Fleiri fréttir

Ísak gæti orðið efnilegastur og bestur

Eftir að lokaumferðinni í Bestu deild karla lýkur á morgun verður tilkynnt hvaða leikmenn urðu fyrir valinu sem besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar í ár.

Gáfu bjór en fengu slæma meðhöndlun í staðinn

Danska knattspyrnufélagið FC Kaupmannahöfn hefur sent opinbera kvörtun til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna þess hvernig farið var með stuðningsmenn félagsins í Sevilla á þriðjudaginn, á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu.

„Svona gera bara trúðar“

Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta.

Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli

Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið.

Öruggur sigur tryggði United sæti í útsláttarkeppninni

Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er öruggt með sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og mætir Real Sociedad í hreinum úrslitaleik um efsta sæti E-riðils.

Bak­við tjöldin við gerð skjaldarins

Karlalið Breiðabliks tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn þegar liðið fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar. Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar að Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum. 

Júlíus kemur inn fyrir Guð­laug Victor

Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttuleiki liðsins gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu. Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, kemur inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, leikmann DC United í Bandaríkjunum.

„Reiðir“ fyrrverandi liðsfélagar bíða Söru í dag

Fyrir fimm mánuðum varð Sara Björk Gunnarsdóttir Evrópumeistari í fótbolta í annað sinn. Í dag mætir hún liðsfélögunum sem hún fagnaði titlinum með, þegar Juventus og Lyon mætast í afar mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu.

Bað um kaup á Haaland, Vlahovic og Diaz en Man. Utd hafnaði því

Ralf Rangnick lagði fram stjörnum prýddan óskalista fyrir forráðamenn Manchester United varðandi kaup á leikmönnum í janúar síðastliðnum, eftir að hann hafði nýverið tekið við sem knattspyrnustjóri félagsins. Félagið neitaði hins vegar að gera vetrarviðskipti.

„Raddir kvenna þurfa að heyrast“

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, flutti erindi á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á dögunum. Þar fór hún yfir mikilvægi þess að konur sitji í nefndum og stjórn UEFA en sem stendur eru þær í miklum minnihluta.

Conte segir mynd­bands­dómgæslu vera að skemma leikinn

Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum.

Bjart­sýnn á enn fleiri tæki­færi með aðal­liði FC Kaup­manna­hafnar

„Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni.

Marka­súpa í Austur­ríki

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta er nú lokið. Real Madríd og París Saint-Germain gerðu markalaust jafntefli á Spáni á meðan Roma lagði St. Polten 4-3 í Austurríki.

Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brug­ge saman

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň.

Byrjaður að æfa eftir krabbameinsaðgerð

Sébastien Haller, leikmaður Borussia Dortmund, er byrjaður að æfa á nýjan leik, þremur mánuðum eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna krabbameins.

Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda

Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama.

Þessi eða hinn? Del Piero eða Totti

Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru beðnir að velja á milli Alessandros Del Piero og Francescos Totti í dagskrárliðnum Þessi eða hinn sem er alltaf í lok hvers þáttar af Meistaradeildarmörkunum.

Margfalt fleiri geta séð Sveindísi í kvöld

Eftir að hafa spilað fyrir framan 21.300 áhorfendur í toppslagnum gegn Bayern München um helgina eru Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg mættar til Prag til að spila í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir