Fleiri fréttir Stoke City hefur enn ekki tapað leik á árinu 2010 Stoke City er enn ósigrað á nýju ári eftir 1-1 jafntefli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Stoke-liðið hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið tvo (Fulham og Blackburn) og gert þrjú jafntefli (Liverpool, Sunderland og Wigan). 9.2.2010 22:32 Shane Long tryggði Reading dýrmætan sigur í fallslagnum Shane Long tryggði Reading 2-1 sigur á Plymouth í uppgjöri Íslendingaliðanna í ensku b-deildinni í kvöld. Markið skoraði Long af vítapunktinum á lokamínútu leiksins. Þetta var annað marki Long í leiknum en hann hafði einnig komið Reading í 1-0 á 51. mínútu. 9.2.2010 22:18 Heiðar Helguson skoraði sitt áttunda mark á tímabilinu Heiðar Helgason skoraði fyrra mark Watford í 2-0 heimasigri liðsins á Bristol City í ensku b-deildinni í kvöld en markið skoraði Heiðar með skalla á 14. mínútu leiksins. 9.2.2010 22:00 Ruud Gullit ætlar að koma með HM heim til Hollands Ruud Gullit hefur ráðið sig sem forseta framboðs Hollendinga og Belga sem hafa sótt um að fá að halda HM í fótbolta árið 2018. Stjórnarmenn framboðsins samþykktu samhljóða að kjósa Gullit til starfans. 9.2.2010 21:30 Manchester City upp fyrir Tottenham og Portsmouth bjargaði stigi Manchester City komst upp að hlið Liverpool í fjórða sætinu og Portsmouth náði að tryggja sér 1-1 jafntefli á móti Sunderland með marki frá Aruna Dindane í uppbótartíma þegar fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 9.2.2010 21:19 Ancelotti: Terry verður með Chelsea á móti Everton á morgun John Terry hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og mun því spila leikinn á móti Everton á morgun. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar ekki að nota meiðslin til þess að hvíla fyrirliðann sinn sem hefur staðið í ströngu að undanförnu. 9.2.2010 19:15 Verður Marcello Lippi næsti forseti Juventus? Tuttosport heldur því fram í dag að landsliðsþjálfari Ítalíu, Marcello Lippi, muni taka við sem forseti Juventus eftir HM í sumar. 9.2.2010 17:30 Makedónskt gengi ætlaði að brjótast inn í hús Mourinho Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho er sagður vera í losti yfir þeim fréttum að makedónskt gengi hafi ætlað að brjótast inn í húsið hans. 9.2.2010 16:45 Sverrir búinn að semja við FH-inga Sverrir Garðarsson verður væntanlega orðinn leikmaður FH á næstu dögum. Varnarmaðurinn sterki er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH-inga. Þetta staðfesti hann við Vísi í dag. 9.2.2010 16:08 Manchester United hættir við að afrýja leikbanni Rio Ferdinand Manchester United hefur ákveðið að draga til baka áfrýjun sína á fjögurra leikja banni miðvarðarins Rio Ferdinand sem var dæmdur fyrir að slá til Craig Fagan, framherja Hull í 4-0 sigri United í enska úrvalsdeildinni á dögunum. 9.2.2010 16:00 KSÍ sektar Fram um 25 þúsund Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því á dögunum að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram fyrir árið 2009. 9.2.2010 14:45 Mido: Mamma reiddist vegna lélegs samnings Egyptinn Mido er líklega á lélegustu laununum í ensku úrvalsdeildinni en hann samþykkti að spila með West Ham út leiktíðina fyrir "aðeins" 1.000 pund á viku. 9.2.2010 14:15 Gazza handtekinn annan daginn í röð Paul Gascoigne er í tómu rugli þessa dagana en hann var handtekinn annan daginn í röð í gær. 9.2.2010 13:30 Wenger vælir yfir fjölmiðlum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú snúið spjótum sínum að fjölmiðlamönnum sem hann segir snúa út úr orðum sínum. 