Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2026 19:15 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sjö mörk og lék ítölsku vörnina grátt, hvað eftir annað. epa/Johan Nilsson Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf keppni á EM 2026 með því rúlla yfir Ítalíu, 39-26, í F-riðli. Frammistaða Íslands var stórgóð á öllum sviðum. Eftir smá skjálfta í byrjun leiks þar sem nokkur dauðafæri fóru í súginn herti Ísland tökin og breytti stöðunni úr 7-7 í 12-7. Níu mörkum munaði svo á liðunum í hálfleik, 21-12. Ísland komst ellefu mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Ítalía minnkaði muninn í átta mörk. Þá gáfu Íslendingar aftur í og juku muninn undir lokin. Þegar uppi var staðið munaði þrettán mörkum á liðunum, 39-26. Napóleon handboltans, Bob Hanning, þjálfari Ítalíu, lét sína menn spila framarlega í vörninni en það spilaðist upp í hendurnar á íslenska liðinu. Ítalska vörnin réði ekkert við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu og var markahæstur með átta mörk. Fyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon stóð fyrir sínu og vinstri hornamennirnir, Orri Freyr Þorkelsson og Bjarki Már Elísson, skoruðu samtals níu mörk úr níu skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í íslenska markinu og varði meðal annars þrjú vítaköst. Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Ítalíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (14/3 varin skot - 52:26 mín.) Hefur spilað betur en meðal góður leikur hjá Viktori er stórgóður á mælikvarða flestra. Hann er orðinn það góður. Varði fjórtán skot, þar af þrjú víti auk þess sem Ítalir klikkuðu á einu víti til. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (4/1 mörk - 30:00 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn og var pottþéttur í færunum sínum. Skoraði fjögur mörk og nýtti öll skotin sín. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 40:56 mín.) Byrjaði inn á í sókninni en skipti fljótlega við Janus sem fór á kostum. Nýtti krafta sína í vörninni þar sem hann stóð að venju fyrir sínu. Háði skemmtilega baráttu við Megnon-bræðurna. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (7 mörk - 29:24 mín.) Ítalarnir fengu þá flugu í höfuðið að það væri sniðugt að spila framarlega gegn Gísla. Svo reyndist ekki vera. Tætti ítölsku vörnina í ítrekað í sig og skoraði annað hvort eða opnaði fyrir samherja sína. Fylgdi eftir góðri frammistöðu á æfingamótinu í Frakklandi og virkar í frábæru formi sem veit á gott fyrir framhaldið. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (6/4 mörk - 38:11 mín.) Fyrirliðinn gerði vel í leiknum, spilaði vel með Gísla og Janus og saman gerðu þeir ítölsku varnarmönnunum lífið afar erfitt. Líka sterkur í vörninni. Flott frammistaða hjá Ómari en hann á nóg inni. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (2 mörk - 35:17 mín.) Skoraði tvö mörk og klikkaði á tveimur færum. Fékk góða hvíld og mun eflaust láta meira til sín taka í framhaldinu. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 31:20 mín.) Brenndi af tveimur skotum í upphafi leiks og var í miklum vandræðum með snögga leikmenn Ítala í vörninni. Frammistaðan á þeim enda lagaðist eftir því sem leið á leikinn en Elliði klúðraði öllum þremur skotunum sínum og getur, og verður, að sýna meira en hann gerði í dag. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 23:04 mín.) Stóð í ströngu í vörninni. Eftir smá bras í byrjun óx hann og lét til sín taka. Fékk tvær brottvísanir og lét Ítalina finna til tevatnsins. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (8 mörk - 35:40 mín.) Þvílík innkoma! Selfyssingurinn byrjaði af fítonskrafti eftir að hann kom inn á eftir rúmlega tíu mínútur, í sókn og ekki síður í vörninni. Íslendingar áttu í smá vandræðum í varnarleiknum framan af en Janus stoppaði í götin sem höfðu myndast þar. Í sókninni skoraði hann grimmt og samspil þeirra Gísla og Ómars var unun á að horfa. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 12:26 mín.) Skoraði eitt mark og setti nokkrar tröllahindranir í sókninni. Nýtti tækifærið sitt í dag ágætlega. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 18:50 mín.) Spilaði ekki mikið en gerði vel þær mínútur sem hann var inni á vellinum. Á eftir að nýtast íslenska liðinu vel á mótinu. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 4 (5 mörk - 27:27 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og sýndi hvers hann er megnugur. Gríðarlega öruggur í færunum sínum og skilaði fimm mörkum. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 21:22 mín.) Hjálpaði íslenska liðinu varnarmegin á vellinum en engum líður vel þegar hann fer inn úr horninu. Tvö af þremur skotum Teits þaðan geiguðu. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - (1 mark - 6:39 mín.) Kom inn á undir lokin, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson, leikstjórnandi - (1 mark - 4:25 mín.) Spilaði sínar fyrstu mínútur á stórmóti og skoraði sitt fyrsta mark á stóra sviðinu með laglegu skoti af gólfinu. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,56 af tíu í sóknareinkunn Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann afar sannfærandi þrettán marka sigur á Ítalíu, 39-26, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 16. janúar 2026 19:09 „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. 