Fleiri fréttir

Fabregas: Ég verð áfram ef Wenger verður áfram

Umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að hann verði ánægður í herbúðum liðsins svo lengi sem Arsene Wenger verði áfram knattspyrnustjóri. Arsenal hefur enn á ný þurft að blása á fregnir af því að Fabregas sé á leið frá félaginu.

8-liða úrslitin í Copa America hefjast í kvöld

Í kvöld fara fram tveir fyrstu leikirnir í Suður-Ameríkukeppni landsliða í knattspyrnu og verða þeir báðir sýndir beint á Sýn. Heimamenn í Venesúela taka á móti Úrúgvæ klukkan 21:55 og klukkan 0:40 eftir miðnættið mætast Brasilía og Chile.

Frábær sigur hjá íslensku nördunum

Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína.

Tevez spenntur fyrir að vinna með Ferguson

Argentínumaðurinn Carlos Tevez segist mjög spenntur fyrir þeim möguleika að vinna með Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en félagið er nú að leggja lokahönd á að ganga í raðir þeirra rauðu. Málið er þó gríðarlega flókið og hefur enska úrvalsdeildin skorist í leikinn.

Cisse á leið til Marseille

Forseti franska félagsins Marseille segist mjög ánægður með að vera við það að landa framherjanum Djibril Cisse varanlega til félagsins eftir að hafa verið með hann á lánssamningi í eitt ár. Cisse er 25 ára gamall og er við það að ganga frá skiptum frá Liverpool til heimalandsins eftir meiðslum hrjáð tímabil undanfarin ár.

Eriksson leið illa í fríinu

Sven-Göran Eriksson, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester City, segir að árið sem hann var ekki að þjálfa hafi verið mesti álagstími sinn á ferlinum. Eriksson er 59 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við City.

Gilberto svarar Drogba fullum hálsi

Miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal hefur nú svarað ummælum Didier Drogba hjá Chelsea fullum hálsi, en framherjinn lét hafa eftir sér í gær að Arsenal gæti ekki lengur talist eitt af þeim liðum sem myndu berjast um enska meistaratitilinn.

Beckham skilaði Real 37 milljörðum

Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham skilaði knattspyrnufélaginu Real Madrid tæplega 37 milljörðum króna í tekjur á þeim fjórum árum sem hann spilaði á Spáni segir markaðsfulltrúi félagsins.

Óskar eftir greinargerðum

Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir greinargerðum frá ÍA og Keflavík vegna uppákomunnar eftir leik liðanna á miðvikudaginn. Handalögmál munu hafa átt sér stað eftir leikinn en Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði að fara rækilega yfir málið þegar greinargerðirnar væru komnar í hús, að hans sögn strax eftir helgi.

Munum leita réttar okkar ef Guðjón biðst ekki afsökunar

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fullyrti það í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hafi sent varamann inn á til þess eins að reyna að limlesta Bjarna Guðjónsson, leikmann ÍA.

Keflavík og ÍA hafa slíðrað sverðin í bili

Forráðamenn og leikmenn ÍA og Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki frekar um leikinn skrautlega á miðvikudaginn í bili. Þrátt fyrir þá staðreynd er enn mikill hiti í mönnum og miðað við viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins í gær stendur ekki til að kveikja í friðarpípu á næstunni.

Höskuldur meiddur á þremur stöðum í einu

Víkingurinn Höskuldur Eiríksson hefur ekkert getað leikið með norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stafangri en þangað fór hann á láni frá Víking, Reykjavík, í vetur.

Hafnaði WBA endanlega

Heiðar Helguson ætlar sér ekki að fara til 1. deildarliðs West Bromvich Albion. Fulham hefur komist að samkomulagi við WBA um kaup á Diomansy Kamara þar sem Heiðar var hluti af kaupverðinu. Samningur WBA og Heiðars var það eina sem gat komið í veg fyrir skiptin en svo virðist vera sem ekkert verði úr þeim.