9.2.2010 13:00 Ribery: Henry vill fá mig til Barcelona Franski vængmaðurinn Franck Ribery hefur viðurkennt að hann þurfi líklega að yfirgefa Þýskaland til þess að vinna einhverja titla. Hann hefur einnig viðurkennt að Thierry Henry, félagi hans í franska landsliðinu, vilji fá hann til Barcelona. 9.2.2010 11:45 Robinho hamingjusamur hjá Santos Robinho segist hafa fundið hjá Santos nákvæmlega það sem hann var að leita að - hamingjuna sem hann fann ekki í herbúðum Man. City. 9.2.2010 11:00 Portsmouth leitar að nýjum eigendum Peter Storrie, stjórnarformaður Portsmouth, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við einstaklinga sem hafa áhuga á að taka yfir félagið. 9.2.2010 10:30 Terry þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn John Terry er afar þakklátur stuðningsmönnum Chelsea sem hann segir hafa verið ótrúlega síðustu tvær vikur. 9.2.2010 10:00 Ríkasti maður Indlands hefur ekki áhuga á Liverpool Auðjöfurinn Mukesh Ambani, sem er ríkasti maður Indlands, hefur neitað þeim fréttum að hann sé að reyna að ná yfirráðum í Liverpool. 9.2.2010 09:30 Tölfræðirannsókn: Ísland á enga möguleika á að komast á EM Íslenska karlalandsliðið á enga möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2012 sem fram fer í Póllandi og Úkraínu ef marka má tölfræðirannsókn olíufyrirtækisins Castrols. Ísland er ein af fjórtán þjóðum undankeppninnar þar sem líkurnar eru engar. 8.2.2010 23:00 Zlatan hefur ekki áhyggjur af markaþurrðinni Svíinn Zlatan Ibrahimovic byrjaði með gríðarlegum látum hjá Barcelona. Hann hefur aftur á móti ekki enn náð að skora á nýju ári en framherjinn hefur engar áhyggjur af því. 8.2.2010 20:30 Ítalía er ekki nógu sterkt til þess að vinna HM Juventus-maðurinn Luciano Moggi er ekki vanur á liggja á skoðunum sínum og hann hefur nú tjáð sig um ítalska landsliðið sem hann er lítt hrifinn af. 8.2.2010 19:45 Ancelotti: Rooney er sá besti í heiminum í dag Það eru ekki bara stuðningsmenn Man. Utd sem dást að ótrúlegri frammistöðu Wayne Rooney í vetur. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er nefnilega einnig afar hrifinn af Rooney. 8.2.2010 19:00 Þurfum að byggja ofan á þennan sigur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið verði að byggja ofan á sigurinn góða gegn Everton um helgina. 8.2.2010 16:45 Gazza handtekinn eina ferðina enn Paul Gascoigne komst enn eina ferðina í kast við lögin um helgina. Hann var þá handtekinn grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. 8.2.2010 15:30 Kristinn dæmir leik Shaktar og Kalmar í kvöld Knattspyrnudómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín dæma á Copa del Sol mótinu á Marbella á Spáni en þar keppa sex lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi auk Shaktar Donetsk frá Úkraínu og CSKA Moskvu. 8.2.2010 14:26 Þingmaður ýjar að samsæri til að hjálpa Juventus Ítalski þingmaðurinn Antonio Gentile hefur skorað á forseta Napoli að draga lið sitt úr keppni í ítölsku úrvalsdeildinni til þess að mótmæla dómgæslunni sem Napoli er að fá. 8.2.2010 14:15 Robinho skoraði í fyrsta leik með Santos - myndband Brasilíumaðurinn Robinho lék um helgina sinn fyrsta leik fyrir Santos en hann verður lánsmaður hjá félaginu næstu sex mánuði. 8.2.2010 13:45 Carrick: Rio verður frábær fyrirliði Michael Carrick, miðjumaður Man. Utd og enska landsliðsins, segir að félagi sinn, Rio Ferdinand, eigi eftir að standa sig mjög vel sem fyrirliði enska landsliðsins. 8.2.2010 13:00 Tímabilið búið hjá Cahill Bolton varð fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að varnarmaðurinn Gary Cahill leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. 