Fleiri fréttir

Ari Freyr borinn af velli

Vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason var borinn af velli í 1-1 jafntefli Norrköping og Degerfoss í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Häcken bikar­meistari eftir öruggan sigur

Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á varamannabekk Häcken er liðið lagði Eskilstuna 3-0 í úrslitum sænska bikarsins í knattspyrnu í dag. Leikið var á Bravida-vellinum en það er heimavöllur Häcken.

Mögu­leikar AZ á Meistara­deildar­sæti svo gott sem úr sögunni

AZ Alkmaar gerði markalaust jafntefli við Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það þýðir að möguleikar AZ á því að ná 2. sæti og þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eru svo gott sem úr sögunni.

Sölvi Snær í Breiðablik

Sölvi Snær Guðbjargarson er genginn í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni en Breiðablik staðfesti þetta í kvöld, undir lok félagaskiptagluggans.

Barcelona hafði samband við Hansi Flick

ESPN greinir frá því að Barcelona hafi haft samband við þjálfara Bayern Munchen, Hansi Flick, en hann hættir með þýsku meistarana eftir leiktíðina.

Arnór Borg: Hefði átt að klára þetta

Arnór Borg Guðjohnsen, sóknartengiliður Fylkis, brást bogalistin á vítapunktinum í 1-1 jafntefli við KR í Árbæ í kvöld. Hann segir Fylki hafa átt skilið að taka öll stigin þrjú.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík

KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri.

Kvennalið Selfoss fær hina norsku Håland í markið hjá sér

Topplið Selfoss í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta hefur fengið liðstyrk fyrir sumarið.Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við norska markvörðinn Benedicte Håland um að leika með liði félagsins í sumar en þetta kemur fram á miðlum félagsins.

Van Dijk gefur EM upp á bátinn

Hollenska landsliðið þarf að spjara sig án miðvarðarins Virgils van Dijk á Evrópumótinu í fótbolta sem hefst í næsta mánuði.

„Ég er ekki í þessu til að eignast vini“

„Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum.

Tuchel þurfti að ljúga að Aubameyang

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði frá sérstökum samskiptum sínum við núverandi fyrirliða Arsenal þegar þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund.

KR staðfestir komu Kjartans Henrys

Kjartan Henry Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins sem hann lék síðast með 2014.

Barcelona tókst ekki að tylla sér í topp­sætið

Barcelona missti niður tveggja marka forystu gegn Levante í kvöld, lokatölur 3-3. Sigur hefði lyft Börsungum tímabundið upp í toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Fjolla Shala til liðs við Fylki

Fjolla Shala hefur samið við Fylki um að leika með liðinu næstu tvö árin hið minnsta. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Fylkis fyrr í kvöld.

Við ætlum auð­vitað alltaf að vinna

Anna María Friðgeirsdóttir fyrirliði Selfoss átti góðan leik á móti Þór/KA á Akureyri í dag þar sem Selfoss vann með tveimur mörkum gegn engu.

Tíma­bilið gefur okkur á­stæðu til bjart­sýni

Ole Gunnar Solskjær segir að tímabil Manchester United í heild sinni gefi ástæðu til bjartsýni og að liðið hafi stórbætt sig. Þá sagði hann að fjöldi leikja undanfarið hafi verið ástæðan fyrir öllum breytingunum í kvöld.

Manchester City enskur meistari í fimmta sinn

Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.