Fær falleinkunn hjá Aftenposten

Norska dagblaðið Aftenposten valdi í gær þá ellefu leikmenn sem það telur hafa „floppað“ í norsku úrvalsdeildinni sem nú er hálfnuð. Í miðverðinum er Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann.

Fer fram á Parken

Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía.

Óvissa með Jónas Guðna

Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku.

Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum

Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú.

Sven-Goran Eriksson til Manchester City

Sven-Goran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City.

Guðjón neitaði að gefa Keflavík mark

Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þegar Keflvíkingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna.

Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík

Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti.

Nördaleikur í dag

Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins.

Barcelona vill halda Eiði Smára

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, greindi frá því í gær að Barcelona vildi halda landsliðs­fyrirliðanum í sínum röðum. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Eiður sé á leið aftur til Englands en hann hefur alltaf sagst vilja vera áfram í herbúðum Barcelona. Þar sem viljinn er beggja vegna eru litlar líkur á því að Eiður Smári fari í sumar.

KR skoraði líkt mark árið 1995

Fótbolti Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995.

Stimpingar fyrir framan búningsklefa ÍA

Eins og fram kemur hér að neðan var mikill hiti eftir leik ÍA og Keflavíkur og ásakanir ganga á víxl milli félaganna. Strax eftir leik hljóp Bjarni Guðjónsson í átt til búningsherbergja að beiðni dómara leiksins. Guðmundur Steinarsson leiddi hóp Keflvíkinga sem hljóp sem fætur toguðu á eftir Bjarna. Að því er sjónarvottar tjáðu Fréttablaðinu var ástandið eldfimt á gangi vallarhússins og mátti litlu muna að upp úr syði enda voru nokkrar stimpingar á ganginum.

Valdi mest spennandi kostinn

Miðjumaðurinn Stefán Gíslason skrifaði í gær undir fimm ára langan samning við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby. „Það er mikill léttir að vera búinn að klára þetta og ég er mjög sáttur,“ sagði Stefán en félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma.

Stórleikur Vals og KR í kvöld

Stórleikur verður á Valbjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjöran lykilleik að ræða fyrir framvindu deildarinnar.

Fór út af vegna veikinda

Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn.

Valsstúlkur í dauðariðlinum

Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík.

„Má ekki missa boltann þarna“

Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum.

Bjarni Guðjónsson situr fyrir svörum

Bjarni Guðjónsson sat fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann var spurður rækilega út í uppákomuna sem varð á leik Skagamanna og Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Bjarni gefur upp nýja mynd af málinu í viðtalinu sem ekki hefur komið fram áður.

Yfirlýsing frá Skagamönnum

Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu í kjölfar atburðarásarinnar eftir leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni tekur félagið undir afsökunarbeiðni Bjarna Guðjónssonar en gerir athugasemdir við framkomu leikmanna Keflavíkur.

Yfirlýsing frá Keflvíkingum

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna atburða gærkvöldsins í Landsbankadeild karla, þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Skagamönnum og allt fór í bál og brand. Lestu yfirlýsinguna hér fyrir neðan.

Bjarni biðst afsökunar á marki sínu

Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, hefur beðist afsökunar á markinu furðulega sem hann skoraði gegn Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Keflvíkingar brugðust mjög reiðir við og sökuðu hann um ódrengilegan leik. Til átaka kom eftir leikinn í gær og þurfti Bjarni að leita skjóls inni í búningsherbergjum til að verjast árásum Keflvíkinga.

Tottenham kynnir nýja leikmenn

Tottenham festi í dag kaup á franska varnarmanninum Younes Kaboul frá Auxerre og er hann þriðji leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar ásamt þeim Darren Bent og Gareth Bale. Lundúnaliðið er því búið að eyða yfir 30 milljónum punda í sumar og ætlar sér greinilega stóra hluti á næstu leiktíð eftir að hafa náði fimmta sætinu tvö ár í röð.