8.2.2010 12:30 Pandev: Nú er gaman Framherjinn Goran Pandev segist njóta lífsins í botn eftir að hann kom til Inter frá Lazio. 8.2.2010 11:15 Iniesta ósáttur við dómarann Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, var afar ósáttur við dómgæsluna í leik Barcelona og Getafe um helgina. 8.2.2010 10:30 Capello: Terry enn afar mikilvægur liðinu Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að John Terry sé enn lykilmaður í enska landsliðinu þó svo hann sé ekki fyrirliði liðsins lengur. 8.2.2010 10:00 Alves og Toure komnir á meiðslalista hjá Barcelona Naumur 2-1 sigur Barcelona gegn Getafe á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni kostaði sitt þar sem tveir lykilmenn liðsins meiddust í leiknum. 7.2.2010 23:00 Vucinic skaut Roma upp í annað sætið á Ítalíu Einn leikur fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Roma vann 0-1 sigur gegn Fiorentina. Framherjinn Mirko Vucinic skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks en með sigrinum klifruðu Rómverjar upp í annað sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Inter. 7.2.2010 22:15 Wenger: Erfitt að kyngja þessu Arsène Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að kyngja því að liðið tapaði fyrir Chelsea. Að hans mati var Arsenal betra liðið í leiknum. Chelsea vann 2-0 og komu bæði mörkin snemma. 7.2.2010 21:30 Drogba: Verðum að standa saman Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea sem endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Arsenal. Eftir leikinn sagði Drogba að leikmannahópurinn stæði við bakið á fyrirliðanum John Terry. 7.2.2010 19:30 Chelsea endurheimti toppsætið - Drogba með tvennu Chelsea ýtti Arsenal út úr titilbaráttunni, í bili að minnsta kosti, með 2-0 sigri í miklum Lundúnaslag á Stamford Bridge-leikvanginum í dag. 7.2.2010 17:54 Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu Ítalíumeistarar Inter eru í góðum málum eftir leiki dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og eru nú komnir með tíu stiga forskot á erkifjendur sína í AC Milan. Inter vann 3-0 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum en AC Milan gerði aðeins markalaust jafntefli á útivelli gegn Bologna. 7.2.2010 16:12 Pastore: Draumurinn að spila fyrir Barcelona Æðsti draumur Javier Pastore er að ganga til liðs við Barcelona. Þessi miðjumaður Palermo á Ítalíu er mjög eftirsóttur og hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United. 7.2.2010 16:00 Phillips kom inn af bekknum og afgreiddi Úlfana Birmingham hélt uppteknum hætti í ensku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri gegn Wolves á St Andrews-leikvanginum þar sem Kevin Phillips reyndist vera hetja heimamanna. 7.2.2010 15:21 Ancelotti vill fá Ribery og Aguero í sumar Chelsea er sagt tilbúið að opna veskið í sumar og styrkja sóknarleik liðsins. Carlo Ancelotti vill víst fá Sergio Aguero frá Atletico Madrid og Franck Ribery frá FC Bayern. 7.2.2010 14:30 Sölva hlakkar til að mæta Danmörku „Við förum í þessa undankeppni með þá trú að við getum tekið stig af öllum þessum liðum," segir Sölvi Geir Ottesen, leikmaður SønderjyskE í Danmörku og íslenska landsliðsins í viðtali við dönsku síðuna bold.dk. 7.2.2010 14:00 Riise: Lentum í erfiðum riðli John Arne Riise, leikmaður Roma og norska landsliðsins, segir að Noregur eigi erfitt verkefni fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins. 7.2.2010 13:15 Ólafur: Ég er bara ánægður með þennan riðil Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands var bara frekar sáttur með dráttinn í undankeppni EM 2012 í fótbolta en dregið var í riðla í Vasjá í Póllandi í dag. 7.2.2010 12:24 Sjá næstu 50 fréttir
Stoke City hefur enn ekki tapað leik á árinu 2010 Stoke City er enn ósigrað á nýju ári eftir 1-1 jafntefli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Stoke-liðið hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið tvo (Fulham og Blackburn) og gert þrjú jafntefli (Liverpool, Sunderland og Wigan). 9.2.2010 22:32
Shane Long tryggði Reading dýrmætan sigur í fallslagnum Shane Long tryggði Reading 2-1 sigur á Plymouth í uppgjöri Íslendingaliðanna í ensku b-deildinni í kvöld. Markið skoraði Long af vítapunktinum á lokamínútu leiksins. Þetta var annað marki Long í leiknum en hann hafði einnig komið Reading í 1-0 á 51. mínútu. 9.2.2010 22:18
Heiðar Helguson skoraði sitt áttunda mark á tímabilinu Heiðar Helgason skoraði fyrra mark Watford í 2-0 heimasigri liðsins á Bristol City í ensku b-deildinni í kvöld en markið skoraði Heiðar með skalla á 14. mínútu leiksins. 9.2.2010 22:00
Ruud Gullit ætlar að koma með HM heim til Hollands Ruud Gullit hefur ráðið sig sem forseta framboðs Hollendinga og Belga sem hafa sótt um að fá að halda HM í fótbolta árið 2018. Stjórnarmenn framboðsins samþykktu samhljóða að kjósa Gullit til starfans. 9.2.2010 21:30
Manchester City upp fyrir Tottenham og Portsmouth bjargaði stigi Manchester City komst upp að hlið Liverpool í fjórða sætinu og Portsmouth náði að tryggja sér 1-1 jafntefli á móti Sunderland með marki frá Aruna Dindane í uppbótartíma þegar fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 9.2.2010 21:19
Ancelotti: Terry verður með Chelsea á móti Everton á morgun John Terry hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og mun því spila leikinn á móti Everton á morgun. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar ekki að nota meiðslin til þess að hvíla fyrirliðann sinn sem hefur staðið í ströngu að undanförnu. 9.2.2010 19:15
Verður Marcello Lippi næsti forseti Juventus? Tuttosport heldur því fram í dag að landsliðsþjálfari Ítalíu, Marcello Lippi, muni taka við sem forseti Juventus eftir HM í sumar. 9.2.2010 17:30
Makedónskt gengi ætlaði að brjótast inn í hús Mourinho Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho er sagður vera í losti yfir þeim fréttum að makedónskt gengi hafi ætlað að brjótast inn í húsið hans. 9.2.2010 16:45
Sverrir búinn að semja við FH-inga Sverrir Garðarsson verður væntanlega orðinn leikmaður FH á næstu dögum. Varnarmaðurinn sterki er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH-inga. Þetta staðfesti hann við Vísi í dag. 9.2.2010 16:08
Manchester United hættir við að afrýja leikbanni Rio Ferdinand Manchester United hefur ákveðið að draga til baka áfrýjun sína á fjögurra leikja banni miðvarðarins Rio Ferdinand sem var dæmdur fyrir að slá til Craig Fagan, framherja Hull í 4-0 sigri United í enska úrvalsdeildinni á dögunum. 9.2.2010 16:00
KSÍ sektar Fram um 25 þúsund Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því á dögunum að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram fyrir árið 2009. 9.2.2010 14:45
Mido: Mamma reiddist vegna lélegs samnings Egyptinn Mido er líklega á lélegustu laununum í ensku úrvalsdeildinni en hann samþykkti að spila með West Ham út leiktíðina fyrir "aðeins" 1.000 pund á viku. 9.2.2010 14:15
Gazza handtekinn annan daginn í röð Paul Gascoigne er í tómu rugli þessa dagana en hann var handtekinn annan daginn í röð í gær. 9.2.2010 13:30
Wenger vælir yfir fjölmiðlum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú snúið spjótum sínum að fjölmiðlamönnum sem hann segir snúa út úr orðum sínum. 9.2.2010 13:00
Ribery: Henry vill fá mig til Barcelona Franski vængmaðurinn Franck Ribery hefur viðurkennt að hann þurfi líklega að yfirgefa Þýskaland til þess að vinna einhverja titla. Hann hefur einnig viðurkennt að Thierry Henry, félagi hans í franska landsliðinu, vilji fá hann til Barcelona. 9.2.2010 11:45
Robinho hamingjusamur hjá Santos Robinho segist hafa fundið hjá Santos nákvæmlega það sem hann var að leita að - hamingjuna sem hann fann ekki í herbúðum Man. City. 9.2.2010 11:00
Portsmouth leitar að nýjum eigendum Peter Storrie, stjórnarformaður Portsmouth, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við einstaklinga sem hafa áhuga á að taka yfir félagið. 9.2.2010 10:30
Terry þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn John Terry er afar þakklátur stuðningsmönnum Chelsea sem hann segir hafa verið ótrúlega síðustu tvær vikur. 9.2.2010 10:00
Ríkasti maður Indlands hefur ekki áhuga á Liverpool Auðjöfurinn Mukesh Ambani, sem er ríkasti maður Indlands, hefur neitað þeim fréttum að hann sé að reyna að ná yfirráðum í Liverpool. 9.2.2010 09:30
Tölfræðirannsókn: Ísland á enga möguleika á að komast á EM Íslenska karlalandsliðið á enga möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2012 sem fram fer í Póllandi og Úkraínu ef marka má tölfræðirannsókn olíufyrirtækisins Castrols. Ísland er ein af fjórtán þjóðum undankeppninnar þar sem líkurnar eru engar. 8.2.2010 23:00
Zlatan hefur ekki áhyggjur af markaþurrðinni Svíinn Zlatan Ibrahimovic byrjaði með gríðarlegum látum hjá Barcelona. Hann hefur aftur á móti ekki enn náð að skora á nýju ári en framherjinn hefur engar áhyggjur af því. 8.2.2010 20:30
Ítalía er ekki nógu sterkt til þess að vinna HM Juventus-maðurinn Luciano Moggi er ekki vanur á liggja á skoðunum sínum og hann hefur nú tjáð sig um ítalska landsliðið sem hann er lítt hrifinn af. 8.2.2010 19:45
Ancelotti: Rooney er sá besti í heiminum í dag Það eru ekki bara stuðningsmenn Man. Utd sem dást að ótrúlegri frammistöðu Wayne Rooney í vetur. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er nefnilega einnig afar hrifinn af Rooney. 8.2.2010 19:00
Þurfum að byggja ofan á þennan sigur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið verði að byggja ofan á sigurinn góða gegn Everton um helgina. 8.2.2010 16:45
Gazza handtekinn eina ferðina enn Paul Gascoigne komst enn eina ferðina í kast við lögin um helgina. Hann var þá handtekinn grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. 8.2.2010 15:30
Kristinn dæmir leik Shaktar og Kalmar í kvöld Knattspyrnudómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín dæma á Copa del Sol mótinu á Marbella á Spáni en þar keppa sex lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi auk Shaktar Donetsk frá Úkraínu og CSKA Moskvu. 8.2.2010 14:26
Þingmaður ýjar að samsæri til að hjálpa Juventus Ítalski þingmaðurinn Antonio Gentile hefur skorað á forseta Napoli að draga lið sitt úr keppni í ítölsku úrvalsdeildinni til þess að mótmæla dómgæslunni sem Napoli er að fá. 8.2.2010 14:15
Robinho skoraði í fyrsta leik með Santos - myndband Brasilíumaðurinn Robinho lék um helgina sinn fyrsta leik fyrir Santos en hann verður lánsmaður hjá félaginu næstu sex mánuði. 8.2.2010 13:45
Carrick: Rio verður frábær fyrirliði Michael Carrick, miðjumaður Man. Utd og enska landsliðsins, segir að félagi sinn, Rio Ferdinand, eigi eftir að standa sig mjög vel sem fyrirliði enska landsliðsins. 8.2.2010 13:00
Tímabilið búið hjá Cahill Bolton varð fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að varnarmaðurinn Gary Cahill leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. 8.2.2010 12:30
