Fleiri fréttir

Tæknin sannar að Ronaldo snerti aldrei boltann
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo fagnaði ógurlega er liðið tók 1-0 forystu gegn Úrúgvæ í leik liðanna á HM í gær. Ronaldo fullyrti að hann hafi snert boltann á leið sinni í netið eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes, en tæknin hefur nú sannað að svo var ekki og það var því Bruno sem skoraði markið.

Senegal heiðraði minningu Diop á besta mögulega hátt
Senegal er komið áfram í 16-liða úrslit á HM í Katar eftir 2-1 sigur á Ekvador í A-riðli keppninnar í dag. Kalidou Koulibaly var hetja liðsins.

Gakpo sjóðheitur og Holland tók efsta sætið
Holland tryggði sér sigur í A-riðli HM karla í fótbolta með auðveldum og öruggum 2-0 sigri gegn gestgjöfum Katar í lokaumferð riðilsins í dag.

Brá í brún þegar félagið tilkynnti að hann væri látinn
Portúgalska stórliðið Porto tilkynnti í gær um andlát Domingos Gomes, sem var yfirlæknir fótboltaliðs félagsins um árabil. Gomes er aftur á móti sprelllifandi.

HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða
Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna.

Neville gapandi hissa á Thiago Silva
Gary Neville, sparkspekingur og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, botnar ekkert í því hvernig brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva fer að því að spila jafn vel og hann gerir, 38 ára að aldri.

De Bruyne, Hazard og Vertonghen slógust næstum því eftir tapið fyrir Marokkó
Litlu munaði að slagsmál brytust út í búningsklefa belgíska landsliðsins eftir tapið fyrir Marokkó á HM í Katar.

Fernandes hélt að Ronaldo hefði skorað markið sem var skráð á hann
Bruno Fernandes hélt að Cristiano Ronaldo hefði skorað fyrra mark Portúgals gegn Úrúgvæ en ekki hann sjálfur.

Íhugaði sjálfsmorð eftir brottreksturinn frá Sky Sports
Andy Gray segir að hann hafi verið í sjálfsmorðshugleiðingum eftir að hann var rekinn frá Sky Sports fyrir ellefu árum fyrir niðrandi ummæli um konur.

Blaðamaður sagði að Hazard væri feitur og bað svo um mynd af sér með honum
Egypskur blaðamaður tjáði Eden Hazard, einni af stærstu stjörnu belgíska landsliðsins, að hann væri orðinn feitur. Hann bað síðan um mynd af sér með Hazard.

Southgate sýnir Englendingum myndband af því hvernig Walesverjar fögnuðu sigri Íslendinga 2016
Til að kveikja í sínu liði fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales á HM í Katar í kvöld ætlar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, að sýna sínum mönnum myndbönd af því þegar Walesverjar glöddust yfir sigri Íslendinga á Englendingum á EM 2016.

Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM
Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar.

Gunnhildur Yrsa ekki sátt með ákvarðanir FIFA: „Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigða“
„Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig,“ segir landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á Twitter-síðu sinni.

Einn úr starfsliði Gana smellti af sjálfu með súrum Son eftir sigur Gana á Suður-Kóreu
Gana vann frábæran 3-2 sigur á Suður-Kóreu í H-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Eftir leik ákvað einn úr starfsliði Gana að smella af sjálfu með tárvotum Son Heung-min, leikmanni Tottenham Hotspur og fyrirliða Suður-Kóreu.

Agnelli, Nedvěd og öll stjórn Juventus segir af sér
Þau stórtíðindi bárust í kvöld að öll stjórn ítalska knattspyrnuliðsins Juventus hafi sagt af sér. Þar á meðal er forsetinn Andrea Agnelli og varaforsetinn Pavel Nedvěd en sá síðarnefndi lék á sínum tíma með liðinu.

Bruno Fernandes skaut Portúgal í sextán liða úrslit
Portúgal er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 2-0 sigur á Úrúgvæ. Bruno Fernandes með bæði mörkin þó svo að Cristiano Ronaldo hafi reynt að sannfæra alla og ömmu þeirra um að hann hefði skorað fyrra mark leiksins.

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Dregið í þriðju umferð FA bikarsins: Manchester City mætir Chelsea
Dregið var í þriðju umferð FA bikarsins á Englandi nú rétt í þessu. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Englandsmeistara Manchester City og Chelsea.

