Enski boltinn

Harry Redknapp: Þetta var versta frammistaða okkar á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í sínum fyrsta leik með Tottenham í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen í sínum fyrsta leik með Tottenham í kvöld. Mynd/AFP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var allt annað en kátur með 1-0 tap liðsins á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Úlfarnir komust upp úr fallsæti með sigrinum.

„Þetta var versta frammistaða okkar á tímabilinu. Við vorum mikið með boltann en ógnuðum aldrei markinu," sagði Harry Redknapp eftir leikinn en hann breytti liðinu mikið og setti Eiðs Smára Guðjohnsen meðal annars í byrjunarliðið.

„Það er búið að vera mikið álag á liðinu að undanförnu og ég ákvað því að gera breytingar í kvöld. Úlfarnir unnu vel fyrir sínu og gáfu okkur aldrei tækifæri til að gera eitthvað í þessum leik. Ég get hrósað þeim fyrir það," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×