Íslenski boltinn

Prince Rajcomar til reynslu hjá Southend

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Prince Rajcomar í leik með KR.
Prince Rajcomar í leik með KR. Mynd/Stefán

Prince Rajcomar er nú til reynslu hjá enska C-deildarliðinu Southend United en hann hætti hjá KR um síðustu mánaðamót.

Þetta er í þriðja sinn sem Prince fer til reynslu hjá ensku félagi en áður hafði hann æft með bæði MK Dons og Carlisle. Bæði leika þau í sömu deild og Southend.

Hollenskir fjölmiðlar greindu einnig frá því í síðustu viku að Prince hefði verið á reynslu hjá MVV sem leikur í hollensku B-deildinni.

Prince Rajcomar er 24 ára gamall og lék með Breiðabliki og KR hér á landi. Hann á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Hollands og spilaði á HM ungmenna með hollenska landsliðinu árið 2005. Argentína varð þá meistari og Lionel Messi kjörinn besti leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×