Fleiri fréttir

Mascherno klár í slaginn

Javier Mascherano hefur jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Liverpool sem mætir ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Arshavin: Allt í góðu á milli mín og Arsenal

Miðjumaðurinn Andrey Arshavin hjá Arsenal neitar alfarið þeim sögusögnum að samband hans við knattspyrnustjórann Arsene Wenger hjá Arsenal hafi snarversnað eftir að leikmaðurinn kom meiddur til baka úr nýlegri landsleikjahrinu.

Burley áfram landsliðsþjálfari

Skoska knattspyrnusambandið hefur staðfest að George Burley verður áfram landsliðsþjálfari Skota þrátt fyrir að liðinu tókst ekki að komast í umspil um sæti á HM.

Adebayor kærður fyrir bæði atvikin

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Emmanuel Adebayor, leikmann Manchester City, fyrir tvö atvik í leik City gegn hans gamla félagi, Arsenal, nú um helgina.

Ketsbaia hættur hjá Olympiakos

Georgíumaðurinn Temuri Ketsbaia er hættur sem knattspyrnustjóri gríska liðsins Olympiakos en á morgun mætir liðið AZ Alkmaar í Meistaradeild Evrópu.

Messi vill vinna Gullknöttinn

Lionel Messi hefur sett stefnuna á að vinna hinn svokallaða Gullknött í ár og þykir hann eiga góðan möguleika á því.

Terry stólar á Ancelotti

John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu.

Benitez fær meiri pening til leikmannakaupa

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, mun fá meiri pening til leikmannakaupa í kjölfar þess að Liverpool gerði nýjan styrktaraðilasamning sem tryggir félaginu 80 milljónir punda í tekjur.

Stabæk vill Veigar aftur

Forráðamenn Stabæk hafa staðfest í samtali við norska fjölmiðla að þeir vilja fá Veigar Pál Gunnarsson aftur í sínar raðir.

Búist við því að Burley haldi starfi sínu

Enskir fjölmiðlar telja líklegt að George Burley muni halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari Skota þó svo að liðinu mistókst að komast í umspilskeppni um sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

Nýjar reglur um uppalda leikmenn

Enska úrvalsdeildin hefur kynnt nýjar reglur sem kveða á að félög verði að vera með ákveðinn fjölda uppalda leikmanna í sínum leikmannahópi.

Leikmenn Vals: Yndisleg tilfinning

Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld.

ÍR féll með Keflavík

Næstsíðasta umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og eftir kvöldið er ljóst að ÍR-ingar féllu úr deildinni með Keflvíkingum.

Valur Íslandsmeistari

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna.

Gunnlaugur klárar ekki tímabilið með Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss og Gunnlaugur Jónsson hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Gunnlaugur mun ekki stýra liði Selfoss í lokaleik tímabilsins um næstu helgi.

UEFA hefur dregið leikbann Eduardo til baka

Stjórn aganefndar knattspyrnusambands Evrópu hefur ákveðið að taka til greina áfrýjun Arsenal vegna tveggja leikja banns sem framherjinn Eduardo Da Silva var dæmdur í á dögunum.

Þórir: Munum fljótlega setjast niður með Óla

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir sambandið ekki enn hafa rætt við landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson um nýjan samning en núgildandi samningur Ólafs rennur út um áramótin.

Heiðar snýr aftur til Watford á láni

Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson hefur ákveðið að snúa aftur í raðir Watford á lánssamningi til áramóta frá QPR en bæði félögin leika í ensku b-deildinni.

Hughes kemur Adebayor til varnar

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City hefur komið framherjanum Emmanuel Adebayor til varnar eftir umdeild atvik sem áttu sér stað í leik City gegn gömlu liðsfélaga Adebayor í Arsenal um helgina.

Meiðsli Neville alvarlegri en fyrst var haldið

Fyrirliðinn Phil Neville hjá Everton meiddist í 2-1 tapi Everton gegn Fulham í gær eftir að hafa verið tæklaður af Dickson Etuhu. Dómari leiksins dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu á atvikið og knattspyrnustjórinn David Moyes var brjálaður eftir leikinn.

De La Hoya spáir Marquez óvæntum sigri

Gulldrengurinn Oscar De La Hoya hefur fulla trú á því að Mexíkóbúinn Juan Manuel Marquez geti orðið sá fyrsti til þess að vinna Bandaríkjamanninn Floyd Mayweather Jr þegar kapparnir mætast í hringnum um næstu helgi.

Ribery gæti skrifað undir nýjan samning við Bæjara

Frakkinn Franck Ribery hjá Bayern München hefur gefið sterklega í skyn að hann kunni að framlengja samning sinn við þýska félagið eftir allt saman en hann var sterklega orðaður við félagaskipti í sumar og mörg af stærstu félögum Evrópu á höttunum eftir honum.

Park skrifar undir nýjan samning við United

Umboðsmaður miðjumannsins Ji-Sung Park hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur staðfest að leikmaðurinn sé búinn að samþykkja nýjan þriggja ára samning sem muni halda Suður-Kóreumanninum á Old Trafford til ársins 2012 að minnsta kosti.

Adebayor: Ég gerði ekkert rangt

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City hefur enn ekkert heyrt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann fagnaði marki sínu í 4-2 sigrinum gegn sínum gömlu félögum í Arsenal fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins.

Eiður Smári: Þetta var erfiður leikur fyrir mig

„Þetta var erfiður leikur fyrir mig. Ég á enn eftir að venjast öllu og læra inn á samherjana, leikkerfið og völlinn sem er ekki góður," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við France Football eftir fyrsta leikinn sinn með AS Mónakó í gær. Mónakó vann þá 2-0 sigur á Paris-SG og spilaði Eiður fyrstu 87 mínúturnar í leiknum eða þar til að Mónakó-liðið komst í 1-0.

Sir Alex: Vill fá annað tækifæri á móti Barcelona

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að óskamótherjar sínir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næsta vor séu Evrópumeistarar Barcelona en hann vill endilega fá tækifæri til að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum í Róm í vor.

Roman Abramovich tókst ekki að komast á toppinn

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var ekki að fylgjast með sínum mönnum vinna Stoke í ensku úrvalsdeildinni um helgina því hann var í ævintýraferð í Afríku þar sem hann gerði tilraun til þess að komast á topp Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku.

Sigur í fyrsta leik Eiðs Smára með Mónakó-liðinu

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik með franska liðinu AS Monakó í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Paris Saint Germain á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni. Bæði mörkin komu á fjórum síðustu mínútum leiksins.

Atli Eðvaldsson: Gátum ekki komið til baka fyrir nokkrum vikum

„Við segjum að þetta hafi verið pottþétt víti af því að Marel var haldið en Stjörnumenn segja að þetta hafi verið gefið. Það eru búin að vera hundrað svona víti dæmd og í 500 skipti hefur þeim verið sleppt," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals eftir 3-3 jafntefli við Stjörnuna í dag en Valsliðið skoraði jöfnunarmarkið úr umdeildri vítaspyrnur á 88. mínúu.

Sjá næstu 50 fréttir