Ingunn úr Vesturbænum í Laugardalinn
Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Casemiro skaut Brasilíu í sextán liða úrslit
Brasilía er komin í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Sviss. Miðjumaðurinn Casemiro skaut Brasilíu áfram með marki þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma.

Hótar Messi eftir að hann sá hvað hann gerði í klefanum eftir leik
Argentína vann lífsnauðsynlegan sigur á Mexíkó á heimsmeistaramótinu í Katar um helgina en tap hefði þýtt að argentínska landsliðið væri úr leik á mótinu.

KSÍ segir ráðuneytið hafa gefið grænt ljós á samning við Sáda
Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf og landsleik á milli Íslands og Sádi-Arabíu í fótbolta, samkvæmt svari við fyrirspurn Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári.

Kudus hetja Gana sem lifði af kjaftshöggið
Gana fékk sín fyrstu stig í H-riðli HM karla í fótbolta þegar liðið vann Suður-Kóreu, 3-2, í bráðfjörugum leik í Katar í dag.

Hetja Þjóðverja fékk tönn inn í sig eins og Jónatan
Niclas Füllkrug er á allra vörum í Þýskalandi eftir að hafa haldið góðu lífi í HM-þátttöku Þjóðverja með jöfnunarmarki sínu gegn Spáni í Katar í gær.

Eftirminnileg innkoma Aboubakars í einum besta leik mótsins
Vincent Aboubakar átti eftirminnilega innkomu þegar Kamerún gerði 3-3 jafntefli við Serbíu í G-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

Bannað að skalla boltann daginn fyrir og daginn eftir leik
Skotar ætla að stíga stórt skref í átt að því að verja knattspyrnufólk sitt fyrir höfuðhöggum tengdum fótboltaiðkun.

Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM
Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna.

Aðalmarkvörður Kamerún í agabann
André Onana mun ekki standa í marki Kamerún í dag þegar liðið mætir Serbíu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Réðst á markvörð með hornfána
Undarlegt atvik átti sér stað í leik í tyrknesku B-deildinni þegar áhorfandi lamdi markvörð í höfuðið með hornfána.

Belgíska pressan harðorð: „Getur einhver hrist De Bruyne til lífsins?“
Fjölmiðlar í Belgíu fóru ófögrum orðum um frammistöðu belgíska landsliðsins gegn Marokkó á HM í Katar í gær. Kevin De Bruyne fékk sérstaklega að finna fyrir því.

Kviðmágarnir á sama hóteli í Katar
Fornu fjendurnir John Terry og Wayne Bridge ku vera á sama hótelinu í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram.

Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak
Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma.

Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar.

Messi færist nær Miami
Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins.

Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán
Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan.

Dagný skoraði og Glódís Perla hélt hreinu
Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar
Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta.

Íhuga að fá Pulisic á láni til að fylla skarð Ronaldo
Forráðamenn Manchester United íhugðu að sækja bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic á láni frá Chelsea síðasta sumar. Áhuginn er enn sá sami og gæti Man United reynt að fá leikmanninn í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Marokkó galopnaði F-riðilinn með sigri gegn Belgum
Marokkó vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Belgíu í F-riðli heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Með sigrinum stökk marokkóska liðið á topp riðilsins.

Sveindís og stöllur styrktu stöðu sína á toppnum með stórsigri
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu öruggan sigur er liðið heimsótti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 0-4 og Wolfsburg er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“
Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“

Eitt skot á mark og Kosta Ríka heldur sér á lífi
Kosta Ríka vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur er liðið mætti Japan á HM í Katar í dag. Keysher Fuller skoraði eina mark leiksins með fyrsta skoti Kosta Ríka á markið í keppninni.

Aðstoðarþjálfarinn fær traustið og tekur við Bournemouth
Gary O'Neil hefur samið við Bournemouth um að taka við sem aðalþjálfari liðsins í ensku úrvalsdeildinni til ársins 2024.

Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag.

Íhugaði að hætta eftir fyrsta leik á HM en mamma talaði hann af því
Hinn 26 ára Lucas Hernández, leikmaður Bayern München og franska landsliðsins, íhugaði að binda enda á knattspyrnuferil sinn eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik franska landsliðsins á HM í Katar.