16. janúar 2026 18:55 Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Ísland vann afar öruggan þrettán marka sigur, 39-26, gegn Ítalíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta. 16. janúar 2026 12:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Eftir smá skjálfta í byrjun leiks þar sem nokkur dauðafæri fóru í súginn herti Ísland tökin og breytti stöðunni úr 7-7 í 12-7. Níu mörkum munaði svo á liðunum í hálfleik, 21-12. Ísland komst ellefu mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Ítalía minnkaði muninn í átta mörk. Þá gáfu Íslendingar aftur í og juku muninn undir lokin. Þegar uppi var staðið munaði þrettán mörkum á liðunum, 39-26. Napóleon handboltans, Bob Hanning, þjálfari Ítalíu, lét sína menn spila framarlega í vörninni en það spilaðist upp í hendurnar á íslenska liðinu. Ítalska vörnin réði ekkert við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu og var markahæstur með átta mörk. Fyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon stóð fyrir sínu og vinstri hornamennirnir, Orri Freyr Þorkelsson og Bjarki Már Elísson, skoruðu samtals níu mörk úr níu skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í íslenska markinu og varði meðal annars þrjú vítaköst. Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Ítalíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (14/3 varin skot - 52:26 mín.) Hefur spilað betur en meðal góður leikur hjá Viktori er stórgóður á mælikvarða flestra. Hann er orðinn það góður. Varði fjórtán skot, þar af þrjú víti auk þess sem Ítalir klikkuðu á einu víti til. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (4/1 mörk - 30:00 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn og var pottþéttur í færunum sínum. Skoraði fjögur mörk og nýtti öll skotin sín. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 40:56 mín.) Byrjaði inn á í sókninni en skipti fljótlega við Janus sem fór á kostum. Nýtti krafta sína í vörninni þar sem hann stóð að venju fyrir sínu. Háði skemmtilega baráttu við Megnon-bræðurna. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (7 mörk - 29:24 mín.) Ítalarnir fengu þá flugu í höfuðið að það væri sniðugt að spila framarlega gegn Gísla. Svo reyndist ekki vera. Tætti ítölsku vörnina í ítrekað í sig og skoraði annað hvort eða opnaði fyrir samherja sína. Fylgdi eftir góðri frammistöðu á æfingamótinu í Frakklandi og virkar í frábæru formi sem veit á gott fyrir framhaldið. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (6/4 mörk - 38:11 mín.) Fyrirliðinn gerði vel í leiknum, spilaði vel með Gísla og Janus og saman gerðu þeir ítölsku varnarmönnunum lífið afar erfitt. Líka sterkur í vörninni. Flott frammistaða hjá Ómari en hann á nóg inni. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (2 mörk - 35:17 mín.) Skoraði tvö mörk og klikkaði á tveimur færum. Fékk góða hvíld og mun eflaust láta meira til sín taka í framhaldinu. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 31:20 mín.) Brenndi af tveimur skotum í upphafi leiks og var í miklum vandræðum með snögga leikmenn Ítala í vörninni. Frammistaðan á þeim enda lagaðist eftir því sem leið á leikinn en Elliði klúðraði öllum þremur skotunum sínum og getur, og verður, að sýna meira en hann gerði í dag. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 23:04 mín.) Stóð í ströngu í vörninni. Eftir smá bras í byrjun óx hann og lét til sín taka. Fékk tvær brottvísanir og lét Ítalina finna til tevatnsins. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (8 mörk - 35:40 mín.) Þvílík innkoma! Selfyssingurinn byrjaði af fítonskrafti eftir að hann kom inn á eftir rúmlega tíu mínútur, í sókn og ekki síður í vörninni. Íslendingar áttu í smá vandræðum í varnarleiknum framan af en Janus stoppaði í götin sem höfðu myndast þar. Í sókninni skoraði hann grimmt og samspil þeirra Gísla og Ómars var unun á að horfa. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 12:26 mín.) Skoraði eitt mark og setti nokkrar tröllahindranir í sókninni. Nýtti tækifærið sitt í dag ágætlega. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 18:50 mín.) Spilaði ekki mikið en gerði vel þær mínútur sem hann var inni á vellinum. Á eftir að nýtast íslenska liðinu vel á mótinu. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 4 (5 mörk - 27:27 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og sýndi hvers hann er megnugur. Gríðarlega öruggur í færunum sínum og skilaði fimm mörkum. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 21:22 mín.) Hjálpaði íslenska liðinu varnarmegin á vellinum en engum líður vel þegar hann fer inn úr horninu. Tvö af þremur skotum Teits þaðan geiguðu. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - (1 mark - 6:39 mín.) Kom inn á undir lokin, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson, leikstjórnandi - (1 mark - 4:25 mín.) Spilaði sínar fyrstu mínútur á stórmóti og skoraði sitt fyrsta mark á stóra sviðinu með laglegu skoti af gólfinu. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,56 af tíu í sóknareinkunn Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann afar sannfærandi þrettán marka sigur á Ítalíu, 39-26, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 16. janúar 2026 19:09 „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. 16. janúar 2026 18:55 Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Ísland vann afar öruggan þrettán marka sigur, 39-26, gegn Ítalíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta. 16. janúar 2026 12:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,56 af tíu í sóknareinkunn Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann afar sannfærandi þrettán marka sigur á Ítalíu, 39-26, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 16. janúar 2026 19:09
„Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. 16. janúar 2026 18:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Ísland vann afar öruggan þrettán marka sigur, 39-26, gegn Ítalíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta. 16. janúar 2026 12:32