Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur fer til Stabæk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson mun á morgun skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk. dv.is greinir frá þessu.

Stabæk hefur náð samkomulagi við Val um kaupverð og ekkert því til fyrirstöðu að skrifa undir samning.

Bjarni hefur verið til reynslu hjá félaginu og skoraði eitt mark í æfingaleik. Forráðamenn Stabæk hrifust af Bjarna og hafa nú ákveðið að kaupa hann.

Bjarni hittir fyrir hjá félagin tvo aðra Íslendinga, þá Pálma Rafn Pálmason og Veigar Pál Gunnarsson.

Þetta er í annað sinn sem Bjarni reynir fyrir sér í atvinnumennsku en hann lék áður með Silkeborg í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×