Pandev: Nú er gaman Framherjinn Goran Pandev segist njóta lífsins í botn eftir að hann kom til Inter frá Lazio. 8.2.2010 11:15
Iniesta ósáttur við dómarann Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, var afar ósáttur við dómgæsluna í leik Barcelona og Getafe um helgina. 8.2.2010 10:30
Capello: Terry enn afar mikilvægur liðinu Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að John Terry sé enn lykilmaður í enska landsliðinu þó svo hann sé ekki fyrirliði liðsins lengur. 8.2.2010 10:00
Alves og Toure komnir á meiðslalista hjá Barcelona Naumur 2-1 sigur Barcelona gegn Getafe á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni kostaði sitt þar sem tveir lykilmenn liðsins meiddust í leiknum. 7.2.2010 23:00
Vucinic skaut Roma upp í annað sætið á Ítalíu Einn leikur fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Roma vann 0-1 sigur gegn Fiorentina. Framherjinn Mirko Vucinic skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks en með sigrinum klifruðu Rómverjar upp í annað sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Inter. 7.2.2010 22:15
Wenger: Erfitt að kyngja þessu Arsène Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að kyngja því að liðið tapaði fyrir Chelsea. Að hans mati var Arsenal betra liðið í leiknum. Chelsea vann 2-0 og komu bæði mörkin snemma. 7.2.2010 21:30
Drogba: Verðum að standa saman Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea sem endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Arsenal. Eftir leikinn sagði Drogba að leikmannahópurinn stæði við bakið á fyrirliðanum John Terry. 7.2.2010 19:30
Chelsea endurheimti toppsætið - Drogba með tvennu Chelsea ýtti Arsenal út úr titilbaráttunni, í bili að minnsta kosti, með 2-0 sigri í miklum Lundúnaslag á Stamford Bridge-leikvanginum í dag. 7.2.2010 17:54
Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu Ítalíumeistarar Inter eru í góðum málum eftir leiki dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og eru nú komnir með tíu stiga forskot á erkifjendur sína í AC Milan. Inter vann 3-0 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum en AC Milan gerði aðeins markalaust jafntefli á útivelli gegn Bologna. 7.2.2010 16:12
Pastore: Draumurinn að spila fyrir Barcelona Æðsti draumur Javier Pastore er að ganga til liðs við Barcelona. Þessi miðjumaður Palermo á Ítalíu er mjög eftirsóttur og hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United. 7.2.2010 16:00
Phillips kom inn af bekknum og afgreiddi Úlfana Birmingham hélt uppteknum hætti í ensku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri gegn Wolves á St Andrews-leikvanginum þar sem Kevin Phillips reyndist vera hetja heimamanna. 7.2.2010 15:21
Ancelotti vill fá Ribery og Aguero í sumar Chelsea er sagt tilbúið að opna veskið í sumar og styrkja sóknarleik liðsins. Carlo Ancelotti vill víst fá Sergio Aguero frá Atletico Madrid og Franck Ribery frá FC Bayern. 7.2.2010 14:30
Sölva hlakkar til að mæta Danmörku „Við förum í þessa undankeppni með þá trú að við getum tekið stig af öllum þessum liðum," segir Sölvi Geir Ottesen, leikmaður SønderjyskE í Danmörku og íslenska landsliðsins í viðtali við dönsku síðuna bold.dk. 7.2.2010 14:00
Riise: Lentum í erfiðum riðli John Arne Riise, leikmaður Roma og norska landsliðsins, segir að Noregur eigi erfitt verkefni fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins. 7.2.2010 13:15
Ólafur: Ég er bara ánægður með þennan riðil Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands var bara frekar sáttur með dráttinn í undankeppni EM 2012 í fótbolta en dregið var í riðla í Vasjá í Póllandi í dag. 7.2.2010 12:24