Fleiri fréttir

Enrique hættir með Spánverja

Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar.

„Ef ég er ekki hamingju­söm þá er ég ekki að fara spila vel“

Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi.

Sterling vill snúa aftur til Katar

Raheem Sterling leitast nú eftir að koma til móts við enska landsliðshópinn á ný eftir að hafa flogið heim til Englands vegna fjölskyldukrísu á sunnudaginn var.

Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega

Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir.

FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns

Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar.

María lék allan leikinn í öruggum sigri Man United

Manchester United vann öruggan 4-1 sigur á Everton í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld. María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Man United. Þá vann Manchester City 2-0 útisigur á Liverpool.

Brassar lík­legastir til að vinna HM

Tölfræðiveitan Gracenote hefur haldið utan um líklegasta sigurvegarann frá því ljóst var hvaða þjóðir myndu keppa á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Þegar komið er að átta liða úrslitum keppninnar er Brasilía sú þjóð sem er talin líklegust til afreka.

Cloé skoraði tvö í sigri Ben­fi­ca á Rosengård

Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði í kvöld tvö af þremur mörkum Benfica í 3-1 útisigri á Guðrúnu Arnarsdóttur og stöllum hennar í Rosengård þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu.

Fleiri Fær­eyingar á leiðinni í Kópa­vog?

Það er nóg um að vera á skrifstofu Íslandsmeistara Breiðabliks en félagið er nú orðað við færeyska landsliðsmanninn Klæmint Olsen sem leikur með NSÍ Runavík í heimalandinu.

Ágúst snýr aftur í Smárann

Ágúst Eðvald Hlynsson er genginn í raðir Breiðabliks frá Horsens í Danmörku. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Spilaði í Víkinni í fyrra: Hver er Gonçalo Ramos?

Það vakti mikla athygli þegar Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ákvað að byrja með Gonçalo Ramos sem fremsta mann gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM og skilja þar með Cristiano Ronaldo eftir á bekknum. Portúgal vann 6-1, Ramos skoraði þrennu og Santos fór sáttur að sofa. En hver er Gonçalo Matias Ramos?

Ronaldo: Þetta er ekki satt

Cristiano Ronaldo segir það ekki vera satt að hann sé búinn að semja við lið Al Nassr í Sadí Arabíu.

Ron­aldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals

Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin

Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu.

Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum.

Telja að vellirnir á HM séu málaðir til að líta betur út

Þó nokkrir keppendur á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar hafa kvartað yfir því að vellirnir séu málaðir til að líta betur út. Leiðir það til þess að búningar leikmanna verða grænlitaðir þó augljóst sé að ekki sé um grasgrænku að ræða.

Lét leikmennina sína taka þúsund víti

Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.