Fótbolti

Óskar eftir greinargerðum

þórir hefur óskað eftir greinargerðum frá ÍA og Keflavík.
þórir hefur óskað eftir greinargerðum frá ÍA og Keflavík. MYND/Vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir greinargerðum frá ÍA og Keflavík vegna uppákomunnar eftir leik liðanna á miðvikudaginn. Handalögmál munu hafa átt sér stað eftir leikinn en Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði að fara rækilega yfir málið þegar greinargerðirnar væru komnar í hús, að hans sögn strax eftir helgi.

Framkvæmdastjóri getur skotið einstaka málum beint til aganefndar KSÍ. „Hvort það gerist kemur í ljós, ég mun taka ákvörðun um það þegar ég hef fengið öll gögn í hendurnar,“ sagði Þórir sem vildi ekki segja hvað eftirlitsmaður KSÍ sagði í skýrslu sinni um leikinn.

Aganefnd KSÍ hittist á fundi á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×