Fleiri fréttir

Markalaust í Íslendingaslagnum

Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliðum OB og AGF er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikum lauk með markalausu jafntefli.

Fór í hjartastopp en var endurlífgaður

Norska knattspyrnufélagið Sogndal hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hvað gerðist er Emil Pálsson hné niður í leik liðsins nú í kvöld.

Emil Páls­son hné niður á vellinum

Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu.

Aron Kristófer gengur í raðir KR

KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri.

Conte á leiðinni til að taka við Tottenham

Allt bendir til þess að Ítalinn Antonio Conte verði næsti knattspyrnustjóri Tottenham nú þegar félagið hefur sagt Portúgalanum Nuno Espírito Santo upp eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Messi vill snúa aftur til Barcelona

Þó að Lionel Messi hafi yfirgefið Barcelona í sumar og gengið í raðir PSG þá hefur hann mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Barcelona í framtíðinni.

Nuno rekinn frá Tottenham

Nuno Espírito Santo hefur verið sagt upp sem knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham.

Þjálfarinn skotinn í miðjum leik

Leikmenn, þjálfarar og dómarar hlupu til að bjarga lífi sínu eftir að skotárás braust út á leik í argentínsku 3. deildinni í fótbolta. Þjálfari gestaliðsins varð fyrir skoti en er ekki í lífshættu.

Chelsea og Arsenal í úr­slit FA-bikarsins

Undanúrslit FA-bikars kvenna í knattspyrnu frá því á síðustu leiktíð fóru fram í dag. Var þeim upphaflega frestað sökum kórónufaraldursins. Chelsea og Arsenal unnu bæði 3-0 sigra og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum sem fram fer þann 5. desember næstkomandi.

Ingi­björg bikar­meistari í Noregi annað árið í röð

Landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir urðu í dag norskir bikarmeistarar í knattspyrnu þegar Vålerenga vann Sandviken 2-1 í úrslitaleiknum. Er þetta annað árið í röð sem félagið verður bikarmeistari.

Funda um framtíð Nuno

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham Hotspur, og Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, funda í dag um framtíð knattspyrnustjóra liðsins, Nuno Espirito Santo, en liðið hefur ekki staðist væntingar síðan hann tók við starfinu í sumar.

Keita missir líklega af Meistaradeildarleiknum gegn Atlético Madrid

Jürgen Klopp, knattspyrnusjóri Liverpool, segir að Naby Keita muni að öllum líkindum missa af stórleik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næstkomandi miðvikudag eftir að miðjumaðurinn fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli liðsins gegn Brighton í gær.

Aguero fluttur á spítala eftir að hafa fundið fyrir brjóstverkjum

Sergio Aguero, sóknarmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, var fluttur á spítala eftir að hann get ekki haldið leik áfram er Börsungar gerðu 1-1 jafntefli gegn Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Aguero fann fyrir verkjum í brjósti og virtist eiga erfitt með andardrátt.

Segir að Man Utd sé vant því að koma til baka

Marcus Rashford var meðal markaskorara Manchester United er liðið vann Tottenham Hotspur 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United varð að vinna eftir afhroð gegn Liverpool um síðustu helgi.

„Líður eins og við höfum tapað“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 en hentu forystunni frá sér og voru heppnir að tapa ekki leiknum.

Ömur­legt gengi Juventus heldur á­fram

Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar.

Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti

Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks.

Bayern heldur toppsætinu eftir sjö marka leik

Nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka í tíundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Robert Lewandowski var enn eina ferðina á skotskónum er Bayern München vann 4-2 sigur gegn Union Berlin.

Sjá næstu 50 fréttir