjörnumenn misstu dampinn í landsleikjafríinu sem nú er nýlokið. „Nei, ég leit á þetta bara sem kærkomið tækifæri til að hvíla þreytta fætur eftir mikla keyrslu í upphafi móts. Bjarni (Jóhannsson þjálfari) gaf okkur sem erum búnir að spila mikið gott frí og var með æfingaleik fyrir hina. Það virðist hafa gefið góða raun, allavega miðað við fyrsta leikinn." Það er mikið búið að fjalla um sóknarkraft Stjörnunnar en fyrirfram var reiknað með því að Stjarnan myndi bæði skora mörg mörk en fá einnig mörg á sig. Annað hefur komið á daginn og hefur Stjarnan fengið aðeins níu mörk á sig - þar af fimm í áðurnefndum leik gegn FH. „Við skoruðum mörg mörk á undirbúningstímabilinu en fengum þá mörg á okkur líka. En þá vantaði líka Tryggva (Bjarnason). Hann var frá í nánast allan vetur en síðan hann kom aftur hefur varnarleikurinn jafnt og þétt verið að slípast til. Í dag þurfum við í sókninni engar áhyggjur að hafa af vörninni. Við erum með afar traustan markvörð og varnarlínu. Það gefur okkur hinum meira frelsi í sóknarleiknum." Stjarnan mætir næst Fylki í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar en þessi lið hafa þegar mæst í deildinni. Þá vann Stjarnan 2-1 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri í 80 mínútur. „Þeir vilja sjálfsagt leiðrétta eitthvað úr þeim leik en við ætlum okkur að slá þá út úr þessari keppni."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira