Fleiri fréttir

Haller sá til þess að Ajax er enn með fullt hús stiga

Sebastian Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann 1-2 útisigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ajax er því enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Besiktas er hins vegar enn án stiga.

Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit

Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá.

Chilwell gæti verið frá út tímabilið

Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Víkingur og KA í Skandinavíudeild

Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Benzema sekur í fjár­kúgunar­málinu og fær skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í að reyna kúga fé út úr Matieu Valbuena, fyrrverandi samherja sínum í franska landsliðinu, með kynlífsmyndbandi. Benzema fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og 75 þúsund evra sekt sem nemur rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna.

Leikjahæsti landsliðsþjálfari heims rekinn

Knattspyrnusamband Úrúgvæ ákvað síðastliðinn laugardag að reka þjálfara landsliðsins, Oscar Tabarez, úr starfi. Hann hafði verið þjálfari liðsins síðan árið 2006.

Dramatískt jafntefli í Sviss | Allt galopið í G-riðli

Öllum átta leikjum kvöldsins er nú lokið í Meistaradeild Evrópu. Atalanta missteig sig í baráttunni í F-riðli er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Young Boys og það er allt galopið í G-riðli eftir úrslit kvöldsins, en þar eiga öll fjögur liðin möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Markalaust í fyrsta Meistaradeildarleik Xavi

Barcelona og Benfica gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrsta Meistaradeildarleik Börsunga undir stjórn Xavi. Úrslitin þýða að bæði lið eiga enn möguleika á að fara upp úr E-riðli.

Maguire: Þetta er risastórt fyrir tímabilið okkar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var eðlilega kampakátur með 0-2 sigur liðsins gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigrinum, en Maguire segir hann risastóran fyrir tímabilið.

Henderson og Robertson klárir fyrir leikinn gegn Porto

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, og Andy Robertson, bakvörður liðsins, verða klárir í slaginn þegar Liverpool tekur á móti Porto í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Bruno á bekknum hjá Michael Carrick

Portúgalinn Bruno Fernandes er ekki í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Villarreal í Meistaradeildinni í fótbolta.

Landsliðin hittust í Leifsstöð

Kvennalandslið Íslands í handbolta og fótbolta héldu bæði erlendis í morgun. Svo skemmtilega vildi til að þau hittust í Leifsstöð.

Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo

Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið.

Kórónuveirukrísa hjá liði Bayern München

Þjálfarinn Julian Nagelsmann veiktist á dögunum en nú er mögulegt hópsmit innan liðs Bayern München sem hefur mikil áhrif á hvaða leikmenn verða í boði í Meistaradeildarleik liðsins í kvöld.

Braut viljandi á Azpilicueta og myndi gera það aftur

Það er sjaldan lognmolla í kringum hinn fertuga Zlatan Ibrahimović. Hann er leikmaður AC Milan á Ítalíu og sneri til baka í sænska landsliðið á dögunum. Þar komst hann í heimsfréttirnar fyrir að keyra harkalega inn í César Azpilicueta, leikmann Chelsea og Spánar.

Ramos loksins klár í slaginn

Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos verður í leikmannahópi París Saint-Germain er liðið sækir Manchester City heim í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ramos hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann gekk í raðir PSG í sumar.

Bestu leikmenn ársins: Barcelona og PSG ein­oka listana

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt lista yfir þau sem eru tilnefnd sem leikmenn ársins. Segja má að það þeir sömu og venjulegu séu tilnefndir hjá körlunum á meðan ofurlið Barcelona einokar listann í kvennaflokki.

Hent niður í grasið eftir að hafa hæðst að and­stæðingnum

Myndband af Þorleifi Úlfarssyni, leikmanni Duke í bandaríska háskólafótboltanum, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu hæðist Þorleifur að markverði andstæðinga sinna í leik og fær það í kjölfarið óþvegið frá öðrum leikmanni andstæðingsins.

Sjá næstu 50 fréttir