Launakröfur Chivu of háar fyrir Real Madrid

Ítalska félagið Roma samþykkti í dag 18 milljón evra kauptilboð Real Madrid í rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu, en útlit er fyrir að ekkert verði af kaupunum. Launakröfur varnarmannsins voru mjög háar að sögn forseta Real Madrid og því slitnaði upp úr viðræðunum.

Reo-Coker kominn til Villa

Aston Villa gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Nigel Reo-Coker frá West Ham fyrir 8,5 milljónir punda. Hann er 23 ára gamall og gekk í raðir West Ham frá MK Dons (Wimbledon) árið 2004. Coker skoraði 11 mörk í 142 leikjum fyrir West Ham og var fyrirliði enska U-21 árs landsliðsins.

Sheffield United ætlar ekki að gefast upp

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United hafa ekki sagt sitt síðasta í máli sínu gegn Carlos Tevez og West Ham United og ætla nú að áfrýja úrskurði gerðadóms á dögunum og fara með mál sitt fyrir hæstarétt. Sheffield ætlar að ekki að unda falli sínu úr úrvalsdeildinni.

Calderon bauð Wenger að taka við Real Madrid

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að Arsene Wenger stjóri Arsenal hafi verið einn þeirra sem hann ræddi við þegar kom að því að finna eftirmann Fabio Capello hjá spænska stórliðinu. Hann ræddi einnig við Ronald Koeman, Michael Laudrup og svo Bernd Schuster - sem hann vonast til að landa frá Getafe eftir helgina.

Calderon: Schuster ætti að koma í næstu viku

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að félagið muni að öllum líkindum ganga frá samningi við þjálfarann Bernd Schuster í næstu viku. Calderon hyggur á stór viðskipti á næstu dögum.

Stefán semur við Bröndby til fimm ára

Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason hefur undirritað fimm ára samning við danska liðið Bröndby eftir að það gekk í dag frá kaupum á honum frá norska liðinu Lyn. Stefán hefur farið mikinn með norska liðinu í sumar og segja danskir fjölmiðlar að lið í Þýskalandi og á Englandi hafi sýnt honum mikinn áhuga.

Terry og Lampard verða ekki seldir

Stjórnarformaður Chelsea segir ekki koma til greina að félagið selji þá John Terry fyrirliða og Frank Lampard, þrátt fyrir að erfiðlega gangi að framlengja samninga þeirra beggja við félagið. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningum sínum og hafa mörg stórlið í Evrópu rennt hýru auga til þeirra á síðustu árum.

Steven Davis til Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham festi í dag kaup á miðjumanninum Steven Davis frá Aston Villa fyrir fjórar milljónir punda. Davis er 22 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið. Davis hittir þar fyrir fyrrum landsliðsþjálfara sinn Lawrie Sanchez sem var áður með landslið Norður-Íra.

Chelsea búið að bjóða í Pato

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gert formlegt kauptilboð í brasilíska ungstirnið Alexandre Pato hjá Internacional í Brasilíu ef marka má umboðsmann leikmannsins. Real Madrid, Inter og AC Milan eru einnig sögð hafa mikinn áhuga á honum og segir umboðsmaðurinn þau öll hafa gert tilboð í hann.

Eiður Smári hefur alltaf þurft að berjast fyrir sínu

Arnór Guðjohnsen segir að sonur sinn Eiður Smári sé ekkert óvanur því að fá harða samkeppni um stöður í þeim liðum sem hann hefur spilað með á ferlinum og ítrekar að Barcelona hafi ekki borist kauptilboð í leikmanninn.

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Daily Mirror segir að Manchester United hafi fullan hug á að klófesta framherjann Carlos Tevez frá West Ham og blaðið segir að þeir rauðu ætli sér að klára málið fyrir helgi. Daily Mail segir framherjann þegar hafa samþykkt að fara til United, en að forráðamenn West Ham séu ekki jafn hrifnir af þeirri hugmynd.

Sjá næstu 50 fréttir