Umfjöllun: Öruggur sigur Fram á KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 00:01 Ingvar Ólason og Prince Rajcomar berjast um boltann í kvöld. Mynd/Arnþór Fram vann í dag öruggan og síst of stóran 3-0 sigur á KR í fyrsta leik 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis og Almarr Ormarsson einu sinni en Fram komst yfir með tveimur mörkum með mínútu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en KR-ingar voru mun meira með boltann. Þeir héldu honum ágætlega í sínum röðum en náðu að skapa sér fá færi. Framarar hins vegar voru duglegir að færa sér mistök varnarmanna KR í nyt en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Hjálmar fékk tvö bestu færi Fram í fyrri hálfleik en heimamönnum óx ásmegin eftir því sem á leið í leiknum. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og komust yfir strax á 51. mínútu. Skömmu áður höfðu KR-ingar farið fram á víti en fengu ekki. Strax eftir að Framarar unnu boltann kom Heiðar Geir Júlíusson honum á Hjálmar sem lét vaða rétt utan vítateiginn vinstra megin. Boltinn hafnaði í netinu og Stefán Logi markvörður kom engum vörnum við. Aðeins mínútu síðar kom næsta mark. Halldór Hermann Jónsson kom boltanum inn á miðjan vítateiginn þar sem Almarr var á réttum stað og skoraði mark með laglegu skoti. Eftir þetta héldu Framarar áfram að sækja grimmt og hefðu getað skorað mun fleiri færi. Bæði var bjargað á línu auk þess sem að sóknarmenn Fram fóru einfaldlega illa með færin sín. Ekkert gekk hjá KR og var hreinlega grátlegt að fylgjast með liðinu - ekkert gekk, hvorki sendingar né einstaklingsframtök. Það var því eins og að strá salt í sár KR-inga þegar að Hjálmar skoraði þriðja mark leiksins. Löng sending kom fram á völlinn og hafði Hjálmar betur í kapphlaupinu við Mark Rutgers um boltann. Stefán Logi kom út á móti honum en Hjálmar lék á hann og sendi svo boltann framhjá Grétari í autt markið. Þar með var sigurinn gulltryggður og þrjú dýrmæt stig í húsi hjá Frömurum. Fram - KR 3-0 1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.) 2-0 Almarr Ormarsson (52.) 3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1.034 Dómari: Magnús Þórisson (6)Skot (á mark): 9-10 (5-5)Varin skot: Hannes 5 - Stefán Logi 1.Horn: 5-7Aukaspyrnur fengnar: 8-6Rangstöður: 5-0 Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 7 Paul McShane 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Ingvar Ólason 6 (86. Jón Guðni Fjóluson -) Heiðar Geir Júlíusson 7 Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur Björn Grímsson -) Hjálmar Þórarinsson 8 - maður leiksins (89. Ívar Björnsson -)KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 4 Mark Rutgers 2 Jordao Diogo 3 Gunnar Örn Jónsson 4 (58. Óskar Örn Hauksson 5) Jónas Guðni Sævarsson 4 Baldur Sigurðsson 2 Bjarni Guðjónsson 5 Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01 Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Fram vann í dag öruggan og síst of stóran 3-0 sigur á KR í fyrsta leik 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis og Almarr Ormarsson einu sinni en Fram komst yfir með tveimur mörkum með mínútu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en KR-ingar voru mun meira með boltann. Þeir héldu honum ágætlega í sínum röðum en náðu að skapa sér fá færi. Framarar hins vegar voru duglegir að færa sér mistök varnarmanna KR í nyt en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Hjálmar fékk tvö bestu færi Fram í fyrri hálfleik en heimamönnum óx ásmegin eftir því sem á leið í leiknum. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og komust yfir strax á 51. mínútu. Skömmu áður höfðu KR-ingar farið fram á víti en fengu ekki. Strax eftir að Framarar unnu boltann kom Heiðar Geir Júlíusson honum á Hjálmar sem lét vaða rétt utan vítateiginn vinstra megin. Boltinn hafnaði í netinu og Stefán Logi markvörður kom engum vörnum við. Aðeins mínútu síðar kom næsta mark. Halldór Hermann Jónsson kom boltanum inn á miðjan vítateiginn þar sem Almarr var á réttum stað og skoraði mark með laglegu skoti. Eftir þetta héldu Framarar áfram að sækja grimmt og hefðu getað skorað mun fleiri færi. Bæði var bjargað á línu auk þess sem að sóknarmenn Fram fóru einfaldlega illa með færin sín. Ekkert gekk hjá KR og var hreinlega grátlegt að fylgjast með liðinu - ekkert gekk, hvorki sendingar né einstaklingsframtök. Það var því eins og að strá salt í sár KR-inga þegar að Hjálmar skoraði þriðja mark leiksins. Löng sending kom fram á völlinn og hafði Hjálmar betur í kapphlaupinu við Mark Rutgers um boltann. Stefán Logi kom út á móti honum en Hjálmar lék á hann og sendi svo boltann framhjá Grétari í autt markið. Þar með var sigurinn gulltryggður og þrjú dýrmæt stig í húsi hjá Frömurum. Fram - KR 3-0 1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.) 2-0 Almarr Ormarsson (52.) 3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1.034 Dómari: Magnús Þórisson (6)Skot (á mark): 9-10 (5-5)Varin skot: Hannes 5 - Stefán Logi 1.Horn: 5-7Aukaspyrnur fengnar: 8-6Rangstöður: 5-0 Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 7 Paul McShane 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Ingvar Ólason 6 (86. Jón Guðni Fjóluson -) Heiðar Geir Júlíusson 7 Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur Björn Grímsson -) Hjálmar Þórarinsson 8 - maður leiksins (89. Ívar Björnsson -)KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 4 Mark Rutgers 2 Jordao Diogo 3 Gunnar Örn Jónsson 4 (58. Óskar Örn Hauksson 5) Jónas Guðni Sævarsson 4 Baldur Sigurðsson 2 Bjarni Guðjónsson 5 Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01 Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01
Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34