Fótbolti

Sven-Goran Eriksson til Manchester City

Sven-Goran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City.

"Ég er hæstánægður með að hafa fengið stöðu knattspyrnustjóra hjá Manchester City. Þetta er spennandi tækifæri og ég hef þegar byrjað að undirbúa næsta tímabil. Ég vil stýra liði sem frábærir aðdáendur okkar geta verið stoltir af," segir Sven-Goran Eriksson í samtali við vef Manchester City.

Framkvæmdastjóri Manchester City, Alistair Mackintosh, segist mjög ánægður með að hafa fengið Eriksson til liðs við félagið fyrir komandi tímabil. Hann telur að víðtæk knattspyrnureynsla Erikssons víðsvegar að úr Evrópu og reynsla hans sem landsliðsþjálfara geti reynst liðinu vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×