Fótbolti

Nígería með Trapattoni í sigtinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalski þjálfarinn Giovanni Trapattoni gæti farið á HM eftir allt saman því hann er á meðal þeirra þjálfara sem Nígería hefur áhuga á að ráða fyrir mótið.

Nígeríumenn ráku Shaibu Amodu um síðustu helgi og vantar því þjálfara fyrir mótið.

Trapattoni er sjötti þjálfarinn á lista Nígeríumanna en hinir þjálfararnir á listanum eru Guus Hiddink, þjálfara Egypta, Hassan Shehata, Louis Van Gaal hjá FC Bayern, Bruno Metsu, Ratomir Djukovic og Peter Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Trapattoni er samningsbundinn Írum fram yfir EM 2012 en það stoppar ekki Nígeríumenn í því að lýsa yfir áhuga á honum.

Nígeríumenn ætla að ganga frá þjálfaramálunum fyrir mánaðarmót.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×