Fleiri fréttir

Vaxmynd af Gerrard á Anfield

Vaxmynd af Steven Gerrard kemur í hið fræga vaxmyndasafn Madame Tussaud í London á næstu dögum. Vaxmyndin var afhjúpuð á Anfield en þetta er í eitt af örfáum skiptum sem vaxmyndir af safninu eru frumsýndar utan London.

Ancelotti neitar að afskrifa Arsenal

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Arsenal sé enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn enda er félagið aðeins sex stigum á eftir Chelsea.

Eriksson yfirgefur Notts County

Sven-Göran Eriksson er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska liðinu Notts County. Hann verður engu að síður heiðursforseti hjá félaginu.

David Moyes efast um að Everton geti haldið Landon Donovan

David Moyes, stjóri Everton, er allt annað en bjartsýnn um að félagið getið framlengt lánsamning Bandaríkjamannsins Landon Donovan en tíu vikna samningur við Galaxy rennur út um miðjan mars. Donovan hefur staðið sig frábærlega með Everton liðinu síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy í janúar.

Fletcher: Pressan okkar skilar öllum þessum sjálfsmörkum

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, segir ástæðuna fyrir öllum sjálfsmörkum mótherja Manchester United á tímabilinu vera pressuna sem United-liðið setur á andstæðinga sína. 10 af 62 mörkum United í ensku úrvalsdeildinni í vetur hafa verið sjálfsmörk mótherja.

Inter og Roma á höttunum eftir Simplicio

Umboðsmaður miðjumannsins Fabio Simplicio segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að skjólstæðingur sinn sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Roma um að ganga í raðir félagsins næsta sumar þegar samningur hans rennur út við Palermo.

Marca: Raúl á leiðinni til New York Red Bulls

Samkvæmt heimildum spænska dagblaðsins Marca er ókrýndur konungur Madrid-borgar, sjálfur Raúl González, að íhuga að ganga í raðir bandaríska MLS-félagsins New York Red Bulls fyrir næsta tímabil.

Enska deildin betri en sú ítalska

Hinn ítalski landsliðsþjálfari Ítala, Fabio Capello, reitti marga landa sína til reiði þegar hann sagði að allt við ensku deildina væri betra en ítalska deildin.

Forseti Juventus grunaður um skattasvik

Skattamál Jean-Claude Blanc, forseti Juventus, eru í rannsókn þessa dagana hjá ítölskum yfirvöldum. Á því ekki að ganga af Blanc sem mun væntanlega missa forsetatign sína næsta sumar.

Adebayor: Ég ætti að vera í líkkistu

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor mun tileinka það sem eftir er af ferli sínum minningu félaga í landsliðinu sem létust er landsliðsrúta Tógó varð fyrir skotárás fyrir Afríkukeppnina.

David Moyes um Louis Saha í kvöld: Hann átti að skora fjögur mörk

David Moyes, stjóri Everton, var ekkert að missa sig yfir frammistöðu Frakkans Louis Saha í 2-1 sigri Everton á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Saha skoraði bæði mörk Everton í leiknum og fór illa með John Terry þegar hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik.

Tíu sjálfsmörk mótherja Manchester United í vetur

Andstæðingar ensku meistarana í Manchester United hafa gert sér lífið erfiðara með því að aðstoða United-menn í markaskoruninni í ensku úrvalsdeildinni. United náði jafntefli á móti Aston Villa í kvöld þökk sé enn einu sjálfsmarkinu nú frá Aston Villa manninum James Collins.

Louis Saha með tvö mörk þegar Everton vann topplið Chelsea

Louis Saha skoraði tvö mörk og klikkaði á víti að auki í 2-1 sigri Everton á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Florent Malouda kom Chelsea yfir en Saha skoraði mark í sitthvorum hálfleiknum og kom sigurmark hans á 75. mínútu.

Stolni bíllinn hans Gattuso fannst í Albaníu

Gennaro Gattuso hefur endurheimt Range Rover jeppann sinn sem var stolinn af honum fyrir fjórum árum. Bílinn fannst ásamt sex öðrum í Albaníu en þar enda margir af stolnum bílum í Evrópu undir fölskum skráningarvottorðum.

Eiður Smári er í byrjunarliðinu hjá Tottenham í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður fyrsti leikur Eiðs Smára á Englandi síðan að hann kom þangað frá franska liðinu Mónakó.

Mourinho: Chelsea er með eitt besta lið í heimi

Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter er í löngu viðtali á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA þar sem hann talar um einvígið gegn fyrrum lærisveinum sínum í Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Wenger: Hef engar áhyggjur af því að Fabregas fari

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur neitað því að fyrirliðinn Cesc Fabregas sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Barcelona um að hann gangi í raðir spænska félagsins næsta sumar.

Sullivan: Starf Zola er ekki í hættu

Hinn málglaði David Sullivan, annar eiganda West Ham, hefur neitað sögusögnum í breskum fjölmiðlum þess efnis að knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola verði rekinn frá Lundúnafélaginu á næstunni.

Juventus með Schweinsteiger í sigtinu

Samkvæmt frétt í Il Corriere dello Sport þá er Juventus með Þjóðverjann Bastian Schweinsteiger í sigtinu þessa dagana. Forráðamenn félagsins fylgjast grannt með frammistöðu hans þessa dagana.

Nígería með Trapattoni í sigtinu

Ítalski þjálfarinn Giovanni Trapattoni gæti farið á HM eftir allt saman því hann er á meðal þeirra þjálfara sem Nígería hefur áhuga á að ráða fyrir mótið.

Verður Leonardo rekinn næsta sumar?

Ítalskur vefmiðill heldur því fram í dag að AC Milan ætli sér að reka Leonardo úr þjálfarastólnum næsta sumar og ráða í hans stað annað hvort Rafa Benitez eða Juande Ramos.

Framarar ósáttir við KSÍ

Eins og fram kom á Vísi í gær þá voru Framarar sektaðir um 25 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir að hafa verið með ólögleg leyfisgögn árið 2009.

Bjarni Ólafur fer til Stabæk

Landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson mun á morgun skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk. dv.is greinir frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir