Enski boltinn

Louis Saha með tvö mörk þegar Everton vann topplið Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Saha fagnar sigurmarki sínu.
Louis Saha fagnar sigurmarki sínu. Mynd/AFP
Louis Saha skoraði tvö mörk og klikkaði á víti að auki í 2-1 sigri Everton á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Florent Malouda kom Chelsea yfir en Saha skoraði mark í sitthvorum hálfleiknum og kom sigurmark hans á 75. mínútu.

Florent Malouda kom Chelsea í 1-0 á 17. mínútu með laglegu skoti eftir að Didier Drogba hafði skallað aukaspyrnur Peter Cech í gegnum vörnina.

Louis Saha jafnaði á 33. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Landon Donovan. Landon Donovan fiskaði síðan vítaspyrnu á lokamínútu hálfleiksins en Louis Saha lét Peter Cech verja frá sér vítaspyrnuna.

Louis Saha skoraði síðan sigurmarkið með frábæru skoti á 75. mínútu eftir að hafa fengið langa sendingu frá Leighton Baines.

Tap Chelsea þýðir að liðið hefur nú aðeins eins stigs forskot á Manchester United en meistararnir í United náðu aðeins einu stigi út úr heimsókn sinni á Villa Park í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×